Verkefni fyrir alvöru feminista?

Það að setja 15 ára stúlkubarn í heilan mánuð í fangaklefa með yfir 20 karlkyns glæpamönnum er að sjálfsögu ekkert annað en glæpur. Í fréttinni kemur líka fram að þetta sé ekkert einsdæmi í Brasilíu.

Vissulega er Brasilía langt í burtu, rétt eins og Saudi-Arabía og önnur lönd þar sem réttindi kvenna eru þverbrotin á hverjum degi. En ætti það ekki að vera viðfangsefni þeirra sem láta sig jafnrétti varða, líka á Íslandi, að berjast gegn svona löguðu? Er ekki tímanum betur varið í það en að karpa um hvað ráðherrar eru kallaðir, á landi þar sem jafnrétti kynjanna er hvað mest í heiminum og þar sem fjarstæðukennt er að ímynda sér að 15 ára barn yrði nokkurn tíma læst inni með tugum harðsvíraðra glæpamanna?


mbl.is 15 ára stúlka sett í fangaklefa með 20 mönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

DJÖFULL ER ÞETTA VIÐBJÓÐSLEGT, MÉR GJÖRSAMLEGA OFBÝÐUR!!!

Jónas Arnarss (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 10:09

2 identicon

Sæll.

Feministar á Íslandi ERU duglegir við að bjarga heiminum.

Bæði er fólk að skrifa til ríkisstjórna erlendis,farið og unnið að málum erlendis,

unnið með félagasamtökum erlendis og féstyrkir sendir erlendis.

Feministar eru flestir húmanistar og láta sig ekki vanta í heimsmálunum,þau bætast bara við það sem unnið er að hér heima.

Nú þegar og reyndar áður hafa samtök eins og Equality now verið að reyna að hafa áhrif á stjórn Brasilíu um að bæta hag kvenna og eru mjög ötular um allan heim.

Margir Íslenskir feministar eru félagar í þessum samtökum og má nefna að Stígamót fékk viðurkenningu frá þeim fyrr á árinu.

Það má vel vera að þér finnist lítt til koma en ekki halda að feministar séu ekki gott og vel þenkjandi fólk.Það væri merki um algjöran skort á þekkingu og samhyggð af þinni hálfu.

Margrét (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 10:21

3 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Hvað með alvöru karlmenn, ætli þeim finnist þetta ekki jafn hræðilegt.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 23.11.2007 kl. 11:00

4 identicon

Margrét, það er með femínista eins og aðra sem sitja uppi með öfgafólk, það veldur skaða. Litlum hópi af öfga-femínistum er búnið að takast að gera orðið "femínisti" að hálfgerðu skammaryrði meðal almennings, því miður.

Hvað varðar þessa frétt þá er þetta í samræmi við það sem maður hefur heyrt um framkomu lögreglu og fleiri í Brasilíu gagnvart börnum og unglingum sem eiga hvergi höfði sínu að halla og lifa á götunni. Það er litið á þau sem meindýr og líf þeirra er metið í samræmi við það. Ég legg til að fólk kynni sér málið. Þeim mun fleiri sem vita um þá hræðilegu meðferð sem börnin fá þeim mun meiri líkindi til að nægur þrístingur komi frá umheiminum á stjórnvöld þar að gera eitthvað í málinu.

Einar (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 11:06

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er gott að hér skuli vera alvöru femínistar sem leggja sitt af mörkum. Það væri gaman að heyra meira af því sem þeir eru að gera svo það drukkni ekki í fréttum af platfemínistum sem iðka jafnrétti í orði kveðnu.

Ég held raunar að maður þurfi hvorki að vera kona né femínisti til að ofbjóða þetta, en þess utan geta karlmenn vel verið femínistar.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.11.2007 kl. 12:07

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hugsa að allir brygðust á sama hátt við frétt af nauðgunum drengja. Það efast ég ekki um eitt andartak. Mér þykir auk þess ákaflega ólíklegt að ástæðan fyrir því að einmitt þessi frétt birtist sé neitt annarleg. Það eru vafalaust mjög eðlilegar skýringar á því.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.11.2007 kl. 13:53

7 identicon

Hef oft velt því fyrir mér hver þessi almenningur er sem finnst feministi vera skammaryrði, sökum baráttu þeirra sem ég vil kalla duglegra feminista. Ég hef nefnilega hingað til talið mig til almennings, en verð kannski að fara að endurmeta þá skilgreiningu því í bloggheimum eru örfáir menn sem tönglast á þessu sí og æ.

Bjarni (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 20:11

8 Smámynd: Vendetta

Vandamálið með íslenzka öfgafemínista er að þær eru alltaf að velta sér upp úr tittlingaskít. Eins og að fordæma auglýsingar og allt annað sem þeim finnst vera klám, hvort kona geti verið ráðherra og annað álíka einskisvert fjas. Þeim er skítsama um afdrif kvenna í 3. heiminum, þær hafa aldrei einu sinni reynt að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda á alþjóðavettvangi. Og ISG gerir ekki neitt annað en að tala um fleiri konur í nefndum og ráðum, aðilsd að ESB. Aldrei minnzt á kjör kvenna í 3. heiminum. Þessi naflaskoðun íslenzkra öfgafemínista er það sem gefur femínistum slæman orðstír.

En maður sér á tugum bloggsíðna athugasemdir frá venjulegu fólki, bæði körlum og konum, femínistum og and-femínistum, sem fordæma misrétti og ofbeldi gegn konum og börnum í Afríku, Asíu og Rómönsku Ameríku. En ekki á bloggsíðu Sóleyjar Tómasdóttur, sem eyðir púðri í Toyota-auglýsingu og skrifar að hún sé að bjarga heiminum. Heldur ekki á bloggsíðu Katrínar Önnu, sem finnst kvenlegur umskurður í Afríku ekki það slæmur að hún vill taka afstöðu gegn þannig viðbjóðslegasta limlestingum á stúlkubörnum sem til er.

Vendetta, 24.11.2007 kl. 00:06

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er nú nokkuð stórt upp í sig tekið að túlka hvatningu til íslenskra femínista til að láta sig mikilvægari mál en nafngiftir ráðherra varða þannig, að með því sé ég að notfæra mér hryggilegan atburð úti í heimi. Slíkur málflutningur er svona svipaður og ef einhverjir sjálfumglaðir kjánar hefðu ráðist gegn Dickens fyrir að skrifa um eymd fátæks fólks á sínum tíma til að græða á því! En kjánar eru víst alls staðar, ekki satt, og oftast sjálfumglaðir líka!

Þorsteinn Siglaugsson, 25.11.2007 kl. 21:47

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bjóst við þessu. Að sjálfsögðu er ég ekki að líkja mér við Dickens heldur að setja kjánalegt skítkast þitt í rétt samhengi!

Þorsteinn Siglaugsson, 26.11.2007 kl. 11:34

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"Þegar maður er kominn ofan í holu er best að hætta að moka" sagði Davíð Oddsson einhvern tíma. Það verða mín lokaorð.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.11.2007 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband