12.10.2020 | 10:47
Er skynsemin að ná yfirhöndinni?
Í gær birti ég hér þýðingu á hinni svokölluðu "Great Barrington" yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að beita markvissum aðgerðum gegn veirunni í stað ómarkvissra aðgerða.
Markvissar aðgerðir snúast um að beita þeirri miklu þekkingu sem til er í lýðheilsumálum til að vernda þá sem viðkvæmir eru, en forðast um leið að eyðileggja samfélagið, drepa milljónir úr fátækt og hungri og stórskaða framtíð ungu kynslóðarinnar.
Nú hefur einn úr þeim sex manna hópi sem stýrir aðgerðum gegn veirunni á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Dr. David Nabarro, bæst í hóp þeirra sem mæla með slíkri nálgun. Hann tekur undir þá stefnu sem yfirlýsingin grundvallast á.
Kannski er skynsemin að ná yfirhöndinni, hver veit? Kannski sjáum við skynsamleg skilaboð frá veiruþrenningunni eftir mánuð eða svo, sem ekki snúast um að millivegurinn, sem svo mikil nauðsyn er á, sé ekki til? Hver veit?
Hér má sjá umfjöllun Dr. Nabarro: Vangaveltur um milliveginn
Þríeykið á fundi dagsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:53 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru góðar fréttir.
Benedikt Halldórsson, 12.10.2020 kl. 11:07
Þar sem meðaldur er lægstur deyja sjö sinnum færri en þar sem hann er hæstur.
Ef bornir eru samamn tveir milljarðar af yngstu þjóðunum og svo tveir milljarðar af elstu þjóðunum sést munurinn.
Yngstu þjóðir, fjöldi látinna: 98,536
Elstu þjóðir, fjöldi látinna: 690,397
Dánir úr veirunni í heiminum: 1,081,667.
Benedikt Halldórsson, 12.10.2020 kl. 11:25
Já, nákvæmlega.
Og ég hef reyndar ekkert síður áhyggjur af afdrifum elsta hópsins ef haldið er áfram með þessar ómarkvissu aðgerðir. Það er langt frá því að verið sé að vernda þennan hóp nægilega vel með bælingarstefnunni. Í Svíþjóð fór þetta til dæmis mjög illa vegna þess að þess var ekki gætt nægilega vel að vernda fólkið á hjúkrunarheimilunum. Ef bælingarstefnunni er framhaldið halda smitin áfram að dreifast jafnt á alla hópa og gamla fólkið er áfram í mikilli hættu. En með markvissri vernd er sá hópur varinn. Og það er raunhæft að verja hann almennilega ef pestin er ekki látin grassera árum saman. Ef hún er hins vegar látin gera það slakna allar verndarráðstafanir því þær kröfur sem t.d. Barrington yfirlýsingin mælir með eru mjög miklar og geta bara gengið í takmarkaðan tíma.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.10.2020 kl. 11:38
Eftir þó nokkra athugun, sýnist mér leikmanni, að athuga ætti að gefa þeim sem vilja HCQ, ekki síst okkur þeim gömlu.
Það hefur helmingunartíma 30 til 60 daga.
HCQ drepur vírusa, og ef einhver smitast, þá tekur á móti honum HCQ eyðarinn.
Sviss henti HCQ út samkvæmt rannsóknum stjórnað af WHO, og dánartalan rauk upp, en þegar rannsóknin reyndist vera lekrit, notuðu Svissarar það aftur og dánartalan fór niður í fyrra horf. Ísrael henti HCQ út, og dánartalan fór 400% upp. slóðir á þetta eru á netinu hjá mér.
https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2255770/
However, So Corrupt And Self-Contradictory Is WHO On This Issue That It ‘Bans
Slóð
‘COVID CURE’ But It’s On Their ‘List Of Essential Medicines.’
In May we reported:
“The WHO Model List of Essential Medicines (EML), published by the World Health Organization (WHO), contains the medications considered to be most effective and safe to meet the most important needs in a health system.[1]
The list is frequently used by countries to help develop their own local lists of essential medicine.[1]”
“Chloroquine was discovered in 1934 by Hans Andersag.[5][6]
It is on the World Health Organization’s List of Essential Medicines, the safest and most effective medicines needed in a health system.[7]
It is available as a generic medication.[1] The wholesale cost in the developing world is about US$0.04.[8] In the United States, it costs about US$5.30 per dose.[1]”
But WHO is heavily funded by billionaire, Bill Gates, who is all in on bringing his own COVID vaccine to the party.
Is it no wonder then that the WHO-lead “Solidarity” trial is similarly tarnished for endangering patients with mega-doses of HCQ, said to be TWENTY-FOUR TIMES HIGHER than the recommended maximum dose.
Egilsstaðir, 12.10.2020 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 12.10.2020 kl. 22:54
Mér finnst athygliverð ný frétt um að allt að 90% greindra smita séu falskar greiningar, þ.e. að 90% greindra einstaklinga séu í rauninni ekki smitandi þótt í þeim finnist veiruleifar. Þetta hafa ýmsir lengi talað um, en nú virðist það hafa verið staðfest með rannsóknum. Mbl.is hefur þetta eftir New York Times í kvöld. Það verður athyglivert að sjá hvaða ályktanir verða dregnar af þessu.
Þorsteinn Siglaugsson, 12.10.2020 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.