4.9.2020 | 08:11
Alltaf batnar það
Nú ræðst taugalæknirinn, sem ríkisstjórnin og allir aðrir virðast farnir að ímynda sér að sé farsóttasérfræðingur, á prófessor sem tjáir sig um málið, og virðist reyna að gera lítið úr skoðunum prófessorsins vegna þess að hann sé ekki farsóttasérfræðingur.
Hvað er annars eiginlega svona "stórhættulegt?" Einhver velt því fyrir sér? Nánast enginn að deyja úr þessum vírus lengur neins staðar þótt smitum fjölgi stöðugt? Hvað er stóra málið?
En, svo aftur sé vikið að rökstuðningnum þarna: Með hvaða hætti er það eitthvað einfaldara að fylgjast með því að fólk haldi sig í sóttkví en að það haldi sig heima án þess að vera í sóttkví? Bíður löggimann fyrir utan hjá þeim sem eru í sóttkví og háfar þá ef þeir sleppa út? Er settur svona gulur borði eins og á glæpavettvangi og íbúðirnar innsiglaðar?
Er ekki kominn tími til að draga djúpt andann, Kári Stefánsson, og slaka á í æsingnum?
Jafnvel þótt þú berir kannski ábyrgðina á vitleysunni þarftu ekki endilega að verja hana fram í rauðan dauðann í stað þess að viðurkenna einfaldlega mistökin?
Stórhættulegt að skipta í heimasmitgát | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:13 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 287740
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samsæriskenning 1. Ísland er orðið að rannsóknarstofu fyrir ÍE.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 4.9.2020 kl. 09:17
Tek heilshugar undir þessi orð þín Þorsteinn. Kári fer offari í þessu máli eins og svo oft áður. Þá tekur hann til að slengja hroka sínum á alla sem setja fram andstæða skoðun.
Ragnhildur Kolka, 4.9.2020 kl. 13:07
Kári í fári veður nú um völlinn eins og hani í skítahaug.
Enda, hvernig á annað að vera, samfélagsmiðla hirðin búin að mæra hann meira en sjálfan Björgólf Thor, sem hún taldi hæfastan til að reka Ísland korteri áður en Landsbankinn fór í money haven.
Nú þarf Kári engan Hannes lengur, skítahaugurinn og tvöföld skimun nægir,,, og ef það dugir ekki til þá má alltaf skima þrisvar.
Magnús Sigurðsson, 4.9.2020 kl. 15:34
Það man enginn lengur eftir öllum sem töpuðu á Decode svikamyllunni.
Þorsteinn Siglaugsson, 4.9.2020 kl. 17:12
Fáir jafn snöggir að vinda almenningsálitinu úr góðu í vont.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2020 kl. 20:35
Þosteinn, þú mátt gjarnan rifja það upp í pistli (átt hann kannski til) og ég skal deila honum. Þ.e. decode svikamylluna.
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 5.9.2020 kl. 10:33
Ég hef ekki skrifað neitt um Decode, en ég man vel eftir þessu máli á sínum tíma.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.9.2020 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.