Feminismi, málfrelsi og siðgæðisvarsla

Fréttin um að konur sniðgangi Silfur Egils er bersýnilega röng. Það að feministi nokkur skuli sniðganga þáttinn gefur ekki tilefni til að álykta með þeim hætti.

Annars hef ég undanfarið verið að velta því fyrir mér hvort ekki sé ýmislegt líkt með málflutningi og afstöðu róttækra feminista nútímans og róttækri afstöðu margra, ósjaldan yfirstéttarkvenna, í siðgæðismálum á Viktoríutímanum.

Siðgæðisverðir Viktoríutímans beindu spjótum sínum að yfirborði samfélagsins. Þeir og þær fordæmdu "fallnar" konur, drykkfellda verkamenn og svo framvegis, en létu samfélagsmeinin sjálf, sem segja mætti að hafi verið orsök ósiðsamlegrar hegðunar alþýðunnar, lönd og leið. Með svipuðum hætti virðast öfgafeministar nútímans fyrst og fremst láta sig yfirborðið varða:

Mikið veður er gert út af málfari og málfræðilegu kyni orða. Ráðherra verður að heita eitthvað annað, en sjálfsagt er að bera blæjur í opinberum heimsóknum til ríkis sem frægt er fyrir raunverulega kúgun alvöru kvenna. Áhersla er lögð á að útrýma ósiðsamlegri hegðun svo sem nektardansi til að yfirborðið virðist slétt og fellt. Rætur vandans skipta hins vegar engu máli.

Rétt eins og púrítanar Viktoríutímans vöruðu sig á því að umgangast aðeins sína líka og töldu sig yfir aðra hafna vegna trúar sinnar og siðgæðis virðast feministar nútímans forðast raunverulega umræðu. Rökræða við andstæðingana er þeim ekki samboðin enda eru andstæðar skoðanir skýrðar með vísun til þess að andstæðingurinn sé spilltur af hugsunarhætti karlveldisins, rétt eins og andstæðingar púrítananna voru spilltir og siðlausir af drykkjuskap og hórdómi.


mbl.is Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ansi góð samlíking og virðist ganga upp. Annar góður líkti hugmyndafræði þeirra við fasismaog þar virðist margt einnig vera með svipuðum hætti. Úr því að þær vilja ekki ræða málin lengur þá ætti þessari umræðu að vera sjálfhætt, og yrðu margir fegnir því.

Það er þó líklega mikil bjartsýni að halda að þessu ljúki núna, því upp er kominn heill iðnaður í kringum þetta rugl, og "fræðigrein" sem ungar út fleiri og fleiri páfagaukum sem koma með sömu þuluna: "orðræða", "reynsluheimur kvenna", "kynbundið ofbeldi" o.s.frv.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband