Strámannsrök læknisins

Brynjar bendir á nauðsyn þess að fara markvissar leiðir til að fást við faraldurinn, bæði til að ná í raun og veru tökum á honum, í stað þess að draga hann bara á langinn, og til þess að draga úr þeim grafalvarlegu afleiðingum sem sóttvarnaraðgerðir hafa.

Þessi læknir staðhæfir þá að Brynjar vilji bara opna allt. En hverjum þeim sem les skrif Brynjars er ljóst að þetta eru ósannindi. Læknirinn býr sér til strámann og berst síðan við hann.

Tvennt er ljóður á ráði þessa læknis. Annars vegar er hann óheiðarlegur, það sýna strámannsrök hans. Hins vegar skortir hann algerlega heildarsýn, hann gerir sér enga grein fyrir að faraldur hverfur ekki þótt hann sé bældur tímabundið niður, né fyrir því að þær hömlur og hindranir sem hann mælir fyrir, og sem gera ekkert gagn, valda stórfelldu tjóni á heilsu fólks og getu kerfisins í lengd og bráð.

Lækningin sem þessi læknir mælir með er sambærileg því að gefa verkjalyf við krabbameini svo sjúklingurinn taki ekki eftir því, í stað þess að lækna krabbameinið sjálft.


mbl.is Staðreyndirnar óumdeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Og hvaða aulabrandari er þetta?:
„Hann kall­ar mig hroka­full­an grilllækni, sem eru viss von­brigði þar sem ég hef reynt við fleiri teg­und­ir elda­mennsku í gegn­um árin. Sous vide, franska, sænska, þýska, ít­alska ... sem eru til­efni í miklu skemmti­legri viður­nefni! Ég verð aug­ljós­lega að gera bet­ur!“

Heldur hann að hrokinn tengist matseldinni (en ekki tölum hans sem Brynjar var að efast um eða gagnrýna). 

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 10.10.2020 kl. 12:34

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, þessi athugasemd sýnir karakterinn.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.10.2020 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 287740

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband