9.7.2020 | 18:07
Með þessum rökum ætti að loka landinu og taka upp útgöngubann
Hér er því haldið fram að vegna þess að eitt smit getur smitað út frá sér sé nauðsynlegt að viðhalda skimun, þegar 10 virk smit hafa greinst af 23.000 manns sem hafa verið prófaðir, eða 0,04%. Hvers vegna er þess þá ekki krafist, á sama grundvelli, að útgöngubanni verði komið á og landinu einfaldlega lokað? Hér eru ábyggilega einhver virk smit til staðar. Og eflaust fleiri en 10. Og smit geta sloppið framhjá skimuninni.
Þetta er svo mikil arfavitleysa að annað eins hefur varla sést. Að sjálfsögðu á að nota þá fjármuni sem verið er að sóa í þessa vitleysislegu landamæraskimun, sem engri heilvita þjóð hefur dottið í hug að taka upp, til að efla greiningu og smitrakningu innanlands, ekki í að elta einhverjar vofur.
Röksemdir læknanna vegi ekki þungt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála Betra að nota fjármunina í annað. Held að náttúran geri ekki ráð fyrir að allir séu hreinir. Hér sem mikið hreinlæti er viðhaft og vistaverur stórar er enn minni hætta. Móteitur þarf einnig að skapast hjá okkur til að mæta næstu pestum. Ferðamenn sem hingað koma fara flestir út í óbyggðir og út á land. Í fyrstu hafði Þríeykið samúð með aðgerðum en það breytist fljótlega þegar menn hve lítill hluti nú veikist.
Sigurður Antonsson, 9.7.2020 kl. 18:31
Þetta er svona dæmi um það þegar fólk panikkerar og lætur plata sig út í einhverjar aðgerðir vegna þess. Svo kemur í ljós að aðgerðirnar eru alveg tilgangslausar, en vegna þess að panikkin er enn til staðar er haldið áfram að sóa fé út í eitt. Svo eru ekki til aurar til að borga hjúkrunarfræðingum mannsæmandi laun.
Þorsteinn Siglaugsson, 9.7.2020 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.