Smithlutfall langtum hærra en í nágrannalöndunum

Hlutfall smitaðra hér er 0,8 manns á hverja 100.000 íbúa.

Á Ítalíu er hlutfallið 2,8 á hverja 100.000 íbúa.

Til að ná Ítölum þurfa samtals 10 smit að koma upp hér. Hversu mörg verður tilkynnt um á morgun?

Komi 20 smit upp hér höfum við náð Kína, þar sem hlutfallið er 5,7 á hverja 100.000 íbúa.

Ítalía er það land í okkar heimshluta sem verst hefur orðið úti. Þetta er Evrópulandið þar sem segja má að faraldur sé kominn upp. 

Ef við lítum til nágrannalanda þar sem ekki er kominn upp faraldur líta hlutirnir öðruvísi út. Á Bretlandi eru 0,05 smit á hverja 100.000 íbúa. Í Frakklandi eru smitin 0,2, í Noregi 0,3 og 0,13 í Svíþjóð.

Ísland er eitt einangraðasta land Evrópu landfræðilega. Öll smitin sem hér hafa komið upp eru vegna ferða fólks frá sýktum svæðum á Ítalíu. Auðvelt hefði verið að stöðva ferðir fólks frá þessum svæðum til landsins.

Hvers vegna var það ekki gert?


mbl.is Þriðja tilfellið á Íslandi staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

"Wuhan veiran" berst um með nokkuð skringilegum hætti. Tölfræðilegur samanburður "meikar ekki sens" eins og stundum er sagt. Nú er t.d. aðeins eitt tilfelli í New York fylki.

Fyrsta tilfellið í Kanada kom upp fyrir ríflega mánuði, en fjöldi tilfella nú er rétt um 20.

En sums staðar "springur" vírusinn út.

"Endurfæddur Jesús Kristur" virðist hafa mikil áhrif á útbreiðslu hans í S-Kóreu, en engin skýring á því hvers vegna hann breiðist svo hratt út á Ítalíu.

Það er hugsanlegt að mun fleiri hafi orðið veikir, án sýnilegra einkenna, út um öll lönd en ekkert hægt að fullyrða um slíkt.

Mér þykir ekki rökrétt að Ísland hefði neitað að taka á móti sínum eigin ríkisborgurum, en það má deila um hvernig móttöku hefði átt að vera háttað.

En það sem er  ef til vill skrýtnast er að "skemmtiferðir" eru ennþá að leggja upp þangað.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/03/01/flugu_ut_til_italiu_i_gaer/

En ég er nú nokkuð sammála því mati að ekki sé rökrétt að "loka landinu" eins og staðan er nú.

G. Tómas Gunnarsson, 2.3.2020 kl. 02:11

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Spurningin er ekki hvort loka eigi landinu, heldur hvort loka eigi á ferðir frá skilgreindum hættusvæðum.

Hvers vegna er ekki rökrétt að taka ekki við fólki frá skilgreindum hættusvæðum sé það íslenskir ríkisborgarar?

Eru íslenskir ríkisborgarar síður líklegir til að smita aðra?

Eru þeir ekki einmitt líklegri til þess, þar sem þess má vænta að þeir eigi samskipti við fleiri hér?

Þorsteinn Siglaugsson, 2.3.2020 kl. 09:01

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég kýs nú að trúa betur opinberum sérfræðingum en Ingu Sæland. Ef Ísland verður einhverntíma skilgreint af WHO sem hættusvæði ættum við þá að bera ábyrgð á öllum ferðamönnum sem hér kynnu að vera þá?

Sæmundur Bjarnason, 2.3.2020 kl. 09:47

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ítalía er skilgreind sem hættusvæði, og það er nokkuð síðan faraldur kom upp þar, en ekki fyrr en í dag að farið er að biðja það fólk að halda sig heima í tvær vikur sem þaðan kemur. Hvort Ísland verði skilgreint sem hættusvæði fer held ég eftir því hversu mörg smit koma upp hér til viðbótar. Veit ekki hvort Inga Sæland hefur eitthvað fjallað um það. En ef það gerist, má þá ekki búast við að önnur lönd kunni að loka á ferðir héðan?

Þorsteinn Siglaugsson, 2.3.2020 kl. 13:28

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þó að sjálfsagt séu engar reglur til um slíkt beint, lít ég svo á að meðan þeir sem eru heimilisfastir á Íslandi (ég átti eiginlega frekar við það en ríkisborgararétt í fyrri athugasemd) er ekki boðið að "segja sig frá" ríkinu eða heilbrigðiskerfinu, gildi það líka í hina áttina og ríkið eða heilbrigðiskerfið geti ekki sagt sig ábyrgðarlaust af einstaklingnum.

Þannig finnst mér að Ísland beri ábyrgð á "sínu fólki".  Auðvitað má hugsa sér að útvista sóttkví til Ítalíu, en ég held að meira áríðandi sé að taka skynsamlega á móti fólkinu.

En meðan engin samræmd áætlun er í gangi um hvað eigi til bragðs að taka (ef til vill er að verða breyting á því nú) hefur það ákaflega takmarkað gildi að banna komur frá einum stað.  Þannig kom til dæmis eitt smitið, ef ég hef skilið rétt, frá Munchen, þar sem á ferðinni var einstaklingur sem hafði verið á Ítalíu en millilent þar.

Að banna komur frá einum stað, gæti jafnvel skapað hættu á því að fólk fari að koma sér til annara landa til að fljúga heim, og þegja yfir staðnum þar sem það hefur dvalið. 

Hvað mörg lönd hafa lokað landamærum sínum að Ítalíu?  Eða höfðu það þegar flugvélar þaðan komu til Íslands?

En Ég get ekki séð að flugvélin sem fór í fyrradag eða svo, hafi átt þangað erindi.

G. Tómas Gunnarsson, 2.3.2020 kl. 15:59

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú er smithlutfallið hér komið í 1,6 á hverja 100.000 íbúa. Við komin fram úr Íran. Náum Ítalíu kannski á morgun.

Og hvers vegna? Vegna þess að beinu smitleiðinni er haldið galopinni af yfirvöldum!

Þorsteinn Siglaugsson, 2.3.2020 kl. 18:32

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Samkvæmt nýjustu fréttum eru samtals 9 smit komin upp hér. Það eru 2,5 á hverja 100.000 íbúa. Nánast á pari við Ítalíu. Spái því að við náum Kína fyrir helgi!

Þorsteinn Siglaugsson, 2.3.2020 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband