Leiðin til að fjölga störfum er að hætta að fækka þeim!

Atvinnuleysið nú er manngert. Meginástæða þess er lokun landsins fyrir ferðamönnum.

Lokun landsins hefur ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með. Nýgengi smita hér er nú með því hæsta í Evrópu.

Einfaldasta leiðin til að fjölga störfum er að opna landið að nýju fyrir ferðamönnum. Í Þýskalandi er nýgengi smita fjórðungurinn af því sem það er hér. Samt er Þýskaland opið.

Í upphafi faraldursins sagði sóttvarnalæknir að smithætta af ferðamönnum væri almennt hverfandi. En eftir að fulltrúi lyfjaiðnaðarins komst með puttana í málið breyttist þetta. Nú er áherslan öll á að treina markaðinn fyrir lyf og bóluefni.

Leiðin til að fjölga störfum er að hætta að fækka þeim!

 


mbl.is „Nær ekkert gert til að fjölga störfum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Miðað við upplýsingar í gær (30/9) hafa greinst 151 smit á landamærum hér undanfarið.  Íslenskir ferðamenn 27% , erlendir 73%.
Vilja starfsmenn ferðaþjónustunnar taka áhættuna; starfið eða heilsuna?  Það er spurningin. 

Kolbrún Hilmars, 1.10.2020 kl. 14:40

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það hafa greinst kannski 15-20 smit við seinni skimun sem ekki greindust við fyrri skimun. Það er þessi tala sem skiptir máli. Fólk missir líka heilsuna vegna atvinnuleysis og það veldur líka ótímabærum dauðsföllum. Þetta er því alls ekki spurning um starfið eða heilsuna. Það er einföldun og rangtúlkun að segja það. Ef fimm þúsund manns missa vinnuna vegna þessarar sóttkvíar, og ef það verða 20-30 ótímabær dauðsföll fyrir hvert þúsund sem missir vinnuna, hversu mörg dauðsföll eru það þá fyrir hvert smit sem hefur verið forðað? Það er spurningin sem spyrja ber.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.10.2020 kl. 15:09

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Dálítið mikið af EF-um í rökum þínum, Þorsteinn.  Ertu að segja að starfsfólkið eigi aðeins val um vinnu eða ótímabært andlát og að þetta sé gulrótin sem vinnuveitendur í ferðaþjónustunni veifa? 
Er annars akkúrat núna að hlusta á sóttvarnarlækni sem segir að róðurinn núna sé mikið erfiðari en fyrr á árinu.  Þessi Covid er greinilega engin venjuleg flensa sem hverfur eftir að hafa grasserað í nokkrar vikur.

Kolbrún Hilmars, 1.10.2020 kl. 15:31

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Allar rannsóknir sýna skýrt samhengi dauðsfalla og atvinnuleysis.

Þýskaland er opið fyrir ferðamönnum. Smit þar eru fjórðungur þess sem er hér. Hvað segir það um árangurinn af lokun landsins? Staðreyndin er sú að flensan smitast fyrst og fremst innanlands.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.10.2020 kl. 15:55

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hér er beitt mestri einangrun vegna veirunnar, lengd sóttkvíar og einangrun. Æ fleiri sjá fáránleikann nema hörðust stuðningsmenn stjórnarinnar. Einkenni á karatastjórn sem vill fjölga sem mest ríkisstarfsmönnum og útiloka aðkomu sjálfstæðra aðila að heilsugeiranum.

Í dag er góð grein eftir Hallmund Albertsson lögmann í Fréttablaðinu en nýrri hugsun og lausnir út úr kreppunni er lítið dreift í ríkissjónvarpinu  eða á Stöð 2.

Sigurður Antonsson, 1.10.2020 kl. 20:53

6 Smámynd: Bjarni Jónsson

Hið háa nýgengi smita á Íslandi segir sína sögu um sóttvarnaryfirvöld, og hvernig smitrakningin er notuð.  Hér er gríðarlegum fjölda kastað í sóttkví, en ekki mjög markvisst að því, er virðist.  Mig grunar, að Þjóðverjar hafi þróað markvissari notkun smitrakningar.  Þeir hafa verið snöggir að uppræta hópsmit.  Í dag birtist grein í Fréttablaðinu eftir Hallmund Albertsson.  Hann ber saman sóttvarnaraðgerðir hér og í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og kemst að þeirri niðurstöðu, að hér séu aðgerðir sóttvarnaryfirvalda mest íþyngjandi, en hins vegar er árangurinn hér minnstur m.v. nýgengið.  Þetta er sláandi.  

Árangursleysi sóttvarnaryfirvalda flýtir fyrir myndun hjarðónæmis, en það er eina raunhæfa vörn þjóðfélagsins.  Öruggt bóluefni á næsta ári er blekking, en á henni eru sóttvarnarstefna og efnahagsspár reistar.  Við lendum í fátæktarbasli með þessu áframhaldi og skuldaklafa, sem við ráðum varla við, því að hagvöxtur getur enginn orðið með þessu áframhldi. Það er dæmalaust m.v. það, hversu tiltölulega hættulítil hún er.  Að vísu hafa erlendir vísindamenn nú fundið út, að þeir menn, sem skyldastir eru Neanderthalsmönnum, verði illa fyrir barðinu á eftirköstunum, sem geta orðið langvinn.  Þarna skutu þeir Kára ref fyrir rass.   

Bjarni Jónsson, 1.10.2020 kl. 21:19

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, ég verð að viðurkenna að ég hef verulegar áhyggjur af andvaraleysi stjórnmálamanna gagnvart þessu ástandi, sem þeir eiga sjálfir stóran þátt í að skapa. Efnahagsspárnar grundvallast allar á óraunsæjum væntingum. Á sama tíma er hangið á heimskulegum og skaðlegum ráðstöfunum jafnvel þótt sýnt sé að þær skila engum árangri. Þúsundir eru dæmdar til fátæktar og örvæntingar um afkomu sína með tilheyrandi mannfalli og á sama tíma stæra ráðherrar sig af því að þeir séu að "vernda líf og heilsu almennings."

Alvöru stjórnarandstaða hefði heldur betur getað gert sér mat úr þessu, en hana skortir allan kjark og vit. Hjarðhegðunin markar stefnuna, skoðanakannanir ráða, en ekki það einkenni alvöru stjórnmálamanna að kunna að móta skoðanir fólksins í stað þess að elta bara lægsta samnefnarann. 

Hvað hina nýju uppgötvun varðar, sem þú nefnir Bjarni: Það skyldi þó aldrei vera að veiran sé vopnið sem tryggir Homo Sapiens endanlegan sigur yfir Homo Neanderthalensis, þótt seint sé?

Þorsteinn Siglaugsson, 1.10.2020 kl. 22:30

8 Smámynd: Bjarni Jónsson

Fyrst datt mér í hug hefnd Neanderthals, en hugmynd þín um "die Endlösung" er betri.

Bjarni Jónsson, 2.10.2020 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband