Raunveruleg drepsótt

Ég var spurður að því um daginn hver skilgreiningin á drepsótt væri. Varð fátt um svör en taldi að sóttin þyrfti í það minnsta að ná að drepa 1% þeirra sem fengju hana.

Ebóla drepur 66% þeirra sem smitast. Það er raunveruleg drepsótt.

En það er enginn að vinna myrkranna á milli að því að finna bóluefni gegn ebólu. Enda eru það bara dökkir útlendingar í heitu löndunum sem deyja úr henni. Og fátækir í þokkabót.

Svo kemur sótt sem drepur 0,1% þeirra sem fá hana, að því gefnu að ekkert sé gert til að verja þá sem eru í raun og veru í hættu.

Og þá er trilljónum eytt í að finna bóluefni - ekki verja þá sem eru í hættu. Og líf hundruða milljóna fólks lagt í rúst í leiðinni.

Ég ætla að leyfa mér að kalla þá sem styðja þetta siðleysingja - jafnvel siðblindingja!


mbl.is Ebóla greinist á ný í Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Einfalt.  Þetta er ekki spurning um neinar prósentur.

Ef plágan drepur einhverja sem eru ekki veikir fyrir, þá er það drepsótt.

Semsagt: kína-kvefið er ekki drepsótt.

Ebóla er drepsótt, Alnæmi, Malaría, Kólera... drepsóttir.  Berklar, bólusótt, hermannaveiki, osfrv.  Þú þerft ekki að vera 70+ og með asma til að eiga á hættu að deyja.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.2.2021 kl. 20:44

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er nú kannski svolítið lágur þröskuldur að það nægi að pestin drepi einhvern sem ekki hefði drepist úr öðru. Þá væri allt eiginlega drepsótt. Mér finnst ekkert fjarri lagi að miða við lágmarkið 1%, eða kannski hærra. 5% örugglega drepsótt.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.2.2021 kl. 22:41

3 identicon

Sæll Nafni, 

Þessi bóluefni gegn covid er hin nýja farsótt, 

 May be an image of text that says '501 Deaths 10,748 Other Injuries Reported Following COVID Vaccine Latest CDC (Center for Disease Continuation) Data Show ALEXLY STEBL OWSKY VACCINE COVID-19 Remember! Less Than 1% of Vaccine Injuries Reported in the Government National Vaccine Adverse Event Reporting System'

Svo skaltu bara fylgjast með á:  https://www.openvaers.com/covid-data

Kv. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.2.2021 kl. 23:09

4 identicon

VAERS Data 1/29/21

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.2.2021 kl. 23:21

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk fyrir þetta, Þorsteinn.

Hörður Þórðarson, 8.2.2021 kl. 00:15

6 Smámynd: Bjarni Jónsson

 Ég heyrði hjá kunnáttumanni á þessu sviði fyrir ári eða svo, að í síðasta stóra ebólufaraldrinum hefðu 40 % sýktra látizt utan sjúkrahúsa og 60 % sýktra af ebólu á sjúkrahúsum hefði látizt.  Sjúkdómseinkenni eru innri blæðingar, svo að þetta er svakalegur sjúkdómur.  Það segir mikla sögu, ef lyfjaiðnaðurinn hefur ekki þróað bóluefni gegn ebólu.  Ég hugsa, að það sé tilbúið með þessari mRNA-genatækni, en það vantar kaupkraft, enn sem komið er. 

Bjarni Jónsson, 8.2.2021 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband