4.10.2020 | 18:19
Hræðslufaraldur og fréttir sem hverfa
Nú síðdegis birtist á vef Morgunblaðsins frétt af Vilhjálmi Egilssyni fyrrum þingmanni og rektor, sem staddur er í Tyrklandi, og var meðal annars haft eftir honum að hann teldi þá stefnu Tyrkja að halda landinu opnu fyrir ferðamönnum skynsamlegri en lokunarstefnu íslenskra stjórnvalda. Fréttin var þá fjórða mest lesna frétt dagsins. Nú er hún horfin af forsíðunni þótt hægt sé að finna hana með því að leita að nafni Vilhjálms á vef blaðsins.
Tvö blogg birtust um þessa frétt. Í öðru var reynt að gera lítið úr stefnu Tyrkja vegna þess að heilbrigðiskerfi Albana væri ekki gott. (Höfundi hefur líklega yfirsést að Tyrkland og Albanía eru sitthvort landið, eða kannski er honum alveg sama um það.) Hitt bloggið var frá einstaklingi sem virðist hafa tapað ráði og rænu af ofsahræðslu við flensuna og snerist málflutningurinn um að ráðast á einhverja ónafngreinda aðila á ritstjórn blaðsins fyrir að vega að sóttvörnum. Þessi aðili hefur birt mörg slík blogg undanfarið og virðist einfaldlega vilja banna alla umræðu um þessi mál nema hún ýti undir sömu ofsahræðslu og hann sjálfur er greinilega haldinn.
Ég skrifaði í gær örstutta færslu í tilefni af orðum sóttvarnalæknis um að fjöldi smita hérlendis væri nú í veldisvexti. Spurði ég hvar veldisvöxturinn væri, og birti með færslunni graf af vef covid.is sem sýndi fjölda smita eftir dögum undanfarna daga. Myndin gaf enga vísbendingu um veldisvöxt.
Hrina athugasemda barst við þessa færslu. Fyrst og fremst frá tveimur einstaklingum. Í fyrstu hélt ég að þau væru að reyna að koma á framfæri einhverri gagnrýni á efasemdir mínar um að staðhæfing sóttvarnalæknis stæðist. En ég hef nú áttað mig á að það var rangt mat. Athugasemdirnar lýsa greinilega fyrst og fremst mikilli reiði yfir því að ég skuli voga mér að draga í efa staðhæfingar læknisins. Mér finnst líklegt að rótin að þessari reiði sé af sömu rót runninn og ótti ofsatrúaðs fólks við allt sem grefur undan þeim kenningum eða einstaklingum sem það hefur gert að leiðtoga lífs síns.
Ég hef af því áhyggjur þegar við erum komin á þann stað að sjálfsögð og rökstudd gagnrýni á yfirvöld vekur jafn mikla reiði og ofsa og athugasemd mín um ósamkvæmni í máli sóttvarnalæknis, eða athugasemd Vilhjálms um að íslensk stjórnvöld hafi kannski farið offari.
Veirufaraldur er vissulega slæmur. En óttafaraldur getur auðveldlega orðið verri. Um það eru fjölmörg dæmi í mannkynssögunni.
Neyðarstigi almannavarna lýst yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.10.2020 kl. 00:30 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=3489210474468854&set=p.3489210474468854&type=3
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 4.10.2020 kl. 22:12
Þorsteinn minn, það er enginn reiður við þig. Af hverju heldurðu það?
Það er bara verið að gagnrýna þig, er það ekki sjálfsagt og eðlilegt eins og þú gagnrýnir yfirvöld?
Kannski er verið að hæðast að þér - en hey, þú dregur miskunnarlaust dár að öðrum og gerir lítið úr þeim þannig að þú gefur eiginlega leyfi til að fá á þig svör í sömu mynt.
Af hverju er ekki málefnalegri gagnrýni þinni svarað? Ég veit það ekki, kannski skilur maður hana ekki eða misskilur eða finnst hún ekki trúverðug af einhverjum ástæðum.
Og eitt: Hvar nákvæmlega sagði Þórólfur að kominn væri veldisvöxtur? Gætirðu gefið beina tilvitnun í þau orð hans?
Kristján G. Arngrímsson, 6.10.2020 kl. 10:57
Þórólfur talaði um veldisvöxt á föstudaginn. Þú getur séð það á vef Moggans ef þú leitar bara að Þórólfi og veldisvexti. Og nú talar hann aftur um veldisvöxt. En það er engan veldisvöxt að sjá núna heldur. Ég held að þetta sé farið að einkennast af einum of mikilli panikk allt saman því miður.
Eins og ég sagði við þig um helgina Kristján, þá fagna ég allri málefnalegri gagnrýni á það sem ég segi. En mér finnst ósköp lítill punktur í gagnrýni sem felst bara í því að menn kalli hver annan ótrúverðugan, fífl eða hálfvita, eða skammist yfir því að þeir láti gagnrýni í ljós.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.10.2020 kl. 16:27
Þórólfur sagði á mbl á föstudag að þetta væru "mögulega fyrstu teikn" - með öðrum orðum sagði ekki að þetta væri veldisvöxtur. Þú ert því að gagnrýna eitthvað sem hann sagði ekki, heldur tókst þú dýpra í árinni en hann, túlkaðir orð hans eins og þér hentaði til að þú gætir komið á hann höggi. Með öðrum orðum, þú réðist á strámann. Því segi ég að málflutningur þinn sé ekki trúverðugur. Það er beinlínis málefnaleg gagnrýni á þig.
Hvað Þórólfur átti nákvæmlega við er túlkunaratriði. Maður á að túlka orð þeirra sem maður gagnrýnir þannig að þeir njóti alls vafa. Þú sagðir í fyrri bloggpósti að þeir sem gagnrýndu þig hafi verið reiðir yfir að þú dirfðist að mótmæla yfirvöldum. Þarna varstu líka að gera gagnrýnendum þínum upp hugsanir sem hentuðu þínum málflutningi til að þú gætir óskapast yfir þeim og slegið þig til riddara.
Allt þetta leiðir að einni niðurstöðu: Málflutningur þinn er ekki trúverðugur því að þú virðist gjarn á að túlka orð viðmælenda þinna frekar þér í hag en þeim.
Kristján G. Arngrímsson, 6.10.2020 kl. 16:43
Það er erfitt að skilja Þórólf öðruvísi Kristján minn en þannig að hann sé að tala um að hann telji að veldisvöxtur sé að hefjast. Það er röksemd hans fyrir hinum hertu aðgerðum. Og þessi orð hljóta einnig að skoðast í því ljósi, að hann hafði áður sagt, oft, að tillögur um hertar aðgerðir grundvölluðust á því að vísbendingar um veldisvöxt kæmu fram. Það þýðir þá að án slíkra vísbendinga myndi hann ekki leggja þær til. Svo leggur hann þær til og talar um vísbendingar um veldisvöxt. Það er því ósköp einfaldlega rangt hjá þér að þarna sé um strámann að ræða. Hann rökstyður aðgerðirnar með þessu maðurinn. Það getur svo vel verið að þar að baki liggi einhverjar upplýsingar sem aðrir hafa ekki, en þá finnst mér eðlilegt og sjálfsagt að þær komi fram.
Ef þú skoðar nú "gagnrýnina" sem þú og Birna settu fram við færsluna mína um helgina, og reynir kannski að setja þig í spor einhvers annars þegar þú skoðar hana, þá sérðu það sjálfur að það er ekki málefnaleg gagnrýni. Birna er bersýnilega öskureið yfir því að ég skuli voga mér að gagnrýna veiruþrenninguna. Og sjálfur endurtekur þú bara að ég sé ekki "trúverðugur" án þess að rökstyðja það neitt. Annars ætla ég ekki að fara að elta ólar við að túlka eitthvert rifrildi síðan um helgina.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.10.2020 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.