18.11.2020 | 22:13
Út úr kófinu!
Tilraunir til að takast á við og ráða niðurlögum kórónaveirufaraldursins á Íslandi hafa þegar skapað ástand sem valdið getur ómældu tjóni á lífi, heilsu og afkomu fólks og gæti varað árum saman. Yngri kynslóðir, tekjulágir og jaðarsettir hópar samfélagsins verða verst úti. Umræður um ástandið og afleiðingar þess hafa mætt mikilli andstöðu og vangaveltur um skynsamlegar, skaðaminni og árangursríkari leiðir til að mæta ástandinu hafa verið kveðnar niður. Þessu á enginn að venjast í opnu lýðræðisríki þessi umræða verður að fara fram fyrir opnum tjöldum.
(Úr yfirlýsingu hópsins "Út úr kófinu" í dag - sjá nánar hér: kofid.is)
Það liggur fyrir að þetta er ekki drepsótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:15 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott framtak hjá ykkur Sigríði Andersen og fleirum. Spurningar eru til alls fyrst. Kófið er réttnefnt vinnuheiti á ástandi sem nútímamaðurinn ræður ekki við án heimsspeki og fróðleiksástar. Sigríður Andersen deildi á netinu með okkur athyglisverðri netsíðu þar sem rökfræðin var í hávegum höfð.
Sigurður Antonsson, 18.11.2020 kl. 23:43
Takk fyrir það Sigurður. Við vonum svo sannarlega að okkur takist að opna umræðuna um þessi mál í víðu samhengi.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.11.2020 kl. 00:04
Þessi tilvitnun, sem þú birtir sem sjálfstæða bloggfærslu er lítið annað en fyrirsláttur til að verja pólitískt upphlaup. Landið er lokað vegna þess að það eru engir að ferðast. Það sem þið kallið "tilraunir" eru árangursríkar aðgerðir til að einangra þessa covid veiru og útrýma henni. Það er að takast. Það eru engar skaðaminni eða árangursríkari aðferðir til. Punktur basta!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.11.2020 kl. 00:45
Hvers vegna fullyrðir þú að skaðaminni og árangursríkari aðferðir séu ekki til? Hefur þú kynnt þér það?
Þorsteinn Siglaugsson, 19.11.2020 kl. 09:57
Þorsteinn, ég þykist ekki vera sérfræðingur en ég skil muninn á línulegum vexti og veldisvexti!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.11.2020 kl. 11:38
Við ættum frekar að búa okkur undir breytingar á ferðavenjum og túrisma almennt. Ég sé fyrir mér að landamæravarsla verði efld, Shengen samstarfi slitið og heilbrigðisvottorðs krafist af öllum sem fara og koma til landsins. Ekki bara skimanir fyrir covid-19. Heldur ítarlegt heilbrigðisvottorð þar sem skráð verði hvaða bólusetningar viðkomandi hefur undirgengist. Einnig muni verða krafist hreins sakavottorðs af þeim sem hingað vilja koma , hvort sem er til lengri eða skemmri dvalar. Frjáls för fólks er tímaskekkja á þessum tíma sem við erum að upplifa núna.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.11.2020 kl. 11:49
Að segja að Covid faraldurinn sé ekki drepsótt er hrópandi afneitun. Meira að segja svíar hafa áttað sig á því og eru að grípa til harðra sóttvarnaaðgerða. Segir það ekki eitthvað?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.11.2020 kl. 11:55
Þetta er engin drepsótt segir Sigríður,og dánartíðni ungs fólks mjög lág. Það er svo sem rétt hjá henni,hvað dánartíðni ungs fólks varðar, þessi veira hefur lagst hvað harðast á eldra fólk, og þá sem eru veikari fyrir. En hvað hefði skeð, ef ekki hefði verið tekið svona hart á faraldrinum? Ætli dánartíðnin hefði ekki orðið miklu meiri, og kanski hjá ungu fólki líka?
Hjörtur Herbertsson, 19.11.2020 kl. 11:57
Dánartíðni meðal ungs fólks er mjög lítil. Það merkir að ungt fólk sem smitast veikist ekki illa nema í undantekningartilfellum. Það á jafnt við hvort sem faraldurinn gengur hratt yfir eða hægt.
Núverandi ráðstafanir valda hins vegar unga fólkinu miklu tjóni. Þær hindra og trufla nám og tómstundastarf, þær hafa gert tugþúsundir atvinnulausar, fyrst og fremst ungt fólk, einangrunin og vonleysið hefur þegar orðið mörgum að fjörtjóni. Og svo verður það yngsta kynslóðin sem þarf að bera byrðarnar í formi hærri skatta, lélegri heilbrigðisþjónustu og opinberrar þjónustu almennt.
Munurinn á dánartíðni fólks yfir sjötugu og annarra er gríðarlegur. Sú staðreynd býður vitanlega upp á tækifæri til að beita hnitmiðuðum aðgerðum sem snúast um að verja elsta hópinn, sem er í raunverulegri hættu. Á þessu grundvölluðust allar farsóttaáætlanir og þetta er leiðin sem sóttvarnaryfirvöld hér ræddu um þegar faraldurinn var að hefjast. En af einhverjum ástæðum var horfið frá gagnreyndum vísindum og þess í stað hafin tilraunastarfsemi sem er að valda svo gríðarlegu tjóni að tæpast er hægt að finna neinn samjöfnuð.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.11.2020 kl. 12:13
Drepsótt, Jóhannes Laxdal, er sótt sem drepur umtalsverðan hluta þeirra sem smitast af henni. Svarti-dauði var drepsótt, Ebóla er drepsótt. Kórónaveiran drepur 0,13% þeirra sem smitast af henni og sú tíðni fer meira að segja nokkuð hratt lækkandi. Það er alltof lág tala til að hægt sé að tala um drepsótt í hefðbundnum skilningi.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.11.2020 kl. 12:16
Þorsteinn þú gleymir því að læknisfræðinni hefur fleygt fram og við erum að meðhöndla covid sjúklinga á sjúkrahúsum af fullum þunga. Að grípa til samanburðar á fyrri tíma drepsóttum og þessarar drepsóttar er ósanngjarnt. Hvað er til dæmis dánarhlutfallið á Landakoti aftur?
Svo er annað að veiran leggst þyngst á þá sem eru með veiklað ónæmiskerfi. Því miður þá er það vaxandi vandamál og enginn er óhultur.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.11.2020 kl. 12:28
Breytir ekki því að til að eitthvað kallist drepsótt þarf dánartíðnin að vera umtalsvert meiri. Það er bara gengisfelling á orðinu drepsótt að nota það um þetta. Þú getur þá allt eins kallað inflúensu drepsótt.
Veiran leggst þyngst á eldra fólk. Börnum er hún hættuminni en inflúensa. Dánartíðni fólks yfir sjötugu er 5-10%. Fyrir það fólk er þetta því drepsótt. Ekki fyrir aðra.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.11.2020 kl. 12:38
Áður en Kínverjar viðurkenndu að um hættulegan og mannskæðan vírus væri að ræða þá bárust fréttir af skelfilegum dauðsföllum í Wuhan þar sem heilbrigðiskerfið réði ekki neitt við neitt. Viltu að það ástand hefði orðið hér? Þið sem trúið á frjálshyggjuna sem allsherjar lausn á öllu eruð brjóstumkennalegt lið. Og það hefur ekkert með skynsemi ykkar að öðru leyti að gera. Blind trú er ofstæki. Skaðlegt ofstæki sem er hættuleg okkur hinum. Því þið boðið frelsi án ábyrgðar. Mannslífin eru bara tölfræði. Gamalt fólk bara byrði því það skapar ekki lengur verðmæti. Byrði sem má fórna á altari hagvaxtarins. Við pössum okkur segið þið. Hinir mega drepast.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.11.2020 kl. 13:16
Og ég gef ekkert fyrir einhverjar skilgreiningar á hvað megi kallast drepsótt. Ég gagnrýndi WHO fyrir að bregðast ekki nógu skjótt við . Þeir báru fyrir sig að drepsóttin sem var að læðast aftan að heimsbyggðinni væri ekki nógu útbreidd til að hægt væri að skilgreina hana sem heimsfaraldur og því ekki hægt að bregðast við. Hefði verið brugðist við mánuði fyrr, væru afleiðingarnar ekki svona miklar í dag.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.11.2020 kl. 13:22
Hver er ástæðan fyrir því að sumt fólk dettur alltaf niður í eitthvert þvaður um frjálshyggju eða félagslegan darwinisma, ásakanir um að þeir sem gera sér betur grein fyrir samhengi hlutanna vilji bara drepa fólk, og þess háttar fábjánalegt bull? Er þetta heimska, eða einhver andleg brenglun sem veldur þessu?
Þetta mál snýst um að lágmarka manntjón, ekki aðeins af veirunni heldur einnig af aðgerðum gegn henni. Það snýst um að horfa á heildarmynd hlutanna, ekki að einblína á einn sjúkdóm eins og hann sé upphaf og endir alls. Lokanir samfélaga hafa ósköp einfaldlega grafalvarlegar afleiðingar. Þær taka lífsviðurværið frá hundruðum milljóna, þær laska heilbrigðis- og velferðarkerfi langt inn í framtíðina, og hin ómarkvissu viðbrögð valda því þess utan að einmitt þeir hópar sem eru í hættu eru ekki varðir, því fókusinn er farinn út um víðan völl.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.11.2020 kl. 14:03
Sorrý Þorsteinn ef ég dæmi þig ranglega útfrá þeim vafasama hóp sem þú ert þarna í. En eins og Helgi P sagði: "Það má þekkja þá sem drekka, af þeim félögum sem þeir þekkja"
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.11.2020 kl. 14:18
Og svo skulum við láta þetta gott heita? Ég er búinn að saka þig um ofstæki og mannvonsku, gott ef ekki siðblindu og þú á móti hefur sakað mig um fábjánaskap og andlega bilun. Er ekki komið nóg?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.11.2020 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.