18.9.2020 | 14:42
Verjið gamla fólkið - látið aðra í friði
Á Bretlandi hefur greindum tilfellum farið fjölgandi í júlí og ágúst, og kúrfan hefur skotist upp í september. Dauðsföllum fór hins vegar jafnt og þétt fækkandi í júlí og ágúst, og enn er ekki að sjá breytingu á því svo neinu nemi.
Tilviljanakennd sýnataka leiðir í ljós að aukningin er nánast öll að eiga sér stað hjá aldurshópum yngri en 70 ára. Þróunin sýnir þá glöggt hversu hættulítil veiran er þessu fólki.
Nú á að fara að loka hér börum og skemmtistöðum til að koma í veg fyrir að fólk sem er nánast í engri hættu smiti hvert annað. Hvers vegna dettur engum í hug að reyna að staldra aðeins við og hugsa um það, hvort einhver skynsemi sé í þessu yfirleitt? Hvort ekki sé eina vitið að verja gamla fólkið, en láta aðra í friði? Og velta því kannski fyrir sér að því hraðar sem veiran gengur yfir í þeim hópum sem þola hana, því fyrr hættir að vera þörf á að gamla fólkið haldi sig til hlés?
Skemmtistaðir þungamiðja smitanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 287740
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nú vandinn, Þorsteinn. Unga fólkið vill skemmta sér og ætti raunar að leyfast það, en svo mætir það í vinnuna daginn eftir - á heilbrigðisstofnunum og víðar þar sem "gamla fólkið" er einmitt. Hvort á að banna þeim ungu að skemmta sér eða mæta í vinnuna?
Kolbrún Hilmars, 18.9.2020 kl. 15:05
Það er nú kannski hægt að gera tilteknar kröfur til þeirra sem vinna á þessum stofnunum. Og viðhafa þar öflugar sóttvarnaráðstafanir. Það er ekkert óleysanlegt verkefni að verja gamla fólkið, og það er siðferðileg skylda að gera það. En engin nauðsyn að leggja samfélagið allt á hliðina til þess.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.9.2020 kl. 15:21
Kannski hefur samfélagið bara gott af því að leggjast á hliðina og fara í smá sjálfsskoðun. Það þarf alltaf krísur til þess að bæta og breyta.
Kolbrún Hilmars, 18.9.2020 kl. 15:28
Segðu öllu fólkinu sem hefur misst vinnuna það Kolbrún. Ég er ekki viss um að það sé sammála þér.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.9.2020 kl. 15:46
Hverjir eru þessir "allir"? Get ekki sagt þeim það á meðan ég veit ekki hverjir þeir eru. :)
Kolbrún Hilmars, 18.9.2020 kl. 16:10
Heldur þú þá að enginn hafi misst vinnuna vegna þessa? Ég trúi því nú varla að þú ímyndir þér það. Legg til að þú skoðir fréttir af uppsögnum, tölur Vinnumálastofnunar og annað slíkt. Svo getur þú líka dregið ályktanir af fjölda ferðamanna á hvert starf í ferðaþjónustu og hrunið í komum erlendra ferðamanna sem varð þegar lokað var. Þetta er ekkert erfitt.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.9.2020 kl. 16:14
Þorsteinn, segi það satt að ég þekki engan sem hefur misst vinnuna vegna Covid. Viðskiptalífið sem þjónar innfæddum, þar sem ég þekki til, virðist ganga ágætlega, allir eru enn á sínum stað þar og í heilbrigðisgeiranum líka. Get þó ímyndað mér að skemmtikraftar og sviðslistafólk eigi erfitt uppdráttar.
Kolbrún Hilmars, 18.9.2020 kl. 18:44
Það hvort þú þekkir einhvern sem hefur misst vinnuna skiptir bara einfaldlega engu máli.
Þig hef ég aldrei hitt. Ert þú þá ekki til?
Þorsteinn Siglaugsson, 18.9.2020 kl. 19:27
Ég þekki engan sem hefur dáið úr covid en veit samkvæmt fréttum að 10 hafa dáið á Íslandi og fjöldinn allur úti í heimi. Ég þekki þó nokkra persónulega sem hafa misst vinnuna og lífsviðurværi sitt vegna kóvítisins.
Gagnrýni á það hvernig sóttvarnir eru framkvæmdar á fullan rétt á sér. Frá því að svo kölluð seinni bylgja hófst þá hefur fjöldi smita ráðið taktíkinni, ekki fjöldi sjúkra né dauðsföll.
Við skulum vona að skimuð smit fari áfram mildum höndum smitaða og sóttvarnirnar verði í samræmi við raunveruleikann. Því að þrífst ekkert heilbrigt líf til lengdar í sóttkví eða einangrun
Og við skulum hafa það á bak við eyrað að engin pest í veraldarsögunni hefur verið skimuð á svipuðum skala og kóvítið.
Magnús Sigurðsson, 19.9.2020 kl. 08:36
Ja, þegar þú nefnir það Þorsteinn, þá er ég varla til lengur. Hef verið heimabundin að mestu síðustu 10 mánuði, í fyrstu vegna slyss og eftirkasta þess, síðan vegna Covid. Það hlutskipti verður líka allra hinna sem þarf "að verja". Svolítið dapurlegt að eyða "gullárunum" í einangrun.
Kolbrún Hilmars, 19.9.2020 kl. 12:52
Já, svona er þetta. Væri betra að leyfa þessu að klárast sem fyrst. Þá sleppur þú fyrr úr einangruninni. Með því að treina veiruna er hún bara framlengd, eins og við erum að sjá, aftur og aftur.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.9.2020 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.