6.9.2020 | 15:22
Hvað skýrir þennan skyndilega viðsnúning í gögnum?
Fram að 13. ágúst, þegar ákveðið var að loka landinu í raun fyrir ferðamönnum höfðu virk smit að jafnaði verið um 40% þess fjölda smita sem greindist á landamærunum.
En frá og með 13. ágúst eru virk smit skyndilega orðin 80% þeirra smita sem greinast á landamærum.
Þetta sést á myndinni, sem er tekin af Covid.is. Appelsínugulu stöplarnir eru óvirk smit, þeir bláu eru virk smit.
Sú skýring sem gefin hefur verið á þessu, að fjölgun smita erlendis sé svo gríðarleg, er einfaldlega ekki trúverðug. Það er hvergi um að ræða einhverja slíka sprengingu í smitum að það skýri þetta. Neðri myndin sýnir þróun nýrra smita í Þýskalandi, bara dæmi um land sem hefur verið nokkuð stórt í ferðamennsku hér. Er eitthvað að gerast þar undir miðjan ágúst sem gæti skýrt þetta? Bersýnilega ekki neitt.
Maður spyr sig því, hvað breyttist? Urðu einhverjar breytingar á aðferðum við greiningu sýnanna? Varð einhver breyting á því hvaða aðili sér um greininguna?
Það væri altjent áhugavert ef hægt væri að fá óháðan aðila til að yfirfara þessi sýni og sannreyna niðurstöðurnar. Hin skyndilega breyting gefur svo sannarlega meira en fullt tilefni til þess. Hver einasti vísindamaður sem vill láta taka sig alvarlega myndi hafa áhyggjur af svo skyndilegum viðsnúningi í rannsóknargögnum og ekki láta handarbaksskýringar nægja sér.
Segir Jón Ívar snúa hlutum á hvolf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 287740
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á ég að trúa því að enginn hafi velt þessu fyrir sér?
Þorsteinn Siglaugsson, 6.9.2020 kl. 21:11
Flestir eru eflaust í því að reyna að bjarga sér fyrir horn og bregðast við síðasta útspili landsstjórnar þegar aðrir stunda vakina. Flestir eru fáorðir en þannig hefur það aldrei gengið lengi.
Sigurður Antonsson, 6.9.2020 kl. 23:17
Þegar búið er að vekja upp draug þá er snúið að kveða hann niður, -verður tæplega gert á meðan greiningar með vúddú vísindum og eyrnapinnum eiga alfarið sviðið.
Magnús Sigurðsson, 7.9.2020 kl. 06:33
Það er í það minnsta ljóst að einhverju hefur verið snúið á hvolf, svo vitnað sé í fyrirsögn viðtengdu fréttarinnar.
Þorsteinn Siglaugsson, 7.9.2020 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.