Kópavogur fyrirmyndin?

Nú er vissulega alþekkt að breytingar á skipulagi veki harðar deilur jafnvel þótt um eðlilega þróun sé að ræða. Nærtækt er að minnast andstöðu Seltirninga við fyrirhuguð fjölbýlishús, sem leiddi til þess að málið var tekið upp aftur og áformin endurskoðuð.

Það vekur hins vegar ugg þegar formaður skipulagsnefndar talar um það sem sjálfsagðan hlut að gerðar séu stórtækar breytingar á skipulagi í grónum hverfum. Það er auðvitað alls ekki sjálfsagður hlutur. Öryggi um nánasta umhverfi vegur þungt þegar fólk tekur ákvörðun um búsetu. Enginn kaupir einbýlishús á Arnarnesi geti hann ekki treyst því að ekki verði byggð verksmiðja í bakgarðinum. Ef íbúar við Þingholtsstræti ættu yfir höfði sér að húsin í kring yrðu rifin og 10 hæða blokkir byggðar í staðinn væru þeir fljótir að forða sér. Það er í rauninni stórfurðulegt að yfirmaður skipulagsmála í Reykjavík skuli láta annað eins út úr sér. Stórfelldar skipulagsbreytingar í grónum hverfum eru nefnilega fjarri því að vera sjálfsagt mál, þær eiga að vera undantekning sem ætti að forðast í lengstu lög.


mbl.is Á fimmta hundrað íbúa í nágrenni Keilugranda andmæla skipulagstillögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband