Ekki vel valin dæmi

Samsæriskenningar um Covid snúast um aðra hluti en hvort grímunotkun geri gagn og hvort einkennalausir smiti aðra.

Hvað grímunotkunina varðar þá eru einfaldlega ekki til neinar rannsóknir sem sýna að grímuskylda fækki smitum. Punktur. En vitanlega er til fullt af rannsóknum sem sýna gildi þess að grímur séu notaðar, t.d. á skurðstofum. En það er einfaldlega bara allt annar handleggur.

Og varðandi smit einkennalausra er það atriði sem enn er til rannsóknar. Nýleg rannsókn í Wuhan bendir til að slíkt smit sé afar fátítt.

Ég hef ekki hugmynd um hvaða menntun þessi Auður Ingólfsdóttir hefur, en mér segir svo hugur að hún sé ekki sérfræðingur í sóttvörnum eða í læknisfræði. Hver sem er getur fundið hvað sem er á netinu til að styðja við skoðanir sínar, en ef menntunina á viðkomandi sviði skortir, og maður hefur engan með slíka menntun til að leiðbeina sér, þá verða niðurstöðurnar gjarna frekar marklausar. Sér í lagi ef maður hefur ekki þjálfun í gagnrýninni hugsun.

Það sýnist mér því miður eiga við í þessu tilfelli.


mbl.is Segir samsæriskenningar ekki mega grassera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Við erum svo sem ekki sammála um allt, sem er eðlilegt, en þegar Vilhjálmur Árnason í Silfrinu vill skilyrða skyldubólusetningu við að ef fólk þiggi ekki bólusetningu fái það ekki að ferðast á milli landa eða njóta mannréttinda eins kveður á í stjórnarskrá finnst mér eitthvað undarlegt á ferðinni. Þetta sem hann vill að verði gert er beint upp úr hræðsluáróðri á netinu, eitthvað sem gæti gerzt ef einhver New Order mafía fengi að ráða. 

Það er eitthvað í gangi á bakvið tjöldin, og það nær hátt upp. 

Nei, ég efast um að mörg stjórnvöld vilji skylda fólk í bólusetningu, skilyrta skyldu eða ekki, vonandi ekki nema örfá, því slíkt er auðvitað fasismi eins og allir vita sem þekkja lýðræðið. Ég held hreinlega að prófessor Vilhjálmur hafi eitthvað ruglazt í þessu viðtali í ríminu. Það getur ekki verið að honum finnst þetta eðlilegt, að taka réttindi af fólki fyrir sprautu við einhverju sem er ekki hættulegt nema ákveðnum hópum. Annað hvort er fólk frjálst eða ekki og fær að ráða þessu sjálft.

Ingólfur Sigurðsson, 6.12.2020 kl. 22:48

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Hef þegar skoraða ´Vilhjálm að vera fyrstur í röðinni.

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 6.12.2020 kl. 23:20

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hlakka til að ræða þetta við Vilhjálm á fimmtudaginn á málfundi með honum og Alberto Giubilini á vegum hópsins "Út úr kófinu".

Þorsteinn Siglaugsson, 7.12.2020 kl. 00:13

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hér kemur fersk samsæriskenning: Nútímamenning er hrunin. ;)

Guðjón E. Hreinberg, 7.12.2020 kl. 03:15

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Svona setningar eins og "Nútímamenningin er hrunin" fá mann til að trúa því að hér á blogginu séu menn sem geti unnið meira gagn en þessir sem fá himinhá laun fyrir sérhæfð verkefni. Setningin er ótrúlega sönn, en hvað er til ráða? Já, ég held að heimspekingar séu enn til, en á þá er ekki hlustað sem skyldi. Það er verst að þeir sem standa inní kommamafíunni sjá ekki vandamálin. Mjög góðar athugasemdir hér, félagar.

Ingólfur Sigurðsson, 7.12.2020 kl. 11:27

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Grímu"skyldan" er hættuleg því eftir að hún var sett á hefur fólk í verslanamiðstöðvum og á öðrum fjölförnum stöðum slakað mjög á fjarlægðarmörkum í fölsku skjóli grímunnar.

Ég set "skyldu" innan gæsalappa því fyrir grímuskyldunni er engin lagastoð í sóttvarnalögum og því er í raun engin grímuskylda fyrir hendi með neinum löglegum hætti.

Svo verður óhjákvæmilega að setja spurningu við að skammtað séu 10 í einu inn í verslanir í verslanamiðstöðvum á meðan hundruð standa í biðröðum fram á gangi eða reyna þar að þræða tvo metra fram hjá öllum biðröðunum til að komast leiðar sinnar. Eru gangarnir í Kringlunni eða Smáralind ekki "rými" sem hámark 10 mega koma saman í samkvæmt reglunum?

Svo það nýjasta: Af upplýsingum í dag mátti skilja að nú væri markmið bólusetninga orðið hjarðónæmi. Sóttvarnayfirvöld hafa allan tímann afneitað hjarðónæmi sem markmiði og sagst leggja áherslu á að vernda viðkvæma hópa. Hvert er þá markmiðið? Að vernda viðkvæma hópa eða ná upp hjarðónæmi? Allt samræmi í þessu er því miður löngu farið út í skurð.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2020 kl. 21:27

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, þetta er alveg óskaplega kjánalegt fyrirkomulag í og fyrir utan verslanir. Kom inn í Kringluna á laugardaginn og þar var ekki þverfótað fyrir fólki, og engin tveggja metra regla í gildi, en raðir fyrir utan verslanirnar. Hefði kannski verið skynsamlegra að hafa einhverja reynda kaupmenn, eða kannski bara einn eða tvo skynsama lífsreynda menn, til dæmis verkamenn eða smiði, með í ráðum.

Ég sé þetta þannig að svo lengi sem ekki er til bóluefni geti hjarðónæmi verið skásta leiðin til að verja viðkvæma hópa til lengri tíma. En þegar bóluefni er komið fram sé ég ekki að nokkur einasta þörf sé á hjarðónæmi. Bresk yfirvöld létu hafa eftir sér í dag að með bóluefninu megi koma í veg fyrir 99% þeirra dauðsfalla sem annars yrðu, og þá er björninn í rauninni unninn.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.12.2020 kl. 23:28

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samt er bóluefnið allt í einu núna orðið verkfæri til að ná alveg nýju markmið sem er núna allt í einu að ná hjarðónæmi, sen hefur hingað til alltaf verið afneitað sem markmiði.

Bólusetningin verður gjaldfrjáls (fyrir utan fórnarkostnað vegna hugsanlegra aukaverkana sem hvorki er talað um né vitað um), stjórnvöld ætla með lögum að setja ríkisábyrgð á hugsanlega skaðabótaskyldu framleiðenda bóluefna vegna mögulegra aukaverkana og hvetja á sama tíma alla sem vettlingi geta valdið að láta sprauta sig með sulli sem framleiðandinn ábyrgist ekki.

Allt á kostnað skattgreiðenda alveg sama hverjar afleiðingarnar verða. Jafnvel er talað um að taka upp mismunun á grundvelli bólusetningar í andstöðu við stjórnarskrá.

Þetta eru ekki bara einhver "rauð flögg", heldur blóðrauð fánaborg!

Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2020 kl. 23:45

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er að verða frekar óhugnanlegt. Sérstaklega þessar hugmyndir um að taka "universal" burt úr "universal human rights". En þar er væntanlega horft til fyrirmyndarinnar, Kína, eins og þegar lokanirnar byrjuðu. Þar fara réttindi fólks eftir hlýðni þess við stjórnvöld.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.12.2020 kl. 00:26

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hersveitir gengu um hverfi í Wuhan með logsuðutæki til að loka grindum fyrir dyrum íbúðarhúsa. Það þótti kannski eðlilegt í því landi en íbúarnir voru samt ekki alveg sáttir.

Ég er ekki tala út frá kringumstæðum í löndum með gjörólíka menningu og forsendur, heldur er það áhyggjuefni að svo frjálslega sé farið með hluti í "vestrænum lýðræðisríkjum".

Guðmundur Ásgeirsson, 8.12.2020 kl. 00:33

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Spáðu í eitt: Nú segja kaupmenn í fréttum að jólavertíðinni hafi verið bjargað. Það er heilbrigðisráðherra sem bjargaði jólavertíðinni með því að hætta að banna kaupmönnum að hleypa viðskiptavinum inn í verslanirnar, eða í það minnsta banna þeim það minna.

Kaupmenn eru þakklátir. Er það eðlilegt "vestrænt lýðræðisríki" þar sem fólk er yfirvöldum þakklátt fyrir að geta stundað sín daglegu störf (nokkurn veginn) í friði fyrir þeim?

Erum við ekki einfaldlega komin langt burt frá hugmyndinni um frelsi og lýðræði, en stefnum hraðbyri í átt til Wuhan, þar sem réttindi okkar ráðast af því hversu hlýðin við erum?

Þorsteinn Siglaugsson, 8.12.2020 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband