Hverjar ætli hæfniskröfurnar séu?

Dómurinn virðist grundvallast á sektardómi sem felldur var úr gildi með sýknudómi 2018, svona rétt eins og sakfellingin sé enn í gildi.

Maður veltir fyrir sér hvaða hæfniskröfur héraðsdómari þarf að uppfylla þegar maður sér svona dóm.

Engar, eða kannski bara að vera frænka einhvers?

 


mbl.is Ætla að áfrýja dómnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Um fyrningu gilda margar reglur og er fyrningfrestu mislangur. Eins er það um hefð. Hægt er að vinna hefð á lausafé hafi hluturinn verið í vörslu aðila í 10 ár. 20 ár á fasteign. Skjónumálið er frægasta mál sem hefur unnist í Hæstarétti á hefð. Skjóna var fædd árið sem Stalín dó, samkvæmt vitnisburði og hún varð hundgömul. Mig minnir að eitt vitni hafa vitnað um að hafi séð Skjónu fram á Auðkúluheið einhverntíman í hrossahópi, hvernig sem það er hægt. Hann hefur verið vel ríðandi sá.

Eignlega eru engin lög til um fyrningu á áþekku máli og hér er um að ræða. Allavega er málið ekki fyrnt eða dautt í huga þjóðarinnar. Þjóðin hefur verið með þetta mál á vörum sínum lengi, lengi og er því málið sprelllifandi. Málið hefur verið rætt í mörgum fermingarveislum, En nú gæti orðið uppihald á því þar sem fermingarathöfnum og veislum hefur verið frestað um sinn, þannig að þjóðin getur ekki rætt það til niðurstöðu. Af þeim sökum þurfa dómarar að vanda sig mikið meira. Þeir mega t.d. ekki láta á sér sjá svipbrigði eða láta hendur skjálfa þegar þeir handleika skjöl svo vandi þeirra er mikill.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.3.2020 kl. 21:04

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Almennt tekur fyrningarfrestur að líða þegar krafa stofnast. Í þessu máli stofnast krafan vitanlega þegar sýknudómur er kveðinn upp.

Ég hugsa að þessi dómari sé einfaldlega kjáni, og ætti ekki að vera í þessu starfi.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.3.2020 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband