Forseti reynir að endurskrifa söguna

Í nóvember síðastliðnum gerði forseti Íslands illa dulbúna tilraun til að hvetja til mismununar gegn óbólusettu fólki. Jafnvel þó að hann hafi lýst eftirsjá vegna þessara orða á fundi okkar þann 3. desember, baðst hann aldrei opinberlega afsökunar á ummælum sínum, sem eflaust ýttu undir þrýsting á upptöku bólusetningapassa og jafnvel ævilanga útilokun óbólusettra frá samfélaginu, sem fékk byr undir báða vængi undir lok ársins, en sem heilbrigðisráðherra ljáði aldrei máls á.

Þann 25. febrúar lýsti forsetinn yfir endalokum Covid-19 faraldursins hérlendis. Hann hrósaði heilbrigðisstarfsmönnum og embættismönnunum sem leiddu viðbrögðin, sem hann fullyrðir að hafi verið drifináfram af vísindum og þekkingu. Við verðum að gera ráð fyrir að þar á meðal sé áróður fyrir lyfjagjöf allra barna frá fimm ára aldri, meðal annars studdur með  fölsun gagna.

Forsetinn minntist þeirra sem létust með eða vegna veirunnar, en í pistli hans er ekki að finna eitt einasta huggunarorð til handa öllum þeim sem þjáðust vegna lokana og hindrana. Ekkert er minnst á þær þúsundir sem misstu vinnuna, ekkert er minnst á versnandi geðheilsu barna, aukningu heimilisofbeldis og ofbeldis meðal ungmenna. Fórnarlömb alvarlegra aukaverkana  vegna bólusetninga voru að sjálfsögðu ekki nefnd. Í huga forsetans, sameiningartákns íslensku þjóðarinnar, eru þau sem fórnað var á altari röklauss ótta greinilega ekki þess virði að á þau sé minnst.

Nú þegar allar ráðstafanir vegna Covid-10 hafa loks verið felldar úr gildi reynir forsetinn að eigna bóluefnum og sóttvarnaraðgerðum heiðurinn, þvert á orð heilbrigðisráðherra sem hefur þegar sagt hvorki fyrirbyggjandi aðgerðir né bólusetning dugi til að komast út úr ástandinu; eina leiðin að sem flestir smitist.

Að lokum fullyrðir forsetinn að engu valdboði hafi verið beitt á Íslandi. Þetta er sérkennileg staðhæfing. Það er nóg að skoða Wikipedia til að staðfesta að þetta er rangt. Strax snemma árs 2020 var börum og veitingastöðum lokað með valdboði, hárgreiðslustofum og öðrum sambærilegum þjónustufyrirtækjum bannað að starfa, fjöldasamkomur bannaðar, heilbrigt fólk sett í sóttkví og síðar var landamærunum í raun lokað í marga mánuði. Öllu þessu var vandlega framfylgt af lögreglu.

Maður hlýtur að velta því fyrir sér, nú þegar gagnsleysi og lamandi áhrif lokana og hindrana verða skýrari með hverjum deginum, hvort orð forseta Íslands tákni það sem koma skal. Munu talsmenn lokana og hindrana, þegar þeir loksins gefast upp á að reyna að verja illa grundaða og skaðlega stefnu sína, einfaldlega neita því að hún hafi nokkurn tíma verið til?

Hvað sem því líður færi í það minnsta betur á því að sagnfræðingurinn sem gegnir embætti forseta Íslands reyndi fremur að hjálpa þjóð sinni að læra af sögunni en að leitast við að endurskrifa hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Rangsnúin framsaga Piparkökudrengins verður aldrei gleymd og hefur verið og verður margnotuð til síðasta dropans sem vinda má úr henni.

Guðjón E. Hreinberg, 28.2.2022 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 287328

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband