19.9.2020 | 21:15
Guði sé lof að það var bara arsenik
Það var verið að afferma bát á Djúpuvík. Grunur lék á og almannarómur taldi að smyglvarningur, meðal annars bjór, væri í bátnum. Í tunnu sem skipað var upp var efni sem tveir verkamenn héldu að væri bjór í föstu formi. Mennirnir neyttu efnisins og dóu báðir. Í fréttum Ríkisútvarpsins var sagt að mennirnir hefðu orðið bráðkvaddir af bjór á ritstjórnarskrifstofu verkamannablaðsins Norðurhjarans á Djúpuvík. Um misskilning var að ræða þar eð efnið sem talið var bjór í föstu formi var í raun arsenik. Ritstjórinn sendi leiðréttingu til Ríkisútvarpsins, en áður en leiðréttingin kom fram barst blaðinu skeyti frá Landssambandi kvenfélaga í sveitum gegn bjórflutningi til Íslands. Í skeytinu sagði:
Hr. ritstjóri,
sakir voveiflegrar morgunfréttar í útvarpinu í dag, þess efnis að tveir verkamenn hafi orðið bráðkvaddir af bjór á ritstjórnarskrifstofu verkamannablaðsins Norðurhjarans á Djúpvík í morgun, leyfum vér oss að láta í ljós skelfíngu vora útaf lífshættulegum drukk sem ógnar eiginmönnum vorum og sonum. Vér treystum yður að gefa í blaði yðar fullnægjandi skýringar á þessu voðalega atviki. Vér krefjumst þess í nafni heilsu og velferðar íslensku þjóðarinnar að þessum óttalega vökva verði helt niður í niðurhellíngarstöðinni á Akureyri.
Undir skeytið rituðu 25 konur.
Ritstjórinn sendi Kvenfélagasambandinu svarskeyti með leiðréttingu:
Háttvirtu frúr:
Það var ekki bjór, heldur arsenik.
Virðingarfyllst, ritstjóri Norðurhjarans, Djúpvík.
Svar barst frá Kvenfélagasambandinu:
Til herra ritstjóra blaðsins Norðurhjara, Djúpvík.
Guði sé lof það var bara arsenik.
Stjórnin.
(Guðsgjafaþula, bls. 259-26, útg. Helgafell 1972.)
Nú, þegar einhver deyr, hvort sem það er af náttúrulegum orsökum, afleiðingum heimatilbúinnar kreppu eða öðru, segjum við: "Guði sé lof að það var ekki kóvíd."
Það er sama hve margir deyja, bara svo lengi sem það er ekki kóvíd.
![]() |
Stjórnvöld fara yfir stöðuna á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.