19.11.2007 | 11:50
Stórhættuleg vopn
Það er greinilegt að þessar rafbyssur eru mjög hættulegar. Það að í flestum tilfellum deyi fólk ekki af notkun þeirra er ekki röksemd fyrir öryggi þeirra heldur þvert á móti. Það þarf verulega sjúkan huga til að komast að þeirri niðurstöðu að þessi vopn eigi að setja í hendurnar á íslensku lögreglunni!
Lést eftir að hafa verið skotinn með rafmagnsbyssu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
c.a. 150 dauðsföll á 6 árum af völdum þessara vopna finnst mér því miður ekki vera mikið.
Hvað deyja margir árlega vegna ofbeldis, fíkniefna, hraðaksturs etc.?
Aukið innflæði útlendinga, margir óæskilegir kallar á harðari aðgerðir af hálfu lögreglunnar.
Jónas (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 12:11
150 dauðsföll er mikið þegar um er að ræða vopn sem á alls ekki að leiða til dauðsfalla!
Þorsteinn Siglaugsson, 19.11.2007 kl. 12:22
Ég er sammála Jónasi.
Hvað eigum við að gera þegar glæpamenn hér á Íslandi ganga með alskonar vopn?Eigum við bara að leifa þeim að ná völdum yfir okkar löggæslu? Mín skoðun er sú að lögreglan eigi að ganga með byssur og hreinlega skjóta lappirnar undan þessum andskotum sem eru að drepa ungu kynslóðina okkar. Og þó fyrr hefði verið.
Það er hrein og klár heimska að halda að það gangi að hafa lögregluna óvopnaða, eins og ástandið í landinu okkar er orðið.
Elísabet (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 12:43
Bara í Kanada hafa 18 manns verið myrtir af þarlendum lögreglumönnum með þessum tækjum sem eiga að vera svona svakalega örugg og engan drepa.
Georg P Sveinbjörnsson, 19.11.2007 kl. 14:10
Allar byssur geta verið hættulegar. Satt að segja vil ég alls ekki sjá íslenska lögreglumenn almennt séð með skotvopn, hvort sem að það er rafmagnsbyssa eða einhver önnur gerð. Samt sem áður treysti ég Íslenskum lögreglumönnum mjög vel og geri mig grein fyrir því að þeir þurfa oft að vinna við erfiðar aðstæður, varð til dæmis vitni að því í miðbæ Reykjavíkur um daginn þar sem verið var að handsama ungan mann sem barðist á hnakk og hæl, en inn í bílinn fór hann á endanum. Sjálfasgt er hætta á að maðurinn hefði verið skotinn með svona rafmagnsbyssu ef hún hefði verið til staðar og þá er einmitt hættan á ótímabæru dauðsfalli. En ég gróf upp skýrslu Amnesty International á netinu sjá hér, http://web.amnesty.org/library/Index/ENGAMR510302006 En fyrsta lexia hjá fólki sem er verið að handsama, hlýðið lögreglunni, ef þið eruð saklaus þá hafið þið ekkert að óttast, ef þið eruð sek, þá eruð þið bara að gera ykkur verra með því að slást.
Leifur Runólfsson, 19.11.2007 kl. 15:24
Gagnrýnin á þessar rafmagnsbyssur er fyrst og fremst sú, að þær séu ekki hættulausar eins og þær eiga að vera. Það er allt önnur umræða hvort lögreglan eigi að bera hefðbundnar byssur. Það er líka önnur umræða hvort það eigi að skjóta útlendinga á færi.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.11.2007 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.