10.8.2020 | 14:52
Ákvarðanaóreiða
Síðastliðið vor setti ríkisstjórnin á fót nefnd til að vinna gegn svonefndri "upplýsingaóreiðu". En upplýsingaóreiða mun vera það þegar fram koma upplýsingar um kórónaveiruna sem eru ekki í samræmi við yfirlýsingar stjórnvalda. Gagnrýni á fljótfærnislegar ákvarðanir, byggðar á ófullnægjandi og oft röngum gögnum, fellur þannig undir upplýsingaóreiðu svo dæmi sé nefnt.
Mér finnst miklu nær að kalla nefndina Sannleiksráðuneyti, samanber samnefnt ráðuneyti í 1984 Orwells, sem hafði það hlutverk að fóðra almenning á lygum. Það væri meira að segja örugglega gaman fyrir forsætisráðherra VG að geta sagt frá því næst þegar bandarískur ráðamaður kemur í heimsókn, og hún skýst á kommónistafund í Svíþjóð á meðan, að Ísland sé komið svo langt í sósíalismanum að hér sé búið að koma upp "alvörunni Sannleiksráðuneyti krakkar!"
Eftir að fáein smit tóku að greinast að nýju í júlí hefur hins vegar annars konar óreiða látið á sér kræla, og það í sívaxandi mæli eftir því sem tíminn líður. Það er yfirlýsinga- og ákvarðanaóreiða. Veiruþrenningin, sem nú er dregin upp á dekk daglega að nýju, kemur fram með hverja misvísandi yfirlýsinguna á fætur annarri. Í gær er talað um að auka við skimun á landamærum. Í dag á að minnka hana. Í gær á að herða samkomutakmarkanir. Í dag á að draga úr þeim. Í gær var tveggja metra regla lífsnauðsyn. Í dag er hún þarflaus.
Það virðist augljóst að veiruþrenningin stjórnast nú af samblandi ofsahræðslu og óskhyggju og yfirlýsingar hennar og ákvarðanir draga í síauknum mæli dám af þessu. Ákvarðanaóreiðan hefur tekið völdin.
Heimkomusmitgát til endurskoðunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 287739
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ákvarðanaóreiða hefur einkennt öll viðbrögð ríkisstjórninnar frá upphafi faraldursins. Það byrjaði ekki í júlí þó eitthvað kunni óreiðan að hafa aukist þá.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2020 kl. 15:44
Sennilega er þetta nær því að vera ákvarðanafælni. Það vill enginn taka ábyrgð á neinu, af ótta við missa visældir, eða jafnvel þingsæti.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 10.8.2020 kl. 20:21
Held ekki að þetta sé ákvarðanafælni. Það virðist ekki vefjast fyrir þeim að taka ákvarðanir og koma með yfirlýsingar. En það rekst hvað í annars horn. Það er skýr vísbending um að viðbrögðin mótast fremur af tilfinningum en röklegri hugsun.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.8.2020 kl. 22:01
Sæll Nafni,
Sannleiksráðuneyti til þagga niður í fólki og til að koma inn falsfréttum, ekki satt? En er þetta ekki þegar komið hér á landi, nú og höfum við ekki hérna eitthvað sem heitir Fjölmiðlanefnd og allt þetta líka nice, nice lið hérna, er segir okkur hvað eftir annað, að allair aðrir fjölmiðlar en Mainstream media (RÚV og fleiri) séu með falsfréttir.
Miðað við alla helstu fjölmiðla hér á landi þá er það greinilegt að EKKI má benda á hið svokallaða malaríulyf (hydroxychloroquine) , er reyndar margir læknar hafa verið að mæla með og fullyrða að lyfið virki gegn covid. Nú og auk þess má greinilega EKKI heldur tala um þá 640 læknar er segja, að það sé ekki munur á þessari covid- flensu og venjulegri ástímabundinni flensu ("CV 19 is a global scam"). Nú ofan á allt þá passar alltaf þetta fákaorðu- þríeiki okkar hérna uppá að minnast EKKI á eitthvað sem gæti styrkt ónæmiskerfið eða eins og td. C og D vítamín og sink, eða eitt eða neitt í sambandi við styrkja ónæmiskerfið gegn covid. Því aðalatrið er og hefur verið að reyna láta sem þetta sé farsótt, svo og með að reyna hvað eftir annað að sanna að þetta sé farsótt með ÖLLUM þessum líka PCR- test- um, en þetta test var reyndar alls ekki hannað fyrir svona covid- test.
"Covid" þýðir samkvæmt öllum vel þekktum læknabókum bara kvef eða flensa. Hann Kary Mullis er fann upp þetta test fullyrti sjálfur, að þetta test er ALLS EKKI fyrir svona covid. Þetta test gerir heldur ekki nein greinamun á því hvort þú sért með kvef, árstímabundna flensu, covid 19, mislinga, póló og/eða einhverjar eitranir (COVID Tests Scientifically Fraudulent, Epidemic Of False Positives). Það er því skiljanlegt að menn hafi valið þessa leið til koma á þessu farsóttarstigi hjá WHO og/eða til koma á svona FAKE farsótt. Fauci karlinn og hans fylgjendur notast við þetta test til að reyna sanna, að heilbrigt fólk sé veikt, svo og til koma inn þessum bólusetningum.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 11.8.2020 kl. 14:54
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 11.8.2020 kl. 15:05
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 11.8.2020 kl. 17:34
Nú vantar bara smá copy/paste frá nafna okkar Briem
Þorsteinn Siglaugsson, 11.8.2020 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.