Góður Geir Waage

Ansi fannst mér Geir Waage standa sig vel í karpi við fríkirkjuprestinn í Kastljósinu áðan. Ég skil reyndar ekki í þessari umræðu um biblíuþýðinguna hvernig fólki tekst alltaf að rugla jafn rækilega saman málfarslegum og textafræðilegum sjónarmiðum annars vegar og skoðunum sínum á jafnrétti og umburðarlyndi hins vegar. Reyndar fannst mér tilraunir fríkirkjuprestsins til að klína einhverjum kvenhatursstimpli á séra Geir bera óþægilega mikil lýðskrumseinkenni - það var eins og hann vissi betur, því miður, því varla getur guðfræðimenntaður maðurinn verið alveg jafn skyni skroppinn og málflutningurinn virtist benda til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sammála.

Sr. Hjörtur hefur verið uppvís af því um árabil að komast upp með að varpa fram fullyrðingum um eitt og annað "guðfræðilegt" en kemst upp með að sanna ekki mál sitt.  Skemmst er að minnast fullyrðinga hans um að hann hefði gert miklar guðfræðilegar rannsóknir á atriðum úr Ritningunni. Það var ítrekað kallað eftir þessum fræðilegu rannsóknum hans svo menn gætu metið þær að verðleikum. Enn er beðið fræðiritgerða hans, nærri tveimur árum síðar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.10.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband