Hvað er málið?

Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á því á hvaða forsendum er hægt að verja það að efni sem lýtur höfundarréttarlögum sé dreift á netinu, hvort sem tekjur dreifingaraðilans koma af sölu eða í formi auglýsingatekna sem byggja á aðsókn á síðuna. Flestum þætti það væntanlega lýsa vafasömu siðferði ef einhver tæki upp á því að ljósrita bækur og selja án leyfis höfundar eða útgefanda. Er einhver munur á því og þessu?
mbl.is Eigandi Torrent.is hyggur á varnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú rukkaður um hugsanleg hraðabrot þegar þú kaupir bíl? Þegar þú kaupir geisladisk þá ertu rukkaður fyrir að hugsanlega geta notað diskinn í að geyma ílla fengið efni.

Er framleiðandi bílsins sem notaður er við hraðakstur kærður og lokað fyrir verksmiðjur þar sem bílarnir hans eru iðulega notaðir til lögbrota og valdir að dauða annara einstaklinga?

Ekki halda að STEF sé eitthvað góðgerðarsamkunda fyrir almennan Íslenskan tónlistarmann : http://www.this.is/drgunni/skiki10.html

Þessi fyrirtæki eru einungis til að verja stöð 2, skífuna, símann og álíka batterý....

t.d. með lokunum á iTunes.....skrítið að Ísland sé eina landið sem má ekki sækja lög þangað?

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 10:16

2 Smámynd: Bjartmar Egill Harðarson

"Flestum þætti það væntanlega lýsa vafasömu siðferði ef einhver tæki upp á því að ljósrita bækur og selja án leyfis höfundar eða útgefanda. Er einhver munur á því og þessu?"

Ef að ég kaupi ljósritunarvél hjá Pennanum og myndi taka nýju Harry Potter bókina og ljósritaði. Þar næst myndi ég dreyfa frítt til vina minna í bókaklúbbnum.
Hver er sökudólgurinn?

Ekki er það penninn. En hann hagnaðist á því að ég keypti mér ljósritunarvél sem er sérstaklega notuð til að afrita efni. 

Bjartmar Egill Harðarson, 20.11.2007 kl. 11:46

3 identicon

En bíddu, þessu er öllu dreift í gegnum netið. Eigum við ekki bara að loka netinu sjálfu?

Svavar seldi aldrei aðgang að síðunni né efninu. Hróbjartur er aðeins að fara með hræðsluáróður því hann veit að margir sem lesa þetta vita ekki hvernig torrent virkar eða hvernig ístorrent síðan virkaði. Það var valmöguleiki fyrir fólk að kaupa sér meðal annars deilimagn, þeas. fólk var að kaupa sér tölur á heimasíðunni. Hvernig sem Hróbjartur þarna fær út að það sé sama og kaupa efnið skil ég ekki. Einnig kom fram á skilmálum síðunnar að gert væri ráð fyrir að fólk sem væri að dreifa höfundarvörðu efni hefði rétt á því. Veit ekki hvernig hann ætti að geta staðfest það nema koma heim til hvers og eins, koma í heimsókn til 26 þúsund manns í hvert sinn sem eitthvert efni er dreift er frekar langsótt.

Svo minnist Hróbjartur skemmtilega á Finnland en auðvitað kemur ekkert fram um Svíþjóð. Síðan www.thepiratebay.com hefur verið tekin niður af lögreglu og allur búnaður fjarlægður. Þeir höfðu hinsvegar ekkert í höndunum til að sakfella skv sænskum lögum. Einnig er kannski vert að minnast að lög eru mismunandi milli landa, ekki þau sömu á Íslandi og Finnlandi.

Viva la Revolution.

Spekingur (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 15:56

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú jæja, þarna fær maður smá nasasjón af lógíkinni á bak við þessi sjónarmið. Það er þá semsagt kúbeinssalanum að kenna þegar þjófurinn brýst inn!

Þorsteinn Siglaugsson, 20.11.2007 kl. 16:24

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og varðandi fyrri athugasemdina: Vefir á borð við þennan eru auðvitað ekki góðgerðarsamtök. Þeir gera út á tekjur frá auglýsendum sem vilja ná til hópsins sem notar þá til að hnupla efni. Ef engu efni væri hnuplað væru engar auglýsingatekjur og vefurinn því væntanlega ekki til.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.11.2007 kl. 16:26

6 identicon

Nei auðvitað eru þetta ekki góðgerðarsamtök, en þetta er púra kapítalískt dæmi. Eftirspurnin er gríðarleg eftir þessu u.þ.b 8.5% Íslendinga voru komnir inn á torrent.is sem var örugglega stofnað fyrst í einhverju grúski.  Svo kemur inn kostnaður við reksturinn og þá þarf að koma peningar inn á móti. Eigandi síðunnar var ekki að ríða neinum feitum hesti frá þessu og kemur líklegast aldrei til með að gera það.

STEF/SMÁÍS/FHF eru komnir í stríð svipað og löglreglan hefur att við fíkniefnadjöfulinn í áratugi, óvinnandi og árangurslaus.  Hræðsluáróður og hert viðurlög einfaldlega gera notendur í þessu dæmi andsnúna framleiðendum hugverka.

Í sumum tilfellum hafa fyrrgreind fyrirtæki algjörlega hunsað sína kúnna samanber púkann hér á blogginu. 

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 01:07

7 identicon

Ah, ég sé að þú ert með lógíkina á hreinu. Hérna er ein margtuggin (og ó-svo-sönn) handa þér: "Er Vegagerðin meðsek gagnvart hraðaakstri einstaklinga?"

Svona er þetta nefninlega: Torrent er stórkostleg leið til að skiptast á hverskonar efni sem er; gagnamagnið er einfaldlega slíkt að enginn einn maður getur farið í gegnum allt efnið og flokkað það, hvað þá farið í gegnum vinnsluna sem þarf til þess að sannreyna hvort hver aðilli sem sendir gögn inn, hafi rétt til þess. Hvort það geri hann sekan eður ei.. hef einfaldlega ekki lögfræðiþekkinguna á hreinu hvað það varðar..

Ha? Auglýsingarnar á torrent?

Hvaða auglýsingar?

Nú sótti ég oft þangað inn, en ég sá aldrei neinar auglýsingar. Auglýsingapláss, jú, en engar auglýsingar. Maðurinn sem hélt úti vefnum var þarna að finna leið til að fjármagna gagnamiðil af þeirri stærðargráðu sem þarf til að halda síðunni uppi -með góðu móti - sem svo margir sóttu í. Áður fyrr var vefurinn einfaldlega rekinn með frjálsum fjárframlögum, og hefði eflaust getað haldið því áfram.

Fantur (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 01:11

8 Smámynd: Birnuson

Starfsemi vefja á borð við Torrent er mjög vafasöm. Hins vegar er það svo að höfundarréttarreglur eru að allt of miklu leyti sniðnar eftir hagsmunum útgefenda og rétthafa, annarra en höfunda. Reglan um að höfundarverk njóti verndar í 50 eða 70 ár eftir fráfall höfundar veldur því að innheimt höfundarréttargjöld renna í gríðarlegum mæli til útgefenda, erfingja og annarra rétthafa verka eftir löngu liðna höfunda. Eitt lítið dæmi um þetta er að árið 2068 eiga barnabörn og barnabarnabörn Halldórs Laxness enn að njóta greiðslna vegna útgáfu verks sem kom fyrst út 150 árum fyrr! Þessu þyrfti að breyta þannig að hægt sé að nota peningana meira í þágu starfandi listamanna. Þá væri jafnvel hægt að lækka gjöldin og gera það auðveldara að ná sátt milli rétthafa og notenda. Hvað finnst þér um þetta, Þorsteinn?

Birnuson, 21.11.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband