21.3.2021 | 17:21
Hvers vegna voru allar viðvaranir hunsaðar?
Strax síðastliðið vor spáðu Sameinuðu þjóðirnar fyrir um þær afleiðingar sem lokanir og ferðabönn myndu hafa. Fólki undir hungurmörkum myndi fjölga um helming.
Fyrir lá að árið 2019 létust níu milljón manns úr hungri. Af þessu tvennu mátti ráða að búast mætti við að fjórar og hálf milljón bættist í þennan hóp árlega meðan sálsýkin stæði yfir.
Á þetta var ekki hlustað.
Aðrir vöruðu við heilsufarslegum afleiðingum fjöldaatvinnuleysisins sem leiðir af aðgerðunum. Bent var á að reikna megi með 10-30 ótímabærum dauðsföllum fyrir hvert eitt þúsund sem verður atvinnuleysi að bráð.
Á þetta var ekki hlustað.
Ennfremur var bent á þær geigvænlegu afleiðingar sem lokanir skóla og bönn við tómstundastarfi barna og ungmenna myndu hafa, geðræn áhrif á stóran hluta almennings, og sjálfsvígin og heilsufarsvandamálin sem þessu fylgdu.
Á þetta var ekki hlustað.
Áfram hefur verið haldið með einhverja hættulegustu og afdrifaríkustu tilraun til að stemma stigu við útbreiðslu pestar sem nokkurn tíma hefur verið ráðist í. Ítrekað var varað við því að í lýðræðissamfélögum kæmu slíkar aðgerðir að litlu sem engu gagni.
Á þetta var ekki hlustað. En nú, ári síðar, sjáum við glöggt að aðgerðirnar hafa ekki aðeins hrundið hundruðum milljóna í eymd, fátækt og dauða, heldur hafa þær ekki einu sinni komið að neinu gagni við að tefja fyrir útbreiðslu pestarinnar. Þetta sést glöggt til dæmis þegar þróun sóttarinnar í Svíþjóð er borin saman við önnur Evrópulönd, þegar þróunin í Norður- og Suður-Dakóta í Bandaríkjunum er borin saman, og þegar þróunin á Flórída og í Kaliforníu er borin saman.
En jafnvel þótt allt það sem þeir sem höfðu hugsun á að líta á heildarmynd hlutanna sé komið á daginn er enn ekki hlustað. Áfram er haldið að berja höfðinu við steininn. Því linnir ekki fyrr en fjöldasálsýkinni linnir. En hvenær linnir henni?
Ég á ekki pening fyrir mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.