Traustvekjandi?

Það er ekki sérlega traustvekjandi að vita til þess að starfsfólki spítalans, sem er að koma af rauðum svæðum erlendis, sé bara hleypt beina leið inn á spítalann. Engin sóttkví, engin tékk!

Ekki eykur þetta tiltrúna á getu þessara embættismanna til að hafa stjórn á faraldrinum.


mbl.is Fimm hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild smitaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að þessir 5 komi ekki að utan. Það kom fram fyrir nokkru að einhverjir starfsmenn spítalans hafi komið af ráðstefnu utanlands og farið beint í sóttkví.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 8.3.2020 kl. 16:36

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ekki það? Lestu bara fréttina Jósef: "Um er að ræða tvo hjúkr­un­ar­fræðinga sem smituðust í skíðaferð, en ann­ar þeirra kom á eina vakt og þar hafa senni­lega komið til þrjú smit, að sögn Ölmu. Hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn sinnti ekki sjúk­ling­um á þeirri vakt."

Veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir því hversu alvarlegt það er að yfirstjórn spítalans skuli láta það viðgangast að fólk sé að koma beint úr pestarbælunum og í vinnu á spítalanum. Setjum nú sem svo að einhver sjúklingur deyi vegna þessa. Ég á erfitt með að sjá annað en að þá séu þeir sem tóku þessa ákvörðun sekir um manndráp, af gáleysi, ef ekki verra.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.3.2020 kl. 17:50

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Bakkabræður hefðu ekki gert það betur. 

Ragnhildur Kolka, 8.3.2020 kl. 18:34

4 Smámynd: Ásta Norrman

Mér finnst að skipulagið á vinnustöðum þurfi að vera betra og skyrari reglur. Það er nokkuð skyrt í Bretlandi. Allir þeir sem fara yfir hafið og vinna með fólki, fara i tveggja vikna launalaust frí eftir komu til baka. Auðvitað hefðu stjórnendur sjúkrahúsins átt að koma í veg fyrir að hjúkrunarfræðingurinn kom í vinnu. Það er ekki hægt að setja ábyrgðina á hvern og einn starfsmann. 

Ásta Norrman, 9.3.2020 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband