Er sálsýkin að ná hámarki?

Áður en bólusetningar hófust var viðkvæði stjórnvalda að nauðsynlegt væri að beita alls kyns hindrunum til að hægja á útbreiðslu kórónaveirunnar þar til lokið yrði við að bólusetja þá sem væru í hættu vegna hennar. Það viðhorf er skiljanlegt, þótt flestar rannsóknir hafi raunar sýnt að áhrif aðgerðanna voru afar takmörkuð, og fyrir liggi með óyggjandi hætti að í víða samhenginu hafi þær valdið margfalt meira tjóni en þær forðuðu.

En hvað um það. Nú hefur meginþorri þjóðarinnar verið bólusettur og bóluefnin eru talin veita 80-90% þeirra vörn gagnvart því að geta mögulega veikst alvarlega eða látist. Með öðrum orðum er búið að hafa uppi þær varnir sem tiltækar eru.

Um 3% þeirra sem smitast og eru óvarðir leggjast á spítala. Um 0,3% þeirra látast. Þetta merkir að af þeim 250.000 manns sem fengið hafa bólusetningu gætu 750-1.500 lagst á spítala. 75-150 gætu látist. Þetta er auðvitað að því gefnu að hver einasti einstaklingur sem bóluefnin verja ekki smitist af veirunni. Slíkt er vitanlega ekki raunhæft heldur fræðilega versta útkoma. Augljóst er í ljósi þess að innlagnir á LSH eru um 25.000 á hverju ári að algerlega er útilokað að þetta leiði til neins ofurálags á heilbrigðiskerfið.

Niðurstaðan, miðað við hina fræðilegu alverstu sviðsmynd er því sú að fyrrnefndur fjöldi veikist og deyr. Eina spurningin er á hversu löngum tíma það gerist.

Af þessu er hverjum manni sem er fær um rökhugsun af einfaldasta toga ljóst að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í því skyni að hægja á útbreiðslu, og þær aðgerðir sem nú má vænta til viðbótar, breyta nákvæmlega engu um fjölda þeirra sem veikjast og deyja. Þær geta einungis frestað hinu óumflýjanlega um skamman tíma. Áður var bólusetningin ljósið við enda ganganna. Nú er ekkert ljós við enda ganganna.

En þessi staðreynd breytir hins vegar engu um afstöðu hinna ofsahræddu og hún breytir engu um sjúklegan málflutning og stefnu yfirvalda. Mótsögnin er orðin svo djúp að kannski er kominn tími til að vona að sálsýkin hafi nú náð hámarki sínu.

------------

Og er ekki punkturinn yfir i-ið þegar það er skyndilega orðin stórfrétt að ÓBÓLUSETTUR einstaklingur veikist af kórónaveirunni - þ.e. að það sé ekki lengur fréttnæmt að þeir sem hlotið hafa vernd veikist, heldur hinir, sem ekki hafa hlotið vernd?

 

 


mbl.is Óbólusettur einstaklingur á leið í innlögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fréttin lyktar langar leiðir af því að vera sett fram svo hægt sé að vísa til hennar og segja "sko sjáiði, þetta kemur fyrir ykkur ef þið takið ekki bóluefni".

Alveg án tillits til þess að langflestir sem hafa verið að veikjast í þessari bylgju eru bólusettir og sá óbólusetti sem veiktist fékk smitið frá óbólusettum.

Sóttvarnaryfirlit gleymdu nefninlega að taka mannlega hegðunarþáttinn með í reikninginn þegar þau lofuðu fólki að allt yrði í lagi eftir að þau tækju bóluefnin.

Þess vegna þarf harðar takmarkanir á hin bólusettu strax, því það eru þau sem flytja veiruna inn í landið og ganga um smitandi blásaklaust fólk.

Þetta er allt að snúast upp í andhverfu sína.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.7.2021 kl. 20:41

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, auðvitað! Þetta er vitanlega tilgangurinn hjá Morgunblaðinu. Virkar bara svo fáránlegt að það þyki orðið alveg sjálfsagt að bólusettir "hrynji niður" úr pestinni fyrst þeir áttu einmitt að vera varðir fyrir henni.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.7.2021 kl. 20:47

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"sá óbólusetti sem veiktist fékk smitið frá bólusettum" - átti að standa þarna, biðst velvirðingar á innsláttarvillunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.7.2021 kl. 21:02

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Vandamálið er hversu m0rgum í samfélaginu er kippt úr leik vegna sóttvanaaðgerða, og neyðarástand heilbrigðiskerfisins stafar fyrst og fremst af því hversu margir af þeim sem ekki hafa verið teknir úr umferð vegna sóttvarna eru orðnir uppteknir við skimanir svo hægt sé að koma fleirum í sóttkví. Sálsíkin er á sjálfstýringu.

Magnús Sigurðsson, 22.7.2021 kl. 21:29

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Þorsteinn

þessi setning þín í lokaorðum rammar inn stöðuna

"En þessi staðreynd breytir hins vegar engu um afstöðu hinna ofsahræddu og hún breytir engu um sjúklegan málflutning og stefnu yfirvalda. Mótsögnin er orðin svo djúp að kannski er kominn tími til að vona að sálsýkin hafi nú náð hámarki sínu."

EG feitletraði 

Eggert Guðmundsson, 22.7.2021 kl. 21:32

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hinir bólusettu drífa pestina, sammála því Guðmundur.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.7.2021 kl. 21:41

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Athygliverður vítahringur sem þú bendir hér á Magnús. Og miðað við skráningar í atvikagrunn Lyfjastofnunar má búast við að álagið á sjúkraflutninga og spítala sé að talsverðu marki einmitt af því að fólk er að veikjast vegna bólusetninga. 

Þorsteinn Siglaugsson, 22.7.2021 kl. 21:42

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk Eggert. Hvað heldur þú? Erum við að ná hámarkinu eða á þetta eftir að magnast enn frekar?

Þorsteinn Siglaugsson, 22.7.2021 kl. 21:43

9 identicon

Er ekki stærðfræðin hjá þér vitlaus? Eða er það bara ég?
3 % af 250 þúsund er 7500 og 0,3 % er 750. 

Í ljósi þessarar (klaufa?)villu hjá þér, ertu þá jafn viss um að þú vitir betur heldur en sóttvarnarlæknir og heilbrigðisráðherra? Ég er ekkert endilega viss um að maður tæki betri ákvarðanir, verandi í þessum sporum.

Að þessu öllu sögðu, þá er ég sammála þér að fréttamiðlar mættu alveg draga úr þessum endalausu hræðsluáróðri. Fer illa með sálinu hjá mörgum. Frekar að njóta sumarsins, skilst það sé fyrir norðan.

Jóhann Ólafur (IP-tala skráð) 22.7.2021 kl. 22:05

10 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Þorsteinn

Í mínum huga hefur þessi "faraldur" ekki verið hérna á Íslandi, né í Evrópu. Þegar skoðaðar eru tölur smitaðra á móti fjölda í viðkomandi ríkjum þá sýna þær tölur að það sé einungis smá brot þjóðar smitist. Hér á Islandi er það innan við 2% sem hafa smitast og 95% þeirra hafa náð bata.  Sömu hlutföll má finna í mörgum öðrum ríkjum og jafnvel minni.

Það hefur ekki verið neinn "faraldur" nema í fréttamiðlum heimsins- dauðsföll hinna ýmussu ríkja hafa ekki farið neitt upp á við á þessum 2 árum umfram normal.

Að mínu mati þá lýkur af þessum meinta faraldi um leið og fréttamiðlar uppgötva að þeir voru hafðir að fíflum.

Eggert Guðmundsson, 22.7.2021 kl. 22:48

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvað áttu við Jóhann Ólafur?

Af 250.000 bólusettum eru 25.000 óvarðir en 225.000 eru varðir fyrir veikindum. Þeir sem eru varðir veikjast ekki. 3% af 25.000 eru 750.

Og, já, þegar litið er til fáránlegs hræðsluáróðurs sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra, sem gengur þvert gegn alkunnum staðreyndum, þá get ég svo sannarlega staðhæft með fullri vissu að ég viti betur en þetta sorglega fólk.

Um hitt erum við sammála.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.7.2021 kl. 23:56

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Einmitt Eggert. Það er ekki stór hluti sem smitast. Tölurnar tala sínu máli.

Og aðgerðirnar gegn "faraldrinum" virðast alveg gagnslausar. Það sýna allar tölur glöggt. Við erum að fást við ímyndað vandamál, og við beitum ímynduðum lausnum.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.7.2021 kl. 23:59

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sælir drengir Í fréttum hér segir frá Singapore um ákvörðun yfirvalda að fara að  meðhöndla Covid #19 eins og venjulega árlega umgangspest. 

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2021 kl. 00:02

14 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Sálsýkin er algerlega að taka yfir. Sorglegt hvernig fjölmiðlar hafa misst skynsemina og lepja upp vitleysuna. Líklega er sálsýkin verst í fjölmiðlum og gefa öðrum sálsjúkum of mikið pláss.

Rúnar Már Bragason, 23.7.2021 kl. 10:09

15 identicon

Sæll Þorsteinn,

Skil hvaða reikningsforsendur þú notar núna, takk en átta mig reyndar ekki á hvaða alkunnu staðreyndir þú ert að vísa til, vonandi eru embættismenn okkar þjóðar nógu vel lesnir. Þú tekur síðan svona til orða:

,,Og, já, þegar litið er til fáránlegs hræðsluáróðurs sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra, sem gengur þvert gegn alkunnum staðreyndum, þá get ég svo sannarlega staðhæft með fullri vissu að ég viti betur en þetta sorglega fólk"

Eiga athugasemdir ekki að vera kurteisar? Það hefur mikið mætt á Svandísi og Þórólf seinastliðið rúma ár og það að kalla þau svona illum nöfnum þegar þau eru ekki viðstödd finnst mér ómaklegt. 

Vonandi að þetta lukkist allt,

Jóhann

Jóhann Ólafur (IP-tala skráð) 23.7.2021 kl. 14:28

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er af nógu að taka, Jóhann, þegar kemur að innihaldslausum hræðsluáróðri og lygum þessa fólks. Staðhæfingar um að vernd viðkvæmra hópa sé jafngild því að láta pestina ganga óhindrað yfir, staðhæfingar um að grímunotkun skipti máli, þegar vitað er að hún gerir það ekki, yfirlýsingar um að heilbrigðiskerfið fari á hliðina vegna smita meðal bólusettra, og þar fram eftir götunum. Að ekki sé minnst á fullyrðingar um að dánartíðni sé margföld á við það sem hún raunverulega er, að bóluefni valdi engum neinum skaða þvert á það sem fram er komið. Það er hægt að halda endalaust áfram.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.7.2021 kl. 16:04

17 Smámynd: Hörður Þórðarson

Góð færsla, Þorsteinn. Eina aðgerðin sem einhvern tilgang hefur er bólusetning.

Hörður Þórðarson, 23.7.2021 kl. 20:37

18 Smámynd: Geir Ágústsson

Jóhann Ólafur, og aðrir.

Í Danmörku er líka veira í gangi, og smitin á uppleið (að meðaltali fleiri en á Íslandi m.v. höfðatölu), en samt er slakað smátt og smátt á aðgerðum, samkvæmt áætlun sem tekur til greina bólusetningarhlutfall almennings. Læknar segja að það sé í lagi. Jú, mörg smit, en ekkert að gerast á spítölum. Búið að bólusetja viðkvæma og ný smit aðallega hjá ungu fólki. Slakið áfram á aðgerðum, við vöktum sjúkrahúsin og látum vita. 

Á Íslandi virðist ekki mega nefna slíkt án aðkasts. Á Íslandi er bara einn læknir sem má tjá sig - sóttvarnarlæknir sem hefur það eina hlutverk að takmarka smit. En ekki landlæknir sem á að sjá um lýðheilsu, svokallaða, þ.e. almenna vellíðan fólks, andlega og líkmamlega.

Ef Mussolini hefði verið uppi í dag og á Íslandi væri hann búinn að hræða 90% landsmanna inn í fasistaflokk sinn: Við eða þeir. Ríkið eða óreiða. 

Geir Ágústsson, 23.7.2021 kl. 23:31

19 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Einhvern tíma var þess gætt að ráða alvöru fólk í landlæknisembættið. Það er ekki lengur þannig.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.7.2021 kl. 23:51

20 identicon

May be a cartoon of text that says 'All drugs are

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.7.2021 kl. 14:06

21 identicon

Sælir,

Danir eru einmitt að opna samfélagið í skrefum, kannski hefði mátt gera svipað hér, til dæmis með varfærnari opnun landsins út á við. 

Annars eru þetta afskapalega leiðinlegar aðgerðir.
Það var auðvitað viðbúið að veiran myndi eitthvað dreifast hér innanlands eftir bólusetningar og sömuleiðis að samhliða svotil hömlulausum ferðamannastraumi og sumarviðburðum fram á nótt myndi smitum fjölga. Ég átta mig ekki alveg á forsendum ákvarðanatöku hvers dags en maður er voða hræddur um að sumar ákvarðanir séu teknar af ofsahræðslu en aðrar drifnar áfram af gróðravon vel tengdra hótelrekenda.

Heilbrigðisráðherra rökstuddi þessar aðgerðir sem varúðarráðstafanir á meðan áhrif bólusetninganna á skaðsemi veirunnar kæmu betur í ljós, svo vonandi leysast hlutirnir bara.

Jóhann

Jóhann Ólafur (IP-tala skráð) 24.7.2021 kl. 17:20

22 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vilji menn útrýma veirunni er eina leiðin sú að loka landinu algerlega og einangra alla sem sýkjast þar til henni hefur verið útrýmt. Halda svo landinu lokuðu um ókomna tíð. Um leið myndi takast að útrýma atvinnu stórs hluta þjóðarinnar og koma landinu á vonarvöl. Hin leiðin er að sætta sig við að enn ein dánarorsökin er komin til að vera, að fáeinir tugir fólks muni deyja úr kóvít þar til hjarðónæmi hefur verið náð.

Hvor leiðin er betri? Það fer eftir því hvort fólk hefur enn einhverja skynsemi til að bera eða ekki.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.7.2021 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 287740

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband