4.3.2019 | 12:23
Á ekki að snúast um Ísrael
Það má vissulega gagnrýna ísraelsk stjórnvöld fyrir margt. En það þýðir ekki að rétt sé að snúa þeim sterka boðskap sem finna má í lagi Hatara upp í einfeldningslegan áróður gegn Ísrael. Sér í lagi nú þegar gyðingahatur fer sívaxandi í Evrópu.
Sjálfur held ég að greining Guðmundar Steingrímssonar á atriðinu í Fréttablaðinu í morgun sé hárrétt. Hann túlkar það þannig:
"Svartsýnisspámaðurinn Matthías tekur sér stöðu á goðsagnakenndu sviði og hrópar hið fornkveðna, eins og ótal bölsýnisspámenn fyrri tíma hafa gert, að heimurinn muni kollsteypa sér í hörmungar og myrkur, að allt sé fánýtt gagnvart eyðingarmætti hatursins. Mótsöngvarinn með hárgreiðslu sem ég reyndi einu sinni að fá mér sjálfur með ömurlegum afleiðingum er svo táknmynd hins eilífa og viðkvæma blóms fegurðarinnar, sem er fórnað á eyðingaraltari myrkursins.
Þetta er sterk mynd. Þetta öskur hefur oft verið hrópað. Það sem blasir við í mínum huga er hins vegar sú niðurstaða, að þrátt fyrir máttugt öskur hatursins, þá mun hatrið aldrei sigra. Það má sín líka lítils, eins og fegurðin og ástin."
Þessi boðskapur er sterkur og magnaður. Hann á skilið að heyrast og hann er sérstaklega viðeigandi nú þegar öfgahreyfingum er að vaxa fiskur um hrygg.
Verði hljómsveitinni vísað úr keppni vegna misráðins áróðurs gegn gestgjafalandinu, mun hann ekki heyrast.
Ísraelar óttast Hatara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verði hljómsveitinni vísað úr keppni mun hatrið sigra.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2019 kl. 13:27
Já Guðmundur, það mun gera það, en svo er spurning hverjum það væri þá að kenna. Þetta er jarðsprengjusvæði og þá verður að stíga varlega til jarðar. Ég hef reyndar meiri áhyggjur af öryggi strákanna þarna ef þeir fara.
Þorsteinn Siglaugsson, 4.3.2019 kl. 15:25
"Flóttinn tekur enda" segir m.a. í texta lagsins. Kannski væri ráðlegt að hafa einkaþotu fulla af eldsneyti tilbúna á flugvellinum í Tel Aviv að keppni lokinni?
Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2019 kl. 16:15
Góð hugmynd!
Þorsteinn Siglaugsson, 4.3.2019 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.