16.4.2020 | 22:12
Aðeins byrjunin - Verður þetta sviðsmyndin?
Veirufaraldur skellur á mannkyninu. (Í raun og veru deyr aðeins lítið prósentubrot þeirra sem sýkjast, en það veit enginn strax).
Þjónusta og vörusala til einstaklinga er stöðvuð til að hægja á útbreiðslunni.
(Allt efnahagslífið hvílir á endanum á neyslu einstaklinga.)
Önnur fyrirtæki aftar í virðiskeðjunni verða fyrir tjóni.
Hömlum er smátt og smátt aflétt.
(Aðeins mjög lítill hluti fólks er ónæmur fyrir veirunni.)
Sýkingar blossa upp aftur.
Hömlum er aftur komið á, þær verða stífari og langvinnari.
Efnahagslífið stöðvast aftur og atvinnuleysi eykst enn meira.
Ríkin hætta að geta haldið fólki uppi og neyðast til að skera niður í velferðarkerfinu.
Hungur verður viðvarandi hjá stórum hópum sem ekki hafa upplifað það áður.
Hömlum er aflétt og veirunni leyft að hafa sinn gang. Annað er ekki lengur í boði.
Óstöðugleiki hefur þegar magnast of mikið. Vopnuð átök brjótast út víðsvegar um heiminn.
Efnahagslífið nær sér ekki almennilega á strik að nýju. Fjölmörg ríki eru gjaldþrota eða nærri þroti.
Velferðarkerfið eins og við þekkjum það er hrunið.
Fleiri látast úr sjúkdómnum á endanum en hefðu látist hefði ekki verið gripið til aðgerða í upphafi.
Margfalt fleiri látast vegna afleiðinga atvinnuleysis, fátæktar, hungurs og annarra sjúkdóma.
--------------
Og rótin að öllu saman er sú trú okkar að farsóttir og dauði sé eitthvað sem eigi alls ekki að líðast.
Hungur fyrsta merki veirunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vá, flott greining, Hljómar sannfærandi.
Guðjón Bragi Benediktsson, 16.4.2020 kl. 22:44
Ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki raunin. En óttast samt að það geti orðið.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.4.2020 kl. 22:56
Trúlega höfum við lesið okkur til, og förum ekki að haga okkur eins og fjármálakerfið gerði í kreppunni 1930
Eins og við vitum allir, þá er peningur aðeins bókhald, og við látum ekki plata okkur til að halda að ekki sé til bókhald, og því þurfi fólkið að ganga atvinnulaust, og hungrað. Skólarnir verða að kenna sannleika. Ef skólarnir bregðast, þá verður hver karl og hver kona að sjá um að allir komist á námskeið, til að læra þessar einföldu staðreyndir.
Auðvitað þarf bókhaldið að vera rétt, ef einhversstaðar er laus maður eða kona, þá þarf að bókfæra laun á karlinn og konuna, og þau vinni þá verkin.
Ef Jón og Gunna vinna ekki, þá glötum við vörunum og þjónustunni sem þau geta veitt okkur. Það er engin nauðsyn að eiga gull grafið í hól.
000
klikka á slóð
KREPPAN 1930 - (frá fyrir 1988) - Í dag 2020-03-19 er komin meiri skilningur á því að peningur er bókhald. Trump skilur, að öll vöruhús eru full af vörum, en vantar bókhald til fólksins, peninga svo fólkið nýti vörurnar.
19.3.2020 | 09:42
19.3.2020 | 09:42
Sesar hafði mannafla, grjótið og vitið. Þá setti hann verð á gullið, og sló gulldenar, það var til að fólkið tryði því að peningurinn, peningabókhaldið hefði verðmæti. Allir fengu vinnu og greitt með bókhaldinu denarnum, sem gekk á milli manna.
Jónas Gunnlaugsson | 16. mars 2020
Bankasaga Bandaríkjanna - Vafalaust sást mér yfir helstu atriði og líklega eru nokkur smáatriði röng en hér er hægt að fá að vita heilmikið um það hvað varð um peningana okkar, frjálsa landið okkar og heiminn“. Allt á íslensku.
Jónas Gunnlaugsson | 13. apríl 2019
000
Egilsstaðir, 16.04.2020 Jónas Gunnlaugsson
Egilsstaðir, 16.04.2020 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 16.4.2020 kl. 23:41
vonandi kemur þetta betur út, henda því sem er verra. Þakk fyrir.
Trúlega höfum við lesið okkur til, og förum ekki að haga okkur eins og fjármálakerfið gerði í kreppunni 1930
Eins og við vitum allir, þá er peningur aðeins bókhald, og við látum ekki plata okkur til að halda að ekki sé til bókhald, og því þurfi fólkið að ganga atvinnulaust, og hungrað. Skólarnir verða að kenna sannleika. Ef skólarnir bregðast, þá verður hver karl og hver kona að sjá um að allir komist á námskeið, til að læra þessar einföldu staðreyndir.
Auðvitað þarf bókhaldið að vera rétt, ef einhversstaðar er laus maður eða kona, þá þarf að bókfæra laun á karlinn og konuna, og þau vinni þá verkin.
Ef Jón og Gunna vinna ekki, þá glötum við vörunum og þjónustunni sem þau geta veitt okkur. Það er engin nauðsyn að eiga gull grafið í hól.
000
klikka á slóð
KREPPAN 1930 - (frá fyrir 1988) - Í dag 2020-03-19 er komin meiri skilningur á því að peningur er bókhald. Trump skilur, að öll vöruhús eru full af vörum, en vantar bókhald til fólksins, peninga svo fólkið nýti vörurnar.
19.3.2020 | 09:42
Sesar hafði mannafla, grjótið og vitið. Þá setti hann verð á gullið, og sló gulldenar, það var til að fólkið tryði því að peningurinn, peningabókhaldið hefði verðmæti. Allir fengu vinnu og greitt með bókhaldinu denarnum, sem gekk á milli manna.
Jónas Gunnlaugsson | 16. mars 2020
Bankasaga Bandaríkjanna - Vafalaust sást mér yfir helstu atriði og líklega eru nokkur smáatriði röng en hér er hægt að fá að vita heilmikið um það hvað varð um peningana okkar, frjálsa landið okkar og heiminn“. Allt á íslensku.
Jónas Gunnlaugsson | 13. apríl 2019
000
Egilsstaðir, 16.04.2020 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 16.4.2020 kl. 23:45
Þetta er fín færsla og það þarf að segja þetta einhvers staðar. En það sem allir binda auðvitað vonir við að það takist að rjúfa ferlið með mótefni og bólusetningum (skrýtið orð).
En hvenær það verður veit nú enginn, ekki frekar en með jólagjafirnar.
Bjartsýnustu tala um í haust, raunsærri spár eru snemma á næsta ári.
En ef að Kórónuveiran verður "Mosdalveiru, sem kemur alltaf aftur", ef til vill örlítið breytt, vandast málið. En helstu nýjungarnar sem hafa komið fram er að seðlabankar prenti bara peninga og svo aftur "Stafræna Gulagið" hjá Putin. Fyrirtæki með góðar lausnir í þeim geira koma líklega til með að blómstra og starfsfólk þess verður undanþegið samkomubanni.
G. Tómas Gunnarsson, 17.4.2020 kl. 03:13
Þú hittir oft naglann beint á höfuðið Þorsteinn.
Málið er að draugur sem hefur verið vakinn upp verður ekki svo auðveldlega kveðinn niður og hann á það meira að segja til að snúast gegn þeim sem vakti hann.
Um þetta má lesa fjölda þjóðsagna. Við skulum vona að þessi verði ekki yfirgengilega magnaður í 100 ár eins og þeir áttu til í denn.
Þessi draugur þrífst aðallega á daglegum talna upplýsingum þar sem tölurnar hafa ekki enn verið settar í neitt heildar samhengi og er þar að auki uppvakin sem sviðsmynd úr spálíkani.
En eins og þú bendir á þá gæti hann allt eins magnast eftir því sem fólk áttar sig betur á að hann er ekki raunverulegur.
Magnús Sigurðsson, 17.4.2020 kl. 06:37
Ég las ágæta grein um daginn, þar sem gantast var með það hvort veiran hefði lesið Sun Tzu. Í framhaldi af því er hægt að velta ýmsu öðru fyrir sér.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.4.2020 kl. 08:28
Þetta eru bráðnauðsynlegar pælingar en því miður held ég að samfélagið sé enn ekki tilbúið að taka þessa umræðu. Í hvert sinn sem einhver minnist á að taka þurfi hinar efnahagslegu afleiðingar inn í jöfnuna þá er það strax skotið niður með orðunum að mannslíf verði ekki metin til fjár sem er í sjálfu sér rétt. Það sem menn átta sig hinsvegar ekki á er að langvinnt efnahagshrun mun kosta mörg mannslíf og hugsanlega mun fleiri en títnefnd veira.
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 17.4.2020 kl. 09:53
Þetta blogg nær vel utanum þetta Þorsteinn.
Staðreyndin er sú að viðbrögðin við pestinni hafa að öllum líkindum verið mjög misráðin og líklega er megin ástæðan, samstarf WHO og kínverska komunistaflokksins. Um miðjan janúar fóru flestar þjóðir heims eftir ráðleggingum WHO og gerðu ráð fyrir að pestin væri ekki mjög smitandi en nokkuð banvæn. En um leið og hún berst til siðaðra landa kemur í ljós að hún er bráðsmitandi en alls ekki mjög banvæn. Líklega voru meira en 5 milljónir smitaðir í Kína um áramótin og sú vitneskja hefði kallað á allt önnur viðbrögð.
Guðmundur Jónsson, 17.4.2020 kl. 10:01
Álit mitt fer vaxandi á þér Þorsteinn.
Lipurlega og vel skrifaður pistill.
En þar sem þú minnist á Sun Tze,
þá má benda á að bók hans um stríðslistina
er einnig kunn þeim sem vilja velja hinn
betri veginn, og því leyfi ég mér að vera bjartsýnni en þú hvað framtíð mannkynsins varðar.
Magnús bendir einmitt á það að oftar en ekki
snúast draugarnir gegn þeim sem vöktu þá upp.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.4.2020 kl. 13:49
Takk fyrir það Símon. Ég velti upp Sun Tzu vegna þess að það er ólíklegt að veirur lesi bækur. En það gera hins vegar aðrir. Ein áhugaverð spurning er þessi: Fari þetta eins og ég lýsi, verða þá meiri líkur á því eða minni að þjóðir heims samþykki hið mikla verkefni Belti og braut? Og annað sem því kann að fylgja?
Þorsteinn Siglaugsson, 17.4.2020 kl. 13:56
Takk fyrir svarið og þarfa spurningu.
"The answer, my friend, is blowing in the wind."
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.4.2020 kl. 14:15
Sá þetta bara rétt áðan, frá blaðamannafundinum í dag (feitletrun mín):
"Við verðum að tryggja það að allt sem við gerum næstu vikurnar skemmi ekki það sem við erum búin að gera, að við lendum ekki í því núna í maí að af því að við högum okkur með óábyrgum hætti þurfi að byrja upp á nýtt."
Þorsteinn Siglaugsson, 17.4.2020 kl. 16:20
... og með hliðsjón af þessu:
Gefum okkur að það hafi að hámarki 5-10.000 manns smitast hér, þ.e. 97-99% þjóðarinnar séu móttækileg.
Gefum okkur líkz að einhver smit séu enn til staðar þegar búið er að aflétta hömlunum.
(Höfum í huga að smitin voru ekkert sérstaklega mörg í upphafi)
Er það þá ekki hrein og klár óskhyggja að halda að smit taki ekki að breiðast hratt út strax og búið er að aflétta hömlunum?
Eða er það misskilningur? Er eitthvað sem getur komið í veg fyrir það?
Þorsteinn Siglaugsson, 17.4.2020 kl. 16:35
Algjörlega sammála Þorsteinn, varðandi síðustu athugasemdir þínar.
Við verðum að sýna þolinmæði, þá dyggð
sem allar þrautir vinnur. Hitt að veiran blossi aftur upp yrði skelfilegt. Víðir sagði það :-)
En varðandi spurningu þína um BB, eða B&B, þá er nú haft eftir Nóbelsverðlaunahafa í læknisfræði, Luc Montaigner, manninum sem leysti gátuna um HIV, að hann sé algjörlega viss um að Wuhan veiran sé manngerð. Það eru vægast sagt stórtíðindi þegar svo virtur maður segi það beint út, sem okkur mörg hefur grunað.
En svarið um afleiðingar þessa, þar sem blandast saman drápsveira, stórveldapólitík og hrun hagkerfa, markaða og atvinnulífs og hugsanlegra félagslegra óeirða, er afar erfitt að svara. Hagfræðingurinn Kenneth Rogoff hefur nýlega fjallað um vanda þess að spá fyrir hvernig fari. Breyturnar eru einfaldlega of margslungnar.
En ég ítreka að ég vona að mannkynið vakni til hins betra fremur en til hins verra.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.4.2020 kl. 17:09
Góður pistill Þorsteinn.
Krossum putta að allt fari samt ekki á versta veg.
Sagan hefur því miður sýnt annað.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 17.4.2020 kl. 18:31
Kjarninn í hernaðarlist Sun Tzu er að skapa ringulreið í liði andstæðingsins og hrekja hann þannig út í vítahring rangra ákvarðana. Þannig, segir Sun Tzu, má vinna stríðið án þess að þurfa nokkurn tíma að grípa til vopna. Til að ná þessu markmiði er mikilvægt að þekkja andstæðinginn, vita hvernig hann hugsar. Það getur til dæmis verið gagnlegt ef þú ert ný og óþekkt veira, og veist að andstæðingurinn aðhyllist það viðhorf að ótækt sé að fólk deyji úr veirusjúkdómi. Þá veistu líka að óvissan um hegðun þína og óttinn við þig rekur hann til þess að gera hvaðeina til að hindra að þú breiðist út. Jafnvel að koma sjálfum sér á vonarvöl.
Veirur lesa hins vegar ekki bækur. Þær hafa því ekki lesið Sun Tzu. En það hafa aðrir gert. Og sumir á frummálinu meira að segja.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.4.2020 kl. 20:15
Stóra spurningin núna er þessi: Hversu marga hringi af hömlum og tilraunum til að létta þeim af þarf að fara þar til stjórnvöld um allan heim átta sig á að það er útilokað að hindra útbreiðsluna, heldur verður að bíta í það súra epli að einhverjar milljónir deyji úr sjúkdómnum, í stað þess að hundruð milljóna deyji vegna viðbragðanna?
Þorsteinn Siglaugsson, 17.4.2020 kl. 20:17
Athugasemd þín, sú sem merkt er nr. 17, er mjög djúp og afar athyglisverð. Sér í lagi um þá sem lesið hafa rit Sun Tze á frummálinu.
En þá er því til að svara að það mun ekkert ríki vinna þetta "stríð". Og heldur ekki það ríki konfúsíanista sem lesa rit Sun Tze á frummálinu.
Allt er í heiminum hverfult, kæri Þorsteinn. Hvort þar verði um manntafl að ræða, eður ei, þá er þetta þráskák, og hana vinnur enginn.
Sá eini sem "vinnur" er sá sem á stærstan hlut í því fyrirtæki sem mun fyrst ná að finna og selja bóluefni gegn veirunni.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.4.2020 kl. 21:11
Þakka hólið Símon. Við skulum spyrja að leikslokum varðandi það hver vinnur þetta stríð. Einhverjir munu hagnast, eins og ávallt í stríði. En í tafli vinnur sá sem hefur skýrt markmið og kann þá list að flækja andstæðinginn í vítahring eigin viðbragða. John Boyd, sem var einn fremsti túlkandi Sun Tzu á Vesturlöndum, kallar þetta að komast inn í ákvarðanaferli andstæðingsins. Hugleiddu eitt: Ef mannfórnir eru í þínum huga líkt og peðfórn í skák, en í huga andstæðingsins óhugsandi og ósiðlegar, þá getur þú beitt þeim, sérstaklega svo lengi sem andstæðingurinn trúir því að þú deilir viðhorfi hans til þeirra.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.4.2020 kl. 22:12
Sæll Þorsteinn og þakka athugasemd þína, nr. 20.
Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því sem þú nefnir um mismunandi viðhorf ríkja og hugsanlegt skilnings- og andvaraleysi vestrænna stjórnvalda.
En hér erum við reyndar farnir að lokast í þeirri sjálfheldu rakanna, að stríðslist sé það sama og stríð, alvöru stríð. Og þá erum við aftur komnir að upphafinu, þínum afar athyglisverða pistli þar sem þú nefnir alvöru vopnuð átök. Þau hafa blossað upp, hvað sem bókinni um stríðslistina líður. Og á því er ætíð hætta og þeim fylgja reyndar ætíð mikill hagnaður skuldadrottnanna.
Þá er spurningin stóra:
Hver mun eiga skuldakröfurnar af þessu öllu, veirunni og stríðinu við og út af henni?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.4.2020 kl. 22:43
Já, það er akkúrat spurningin. Hver mun eiga kröfurnar? Hvernig munu til dæmis Bandaríkin fjármagna skuldasöfnun sína? Hvernig hafa þau gert það hingað til? Hverjir eiga þessar kröfur? Og hverjir geta komið sem bjargvættir þegar velferðarkerfi Vesturlanda verða hrunin og efnahagurinn í rúst? Belti og braut er kannski aðeins barnaleikur hjá því sem gerist næst?
Þorsteinn Siglaugsson, 17.4.2020 kl. 22:52
Sæll Þorsteinn,
hvað áttu nákvæmlega við þegar þú segir/spyrð:
"Belti og braut er kannski aðeins barnaleikur hjá því sem gerist næst?"
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 17.4.2020 kl. 23:16
Belti og braut (Belt and Road) er áætlun sem snýst um að styrkja stöðu Kína um allan heim. Hluti strategíunnar. Svo eru lán til innviðafjárfestinga, uppkaup á fyrirtækjum og landi og fleira smálegt. Afríka er að miklu leyti komin undir þennan hæl. Bandaríkin hafa staðið gegn þessum áætlunum. Mike Pence kom til dæmis hingað til Íslands síðasta sumar fyrst og fremst til að tala gegn þeim við ráðamenn hér.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.4.2020 kl. 00:16
Sæll Þorsteinn,
og hver er afstaða Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, til þessa "verkefnis" Kínverska Kommúnistaflokksins? Hans sem er Stofnfjáreigandi (f.h. íslenska ríkisins) í AIIB fjárfestingarbankanum kínverska.
Og hver er afstaða þín til þessa "verkefnis" sem beinlínis eru í andstöðu við vilja bandarískra stjórnvalda?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 18.4.2020 kl. 01:01
Ekki hugmynd um afstöðu Bjarna. Ég er smeykur við aukin ítök Kína. Ekki vegna þess að ég hafi eitthvað á móti Kínverjum, heldur vegna þess að ég öfunda engan sem lendir undir því stjórnkerfi sem ríkir þar.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.4.2020 kl. 01:09
Sæll Þorsteinn,
tek heils hugar undir orð þín um alræðisstjórnvöld kínverska kommúnistaflokksins og segi því sem þú:
"ég öfunda engan sem lendir undir því stjórnkerfi sem ríkir þar."
Þakka svo fyrir afar áhugaverðar og góðar spurningar þínar, og ekki síðut fyrir svör þín.
Að lokum vil ég aðeins segja, að það yrði til afar mikillar ógæfu fyrir Ísland, ef íslensk stjórnvöld, vegna eigin fíflsku, þvældu landi og þjóð undir áhrifasvæði kínverska kommúnistaflokksins, belti þess og brautar.
Og það er illt þegar við höfum jafn grunnhygginn utanríkisráðherra og Gulla, og jafn brogaðan mann til siðvitsins og Bjarna sem fjármálaráðherra. Og til að kóróna lánleysi okkar: Kola-Kötu sem forsætisráðherra.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 18.4.2020 kl. 01:39
Við getum haldið því gangandi sem þarf, við getum keypt af Bangladess, ef einhver, þeir eða annar kaupir af okkur. Við töpum ekki á því að gera rétt.
Þetta er góð umræða, og þörf. Þetta hefur trúlega verið kennt í skólunum, og þið eruð lýsandi dæmi um menntun.
Ef við hefðum látið allt ganga yfir stjórnlaust, þá fyrst hefði margt hrunið og jafnvel komið til átaka. En með því að stíra þessu þá getum við haft flest í lagi.
Það að samþykkja fríverslun við 1,5 milljarða þjóð, er varasamt. Þeir geta keypt upp Ísland á viku. Við þurfum að ná í góða tengingu við Bandaríkin Bretland, Indland og fleiri, og nýta það til að kaupa landið aftur.
Við samþykkjum lög em segja að við kaupum landið fyrir íslenskar krónur. Ef einhver reynir að nýta krónurnar til vandræða, og neyðir okkur til að fella gengið, þá gerum við það.
ég ætla ekki að prjóna þetta lengra. Ekki missa vitið þótt á móti blási. Ef við reynum að þræða gömlu, góðu göturnar, þá verður allt betra.
Egilsstaðir, 18.04.2020 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 18.4.2020 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.