Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir

Með þessu er kominn öflugur kjölfestufjárfestir með framtíðarsýn inn í félagið. Mig grunar að þessi tíðindi muni hafa veruleg jákvæð áhrif á tiltrú fjárfesta á Icelandair til framtíðar.


mbl.is Skráði sig fyrir sjö milljörðum í Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér Þorsteinn. Hins vegar held ég að ákveðnir stjórnendur íslenskra sjóða séu í sjokki yfir þessu.

En hún lætur etv. kaupa sig út fyrir gott verð verður fróðlegt að sjá hvað gerist í framhaldinu.

Gunnar Sigfússon (IP-tala skráð) 17.9.2020 kl. 18:13

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Orðið "kjölfestufjárfestir" vekur ósjálfrátt upp hroll þegar "kerfislega mikilvæg fyrirtæki" eiga í hlut. Kjölfestufjárfestir er enginn gæðastimpill eins og reynslan sýnir.

Hvet þig til að kynna þér feril þessa "kjölfestufjárfestis" sem er stráður dæmum um vopnaflutninga, samkrull við leyniþjónustur og samninga við hryðjuverkamenn.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2020 kl. 18:27

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Já Þorsteinn. Michelle er líklega farsæll fjárfestir og vonandi svíkur íslenskt umhverfi hana ekki. Hef alla tíð undrast að Icelandair skuli ekki hafa tekist að standa sig betur í samkeppni við erlend leigufélög. Félög sem virðast hafa blómgast á undanförnum árum með frábærum rekstri. Icelandair getur stundað fraktflug en ekki tilfallandi lágjaldasamkeppni?

Ljóst má vera að ef bankaumhverfið, eignahald banka og löggjöfin lagast ekki verða það erlendir bankar sem ráða helstu framleiðslugreinum á næstu árum. Sjávarútvegurinn og öll erlend stór fyrirtæki geta tekið lán í erlendri mynt á lágum vöxtum en lítill fyrirtæki og íbúar eiga að styðja við ríkisbanka eða afbrigði þeirra. Í dag eru bankar að reka fyrirtæki í beinni samkeppni við sína viðskiptavini. Hótel og rútufyrirtæki sem aldrei höfðu fengið fjárhagsgrundvöll eða markaðskönnun eru undir stjórn bankafólks og sjóða þeirra. Þegar kreppan fer að segja til sín á eftir að koma í ljós enn meiri furufyrirbrigði.

Michelle virðist koma auga á veikleika Icelandair sem er lággjaldasamkeppni og kostnaðaraðhald. Það er því mikill akkur fyrir félagið að fá hana  sem meirihluta fjárfesti.

Sigurður Antonsson, 17.9.2020 kl. 18:29

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég þekki ekki mikið til þessarar konu en sýnist það rétt að hún hafi tekið þátt í ýmiss konar ævintýramennsku, meðal annars í Sómalíu. Er hún verri fjárfestir fyrir það? Það held ég að sé varasamt að fullyrða. Þvert á móti mætti ætla að víðtæk reynsla, til dæmis af samningum við hryðjuverkamenn, geti komið sér vel.

Kosturinn við að hafa kjölfestufjárfesti er að hann er líklegur til að hafa framtíðarsýn og stefnu fyrir félagið og það getur verið mjög verðmætt. Þótt lífeyrissjóðir geti verið ágætir fjárfestar eru þeir ekki líklegir til stórræðanna þegar þarf að taka stórar stefnumarkandi ákvarðanir. En þetta er vitanlega að því gefnu að um alvöru kjölfestufjárfesti sé að ræða, ekki bara einhvern fyrrverandi bankamann sem enga rekstrarreynslu hefur eins og sum íslensk fyrirtæki supu seyðið af kringum bankahrunið. 

Það verður bara mjög spennandi að fylgjast með frú Ballarin þegar hún tekur að setja mark sitt á skipulag og stefnu Icelandair.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.9.2020 kl. 20:37

5 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Var henni ekki hafnað??

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 18.9.2020 kl. 10:33

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stjórn Icelandair hafnaði sjö milljarða tilboði frá Ballarin

"Tilboði bandarísku athafnakonunnar Michele Roosevelt Edwards Ballarin upp á sjö milljarða króna sem hún skilaði inn í hlutafjárútboði Icelandair Group í gær var hafnað af stjórn flugfélagisns. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gat Ballarin ekki reitt fram nægjanlegar tryggingar til staðfestingar á því að hún væri með fjármagn á lausu til að geta staðið við kaupin."

Guðmundur Ásgeirsson, 18.9.2020 kl. 13:51

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hef verið of fljótur að fagna þessu. Vona samt að kjölfestufjárfestir með framtíðarsýn og drifkraft muni koma inn í félagið.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.9.2020 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 287740

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband