24.5.2020 | 11:51
Lækningin hættulegri en sjúkdómurinn segir Michael Levitt
Sama dag og New York Times leggur forsíðuna undir lista yfir þá sem hafa dáið úr flensunni, vitanlega í þeim eina tilgangi að ýta undir vantraust á Bandaríkjaforseta (meira og minna öll umræðan í BNA litast af væntanlegum forsetakosningum), berast af því fregnir að nóbelsverðlaunahafinn Michael Levitt, sem benti á það snemma að dánartölur sem útgöngubönnin byggðust á væru 10-12 sinnum of háar, hafi nú fært að því sterk rök að útgöngubönnin hafi valdið meira tjóni en veiran sjálf.
Um leið vex heimsendaspám ýmissa öfgamanna ásmegin. Það kemur ekki á óvart þegar tiltölulega vægur faraldur (miðað við alvöru drepóttir eins og spænsku veikina og svartadauða) hefur verið blásinn upp í eitthvað sem mörgum reynist auðvelt að tengja við plágur Egyptalands og annað af þeim toga úr trúarritunum.
Uppátæki NYT ýtir svo sannarlega undir slíkar heimsendaspár og þar með óstöðugleika í heimi sem þegar er á barmi alvarlegra uppþota og átaka. Hvar er samfélagsleg ábyrgð fjölmiðla? Er allt leyfilegt til að selja fleiri blöð eða vinna sínum frambjóðanda fylgi?
Listi yfir látna á forsíðu: Ólýsanlegur missir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:59 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Kraninn" er sérkennilegur þessar vikurnar, berst um á hæl og hnakka við að halda lífi í drepsótt.
Ólýsanlegur missir étur mbl samhengislaust þrugl upp eftir nt, sem er með nöfn þeirra látnu á forsíðu án nokkurra skýringa annarra en covid-19.
Vísir talar um hægri öfgamenn hafi efnt til mótmæla á Spáni í gær til að æra almenning upp á móti "fasískum" aðgerðum stjórnvalda sem lokuðu almenning inni vikum saman með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Stutt er síðan að svipaðar fréttir voru sagðar frá Þýskalandi og þá áttu það að vera örfáir samsæriskenningasmiðir sem mættu til mótmælta.
Og öll medían á það sammerkt að því sem næst grjóthalda kjafti yfir því hvað varð um mótmælin í Hong Kong.
Magnús Sigurðsson, 24.5.2020 kl. 13:23
Nákvæmlega. Það er ekki skrýtið að samsæriskenningum vaxi ásmegin þegar hlutir eru þaggaðir niður og afbakaðir á þennan hátt.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.5.2020 kl. 13:47
Það þarf samt enga samsæriskenningu, heldur bara meðalgreind, til að sjá hve covid-19 kom á heppilegum tíma fyrir Kína.
Það sama á við um mótmæli (t.d. "gulra vesta") í Evrópu sem engin vogaði sér að kenna við últra hægrimenn eða samsæriskenningasmiði fyrr en eftir kóvítis innilokunina.
Magnús Sigurðsson, 24.5.2020 kl. 13:59
Það kom á heppilegum tíma. En það gæti líka verið tilviljun.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.5.2020 kl. 14:15
Og engir tala fjölmiðlarnir um Taiwan ... ein land veraldar, sem tókst að stoppa vírusinn strax í upphafi. Né heldur ræða menn um þá staðreynd að kínverski herinn er að æfa innrás á Taiwan. Eða þá staðreynd, að Kína svíkur öll loforð um Hong Kong sem þeir gáfu.
Né heldur les maður þá staðreynd, að leiðtogi WHO sé gamall hryðjuverkamaður.
Örn Einar Hansen, 24.5.2020 kl. 14:47
Taívan er ekki talið með, því kínverski kommúnistaflokkurinn vill það ekki.
Þorsteinn Siglaugsson, 24.5.2020 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.