Færanleg vegrið milli akreina

Það tók hálftíma seinnipartinn í dag að komast Suðurlandsbrautina frá Bolholti og inn í Voga. Bíll við bíl alla leið í austurátt. En sást varla bíll í vesturátt.

Fór þá að velta fyrir mér hvort ekki væri hægt að nýta plássið betur. Hvað til dæmis um að hafa vegriðin milli vegarhelminga færanleg. Þannig mætti hafa þrjár akgreinar í austur síðdegis, en þrjár í vestur að morgni.

Svo fór ég að skoða hvort einhverjum hefði dottið þetta í hug áður. Og bingó! Svona lausnr eru nefnilega til. Sjá t.d. hér: http://www.barriersystemsinc.com/how-it-works

Hvernig væri nú að taka upp svona lausnir? Þannig mætti kannski spara umtalsvert fé í vegagerð og auðvelda fólki lífið.

Svo fór ég að velta fyrir mér hvort það séu einhverjir stjórnmálaflokkar á höfuðborgarsvæðinu sem hafa áhuga á að spara fé og auðvelda fólki lífið. Hvernig ætli það sé nú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það eru stjórnendur Reykjavikurborgar sem vilja umferðarteppur og öngþveiti- þeir aka á bil 3 kilometra til Ráðhússins við Tjörnina okkar og fela bílinn- með einkabílstjóra.

 Þeir fá að kúga almenning og nota tækni Hitlers sem einvaldar.

Erla Magna Alexandersdóttir, 29.11.2019 kl. 21:53

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kannski mætti fækka eitthvað í stjórnendahópnum með því að færa til vegriðin fyrirvaralaust þegar þeir eru á ferðinni á bílstjóradrifnum límúsínum sínum.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.11.2019 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband