27.8.2020 | 19:39
Dómínóáhrifin byrjuð að koma í ljós
Ferðamannastraumur snarminnkar. Tekjur hótela hrynja. Hótel loka. Hótel hætta að greiða leigu. Tekjur fasteignafélaga hrynja.
Og bara svona ef einhver skyldi ekki átta sig á því, þá eru fasteignafélög fjármögnuð með hlutafé annars vegar, og það er eflaust að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða, og lánum frá bönkunum að mestu leyti. Framhaldið er því:
Lífeyrissjóðir tapa. Tryggingafræðileg staða sjóðanna dalar. Lífeyrir er skertur.
Bankarnir fá ekki lán greidd til baka. Bankarnir tapa. Eigendur bankanna, að mestu ríkið, fá ekki greiddan þann arð sem vænst var.
Einhver örlítil von var um að milda mætti þessi dómínóáhrif áður en ráðamenn ákváðu í móðursýkiskasti að loka landamærunum. Sú von er ekki lengur til staðar.
Áhrif veirunnar sögð víðtæk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 287739
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áhugaverður titill á tengdu fréttinni, því áhrifin eru engan vegin veirunnar.
Guðjón E. Hreinberg, 27.8.2020 kl. 20:30
Fyrirsögnin hefði átt að vera: "Áhrif aðgerða gegn veirunni víðtæk". Ég er ekki sammála þér um að veiran hafi engin áhrif - það er talsvert af fólki sem hefur dáið vegna hennar - en áhrif aðgerðanna eru miklu, miklu verri. Vandinn er bara að þau koma ekki fram fyrr en á næsta kjörtímabili. Og þess vegna er stjórnmálamönnum sama um þau.
Þorsteinn Siglaugsson, 27.8.2020 kl. 22:30
Ég er sammála - þú orðar það bara betur. Hins vegar er mjög margt sem vekur vafasamar spurningar um tölfræðina hérlendis og erlendis og það er hvergi nein rýni í það, hvorki vísindalega né á annan hátt fræðilega, þess vegna einfalda ég yfirlýsingar mínar um þessa hluti.
Guðjón E. Hreinberg, 28.8.2020 kl. 02:09
Já, stundum þarf að einfalda. Það er rétt.
Þorsteinn Siglaugsson, 28.8.2020 kl. 09:11
Gagnrýnin umræða fer fram mikið undir rós. Oft er það svo að engan má styggja á hinum pólitíska vettvangi. Hér á blogginu venst maður að skilja á milli línanna. Trúarlegar pólitískar skoðanir eru að vefjast fyrir mörgum manninum. Eins og Þorsteinn segir snýst þetta um pólitík og heilbrigðiskerfið. Var ekki búið að panta nýjar afkastamiklar skimunarvélar, sem áttu að koma í september. Þær gætu bjargað miklu ef rétt er á haldið.
Þegar röksamur forsætisráðherra tók við á örlagatímum á Bretlandi í byrjum heimsstyrjaldar var hann studdur af fjöldanum. Boris Johnson er óþreytandi stjórnmálamaður á besta aldri til að leiða Breta. Hann lokar ekki flugvöllum með harkalegum aðgerðum og héðan er t.d. opin gátt til Bretaveldis.
Sigurður Antonsson, 28.8.2020 kl. 10:27
Boris hefur nú samt panikkerað. Eins og um daginn þegar lokað var á Frakkland og fleiri Evrópulönd reyndar með 28 tíma fyrirvara.
Þorsteinn Siglaugsson, 28.8.2020 kl. 11:53
Já ákvarðanir Boris eru umdeildar og Evrópa getur starfað án Breta, en hann hefur nú gert hlutina flókna fyrir marga kjósendur sína með einstefnu.
Sigurður Antonsson, 28.8.2020 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.