3.1.2021 | 18:48
Málefnaleg ákvörðun kirkjunnar
Sú ákvörðun kirkjunnar að hleypa inn í kirkjuna fjölda sem er hæfilegur til að hægt sé að gæta að fjarlægðarmörkum er ósköp einfaldlega málefnaleg og í samræmi við grunnkröfuna um tveggja metra fjarlægðarmörk. Aukareglur sem styðjast ekki við málefnaleg sjónarmið og eru því óþarflega íþyngjandi er auðvitað fullkomlega eðlilegt að virða að vettugi. Slíkar reglur endurspegla einfaldlega valdníðslu. Ég vona að kirkjan standi fast á sínu í þessu máli. Hún mun vafalaust hafa betur í réttarsal.
Leiðinlegt þegar fólk spilar ekki með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þá "andi Guðs" yfir "vínanda" Ásmundarsalar hafinn?!!
Sigurður I B Guðmundsson, 3.1.2021 kl. 19:12
Auðvitað er andi Guðs hafinn yfir vini Bjarnaben! Þó það nú væri!
Þorsteinn Siglaugsson, 3.1.2021 kl. 20:13
Er það málefnalegt að virða reglur að vettugi, bara vegna þess að manni finnst þær ekki eiga við um sig? Eða er það af því að kirkjan sé hafin yfir lög og reglur samfélagsins?
Á ekki jafnt yfir alla að ganga? Er það ekki ein af grundvallarhugmyndum svokallaðs réttarríkis?
Guðmundur Ásgeirsson, 3.1.2021 kl. 22:48
Reglur verða að vera málefnalegar. Réttarríki snýst ekki um að valdamenn geti sett reglur að geðþótta, þær verða að grundvallast á málefnalegum sjónarmiðum. Ef þær gera það ekki kallast slíkt valdníðsla og þegnarnir hafa fullan rétt til að óhlýðnast slíku. Grundvöllur reglnanna eru sjónarmið um fjarlægðarmörk. Reglur sem ganga lengra en slík sjónarmið krefjast eru ómálefnalegar og að engu hafandi.
Þorsteinn Siglaugsson, 3.1.2021 kl. 23:17
Sá sem telur reglurnar vera ómálefnalegar hlýtur þá að þurfa að láta reyna á þær eftir þeim löglegu leiðum sem bjóðast til þess. Mér þætti áhugavert að fylgjast með því. Ekki síst hvað varðar grímuskylduna, sem á sér enga stoð í sóttvarnalögum. Einföld textaleit leiðir í ljós að í þeim lögum koma orðin "gríma" eða "grímuskylda" hvergi fyrir.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.1.2021 kl. 23:23
Hvað með líkamsræktunarstöðvar? Á þá ekki að leyfa aðgang að þeim með skilyrðum?
Sigurður I B Guðmundsson, 4.1.2021 kl. 00:08
Auðvitað eiga líkamsræktarstöðvar að vera opnar. Og ég held að það sé alveg rétt að grímuskylda á sér enga stoð í lögum.
Þorsteinn Siglaugsson, 4.1.2021 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.