Hvert er samhengið?

Örfá smit greinast. Enginn hefur látist úr veirunni síðan á annan tug aldraðra á Landakoti dó vegna slóðaháttar og þrákelkni gagnvart beitingu hnitmiðaðra aðgerða. En áfram skal haldið að þrengja að almenningi með alls kyns kjánalegum hindrunum, boðum og bönnum. Og áfram skal haldið að meina fólki að vinna fyrir sér.

Atvinnuleysi hér í desember var 10,6%. Á sama tíma ári fyrr var það 4,4%. Með öðrum orðum ganga nú 7.500 manns atvinnulaus vegna aðgerða gegn veirunni. Samkvæmt ágætri greiningu National Bureau of Economic Research í Bandaríkjunum má gera ráð fyrir að á næstu 15 árum verði 20 dauðsföll á hverja þúsund sem misst hafa vinnuna. Ef við setjum þetta í samhengi við Ísland þýðir þetta 150 dauðsföll. Aðeins vegna atvinnuleysis, svo er allt hitt.

Eða er þetta kannski bara "vegna veirunnar" eins og stundum er haldið fram?

Í Svíþjóð fór atvinnuleysi úr 7% í 9,2% á sama tíma. Hver er munurinn? Í Svíþjóð var látið eiga sig að drepa samfélagið í dróma. Atvinnuleysi þar jókst um 23%. Hér var öllu skellt í lás. Atvinnuleysi jókst um 140%.

Það eru aðgerðirnar sem eru sökudólgurinn. Ekki veiran.


mbl.is Fólk villi vísvitandi um fyrir stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú lætur ekki deigan síga Þorsteinn og átt heiður skilinn fyrir það.

Það er spurning hvort það komi ekki að því að þeir sem blésu til þessa ófagnaðar verði sóttir til saka?

, , , og er í raun stórmerkilegt að ekki skuli hafa komið til þess ennþá.

Það má segja sem svo að á meðan fólkið sem þessar yfirdrifnu aðgerðir bitna á hefur ekki rænu á að verja sig sjálft þá eigi það lítið annað skilið.

En ef fer fram sem horfir, að það eigi að gera milljarða heilbrigðra manna að tilraunadýrum fyrir lyfjaiðnaðinn, þá hlýtur að sjóða upp úr fyrir rest.

Magnús Sigurðsson, 8.2.2021 kl. 15:02

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þakka þér Magnús. Og þú átt nú sjálfur ekki síður skilið heiður. Sækja til saka? Það er spurning. Því vandinn er nú sá að aðgerðirnar eru mikið til drifnar áfram af almenningi sjálfum, þar með talið þeim sem þær bitna mest á.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.2.2021 kl. 17:08

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

" , , , aðgerðirnar eru mikið til drifnar áfram af almenningi sjálfum, þar með talið þeim sem þær bitna mest á." 

Það er nú akkúrat málið, þess vegna eiga þeir sem ekki hafa rænu á að verja sig lítið annað skilið.

En, -valdhafar hafa áður lýst yfir stríði í heiminum á röngum forsemdum, fyrir slæmum málstað og glapið almenning til fylgis.

Og nú er alltaf að koma betur í ljós að forsenur stríðins eiga lítið skylt við drepsótt, og betur og betur að koma í ljós, það sem margir bentu á í upphafi, -að lyfjaiðnaðurinn ætlaði sér góða uppskeru,

, , , og þá skeður hið undarlega að málsmetandi fólk í heilbrigðisiðnaðinum og valdhafar bjóða heilu þjóðirnar sem tilraunadýr.

Einni vitleysunni er bætt aftan við aðra, enda ekki hægt fyrir þetta fólk að segja "sorry" eftir að hafa básúnað bölmóðinn í beinni í næstum ár.

Magnús Sigurðsson, 8.2.2021 kl. 18:10

4 Smámynd: Bjarni Jónsson

Þessar furðulegu takmarkanir og frelsisskerðingar innanlands, eftir að færri en 7 smit greinast á viku, eru alveg út í hött, og sýna, að vandræði fórnardýranna eru vegin og léttvæg fundin af sóttvarnaryfirvöldum.  Því miður hefur heilbrigðisráðherra ekkert betra til málanna að leggja en sóttvarnalæknir.  Þessi litla tilslökun núna er fáránleg.  Það er tilefni nú til að hætta þessum opinberu frelsisskerðingum alfarið, en brýna persónubundnar sóttvarnir fyrir fólki.  Tölur þínar frá "The National Bureau of Economic Reserch" eru næg rök fyrir afnámi stórskaðlegra og kjánalegra opinberra boða og banna á sóttvarnasviði. 

Bjarni Jónsson, 8.2.2021 kl. 21:03

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér finnst að við séum hugsanlega að upplifa það sem á þýsku kallast Ausnahmezustand, e. state of exception, þar sem stjórnvöld afnema í raun lög og réttindi borgaranna og réttlæta með einhvers konar neyðarástandi. Hugtakið kemur fyrst fram hjá Karl Schmitt um 1920 og ítalski heimspekingurinn og lögspekingurinn Giorgio Agamben fjallar ítarlega um þetta í verkum sínum, sér í lagi í Lo Stato di Eccessione (State of exception). Þekktasta dæmið er líklega eftirköstin eftir bruna þinghússins í Berlín 1933.

Agamben talar um að í raun sé möguleikinn á þessu innbyggður í lýðræðið sjálft. Og það merkilega er hversu máttlausar stjórnarskrár lýðræðisríkja virðast vera gagnvart þessu. Eina vestræna ríkið sem virðist hafa nægilega sterka stjórnarskrá er Svíþjóð. Vís maður sagði mér um daginn að ástæðan fyrir því sé sú að í kjölfar frönsku byltingarinnar hafi sænski aðallinn, en tengsl milli hans og þess franska voru mjög sterk, óttast mjög atburði af slíkum toga og því hafi verið gengið hreint til verks við að gulltryggja í stjórnarskránni að slíkt gæti ekki hent.

Ég hvet ykkur til að lesa State of Exception eftir Agamben. Þetta er stutt bók og fáanleg í ágætri enskri þýðingu á Amazon.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.2.2021 kl. 00:08

6 identicon

Ég efast um að Svíar séu sammála og sáttir við aðgerðir stjórnvalda sinna í upphafi faraldursins. Þeir eru núna búnir að herða takmarkanir til muna til að sporna við veirunni.

Trausti Geir Jónasson (IP-tala skráð) 13.2.2021 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband