3.10.2020 | 12:37
Hvar er veldisvöxturinn?
Vitanlega sveiflast þessi greindu smit milli daga. Tal um veldisvöxt er einkennilegt, því það er engan veldisvöxt að sjá. En panikkin ræður, að vanda.
Og hlutfall smita af sýnum er heldur ekki að gefa til kynna neinn veldisvöxt, aðeins línulegan vöxt:
Þörf á hertum aðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi gröf, línurit og tilvísanir í misvitra sérfræðinga erlendis frá eru orðin nokkuð þreytandi hjá þér Þorsteinn. Það er engin panik í gangi hér á landi þvert á móti er frekar heilbrigð skynsemi höfð í fyrirrúmi eins og er, hvað sem síðar verður.
Enginn veit hvert þessi veira leiðir okkur, enginn hvorki ég né heldur þú Þorsteinn, veist það.
Á meðan skulum við halda ró okkar og reyna að klóra okkur fram úr þessum andsk.. vanda. Ef við getum ekki farið eftir og hlustað á hvað læknar og vísindamenn segja.... þá fyrst verður hér allsherjar kaos með tilheyrandi uppþotum, samsæriskenningum ofl ...
Er það vænlegur kostur?
Auðvita er hér málfrelsi (ennþá) og hver og einn á að geta tjáð sig að vild (málefnalega vonandi) en það er dálítið þreytandi fyrir lesendur hvernig sumir eru fastir í sömu hjólförunum ef þú skilur hvað ég meina. Langlokur, heilu dagbækurnar og stofnanamál er líka hundleiðinlegt til aflestrar.
Jæja þetta er orðin hálfgerð langloka, kemur vel á vondan ef svo má segja...
Birna Kristjánsdóttir, 3.10.2020 kl. 13:42
Sóttvarnaryfirvöld ættu annað hvort að hætta að tala um veldisvöxt Kínaveirunni (og hræða líftóruna úr flóki) eða hætta að birta tölulegar upplýsingar sem eru í hróplegri andstöðu við áróðurinn. Í gær var uppsafnað nýgengi yfir 14 daga 149.5 í dag er nýgengið 145.7. Ekki beinlínis veldishjöðnun en hjöðnun engu að síður. Ef eitthvað þá er kúfurinn kominn. Það sést á súluritunum að stærsti hópurinn er 18-29 ára. Fólkið sem er á öldurhúsunum og þar á eftir fólk að fimmtugs aldri sem ýmist hýsir ungmennin eða er í mjög nánu sambandi við þau.
Vilji menn hefta smit ætti að beina athyglinni að næturlifinu, þótt ég sé ekki endilega að mæla með því. Það er útilokað að koma í veg fyrir smitfaraldur, sem ferðast um heimsbyggðina og er ekki hættulegri ungu fólki en sem nemur dánartíðni upp á 0.4% skv. metadata úr 111 rannsóknum fyrir fólk undir 55 ára aldur.
Ragnhildur Kolka, 3.10.2020 kl. 14:09
Já akkúrat Ragnhildur. Ef það er vísbending um eitthvað er það vísbending um hjöðnun. En auðvitað er ekki hægt að tala um vísbendingar eftir einn dag!
Sendu mér endilega hlekk á þessa metadata rannsókn. Það væri áhugavert að sjá hana. Ég var að skoða gögn frá John Ionnadis upp úr 36 rannsóknum. Þar er miðgildið 0,27%
Birna: Ef þú hefur ekki áhuga á að fylgjast með umræðu um þessi mál, þá skaltu bara sleppa því að fylgjast með henni og láta veiruþrenninguna bara segja þér hvaða skoðanir þú átt að hafa. Ég hef hins vegar þá afstöðu að líta á gögn og röksemdir, ekki starfstitla, til að móta mér afstöðu.
Þorsteinn Siglaugsson, 3.10.2020 kl. 14:20
Þessar sóttvarnir út af veiru sem er alvarleg í ca. 1% tilfella; lockdown, lokun landamæra, social distancing, fjarnmám í skóla o.fl. verða áður en langt um líður álitnar hryðjuverk. Sjáið .t.d hvað er að gerast hjá barnaverndaryfirvöldum og lögreglu v. heimilisofbeldis. Og menn eru að telja veirusmit og birta línurit!! Hversu aumkunarvert. Og álag á sjúkrahúsum þar sem búið að er taka úr umferð fjölda heilbrigðisstarsfólks sem er ekki einu sinni veikt!!
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 3.10.2020 kl. 14:42
Þú finnur þetta á youtube: "Dr John Campell - MR.Trump and US updat" og líka á Youtube "MedCram Covid update #110"
Ragnhildur Kolka, 3.10.2020 kl. 14:50
Takk Ragnhildur. Og takk Þórdís. Það er gott að einhverjir horfi á heildarmyndina, því það gera stjórnvöld ekki.
Þorsteinn Siglaugsson, 3.10.2020 kl. 15:00
Héddna, Þorsteinn ... eitt finnst mér Þórólfur hafa fram yfir þig, og það er sá hæfileiki að geta skipt um skoðun. Svo held ég líka að hann sé kannski rausnarlegri en þú í túlkunum sínum á orðum viðmælenda.
Þú fyrirgefur, en þetta gerir hann mun trúverðugri en þig. Þú virðist haldinn einhverju stærðfræðiblæti, eða -heilkenni, og það er reyndar hefur mér sýnst soldið algengt með stærðfræðinga að þeim finnist sér ekki geta skjátlast.
Þess vegna ætla ég bara að halda áfram að hlusta á Þórólf og hlýða Víði, og halda áfram líka að lesa ekki bloggið þitt. (Afsakaðu þessa afskiptasemi í mér hérna og leiðindatóninn).
Kristján G. Arngrímsson, 4.10.2020 kl. 11:47
Þér er vitanlega velkomið að halda áfram að láta veiruþrenninguna segja þér hvaða skoðanir þú átt að hafa Kristján. Það er auðvitað mjög þægilegt að gera það.
Þorsteinn Siglaugsson, 4.10.2020 kl. 12:50
Sagði ég að mér þætti það þægilegra? Nei, ég sagði að mér þætti Þórólfur trúverðugur (og trúverðugri en þú). Þú verður að hafa rétt eftir það sem þú svarar, það er lágmarkið í samræðu.
Annars finnst mér þið Páll Vilhjálmsson vera af sama sauðahúsi - þið hafði engan áhuga á eiginlegri samræðu heldur bara að fá að hafa ykkar skoðun óáreittir. Taktur eftir: skoðun. Ekki þekkingu.
Kristján G. Arngrímsson, 4.10.2020 kl. 12:58
Þú ert nú kannski ekki mjög trúverðugur sjálfur góurinn þegar þú segist ekki lesa bloggið mitt en situr greinilega við og bíður eftir nýjum athugasemdum við það. Ég veit að þetta er ómálefnaleg athugasemd, en þú liggur bara aðeins of vel við höggi
Ég bendi hér á það sem mér virðsit vera mótsögn í málflutningi Þórólfs. Þér virðist ekki líka að það sé gert. Væntanlega vegna þess að þú hefur ákveðið að hann sé trúverðugur og þeirri skoðun fær væntanlega ekkert breytt (taktu eftir: Skoðun, ekki vitneskju). Og þeir sem gagnrýna hann eru þá ekki trúverðugir í þínum huga, einfaldlega af því að þú hefur ákveðið að hann sé trúverðugur. Það er allt í lagi mín vegna, en vitanlega eru staðhæfingar um að manni finnist einn trúverðugri en annar ekki innlegg í neina málefnalega umræðu. Sértu hins vegar ósammála þeirri ályktun minni hér að gögnin styðji ekki staðhæfingar Þórólfs, þá hvet ég þig til að gera grein fyrir röksemdunum gegn þeirri ályktun. Þær gætu til dæmis falist í að benda á einhverja villu í túlkun minni á staðreyndunum, og getir þú sýnt fram á slíkt verð ég vitanlega fyrsti maðurinn til að fallast á þá gagnrýni.
Þorsteinn Siglaugsson, 4.10.2020 kl. 13:14
Þorsteinn: Kallarðu þessi skrif þín umræðu?
Ég hef áhuga á að umræðu um þessi mál þ.e.a.s. umræðu + skoðanaskipti en ekki einstefnu forstokkaðar kenninga sem lítil sem enginn þekking er á bakvið. Þú ert enginn sérfræðingur á þessu sviði en hagar þér sem slíkur með hroka og yfirgangi.
Ath. að þú ert að skrifa í opnu bloggi og mátt eiga von á að ekki séu allir sammála þér. Ef þú vilt ekki andmæli eða umræðu, lokaðu þá fyrir athugunarsemdir.
Einnig væri sniðugt hjá þér að stofna lokaðan klúbb á facebook fyrir þig og þína líka þar sem þið gætuð skipst á línuritum, gröfum, tilvísunum, prósentum, veldisvextir... ohh goodý
Birna Kristjánsdóttir, 4.10.2020 kl. 13:55
Ef þú vilt umræðu Birna, hvers vegna setur þú þá ekki bara fram gagnrýni á það sem ég er að segja? Ég fagna allri málefnalegri gagnrýni, en ég fagna ekki gagnrýni sem snýst bara um að bölsótast út í mig fyrir að reyna að efna til umræðunnar.
Þorsteinn Siglaugsson, 4.10.2020 kl. 13:58
Þú meinar, Þorsteinn, að þú viljir "umræðu" sem er eingöngu á forsendum sem eru ákvarðaðar af þér og þú eini lögmæti úrskurðaraðilinn um hvað eru tækar forsendur og hvað ekki.
Þetta eru ekki umræður í neinum skilningi, frekar eins og trúboð af þinni hálfu.
Trúverðugleiki skiptir miklu máli. Þig skortir hann. Af hverju er ég þá yfirleitt að ræða við þig? Veit það ekki alveg, sennilega út á gamlan kunningsskap og af því að við hittumst stundum á blogginu hjá Tomma.
Kristján G. Arngrímsson, 4.10.2020 kl. 14:27
Hvað áttu við með þessu Kristján? Ég er að setja fram gagnrýni á tiltekna túlkun. Umræða um hana hlýtur þá að snúast um hvort gagnrýnin á við rök að styðjast eða ekki. Eða hvað annað ætti hún að snúast um?
Þorsteinn Siglaugsson, 4.10.2020 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.