Já, er það?

Staðreyndin er sú að í þessum faraldri hefur maður gengið undir manns hönd að hindra opna umræðu, þagga niður í vísindamönnum sem gagnrýna opinberar aðgerðir, grundvalla afdrifaríkar ákvarðanir á getgátum og þvert á staðreyndir og gögn, og dæla viðstöðulaust út hræðsluáróðri og oft hreinum ósannindum.

Það er merkilegt að hér sé hið margfræga þríeyki nefnt sem dæmi um aðila sem standi með vísindunum, því það fólk hefur trekk í trekk orðið uppvíst að því að ljúga og magna upp tilefnislausan hræðsluáróður með daglegum áróðursfundum sínum, í greinaskrifum og viðtölum.

Alger afneitun gagnvart neikvæðum afleiðingum fordæmalausra aðgerða stjórnvalda einkennir 90% fræðasamfélagsins líkt og sjá má á skrifum ýmissa einstaklinga sem starfa við Háskólann.

Það sem á undir högg að sækja eru ekki hin þröngu fræðasvið heldur rökleg og heildræn hugsun, skilningur á samhengi orsaka og afleiðinga, og ekki síst siðferðileg ábyrgð.

Ábyrgðin er að stórum hluta hjá einstaklingum eins og Jóni Atla Benediktssyni sem virðast álíta það hlutverk vísindamanna fyrst og fremst að bergmála og reyna að styðja við vanhugsaðar og skaðlegar ákvarðanir stjórnmálamanna.


mbl.is Áhyggjuefni hve andskynsemi er útbreidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Gott. 

Egilsstaðir, 28,01.2021   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 28.1.2021 kl. 00:51

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Tek undir með Jónasi.

Allt veit eg, Óðinn,

hvar þú auga falt,

í þeim hinum mæra Mímis brunni;

drekkur mjöð Mímir

morgun hverjan

af veði Valföðurs.

Vituð þér enn eða hvað?

Magnús Sigurðsson, 28.1.2021 kl. 06:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 287312

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband