Svik verkalýðsfélaga við láglaunafólk

Nú er farið að koma á daginn í hverju kröfur verkalýðsfélaganna, sem efna nú til verkfalla, felast. Þær snúast um sömu krónutöluhækkun til allra, sama hvort þeir hafa þrjú hundruð þúsund eða þrjár milljónir í mánaðarlaun. Á sama tíma hneykslast forsvarsmenn þessara félaga yfir því að skattalækkunartillögur ríkisins séu eins upp byggðar.

Þetta fólk beitir fyrir sig láglaunafólki í áróðursskyni og lætur í veðri vaka að kröfurnar snúist allar um að þeir sem lægst hafi launin nái endum saman.

En á sama tíma er hagur þessa láglaunafólks, sem af óheilindum er beitt sem vopni til að koma hér öllu í upplausn, þessum aðilum svo sannarlega ekki efst í huga.

Staðreyndin er að vel væri hægt að bæta kjör láglaunafólks umtalsvert ef þeir sem hærri hafa launin létu sér nægja hækkanir sem efnahagslífið ræður við.

En hagur láglaunafólksins er ekki aðalatriðið. Láglaunafólkið er aðeins notað sem vopn. Og það er þetta fólk sem mun missa vinnuna þegar búið verður að rústa ferðaþjónustunni með verkföllum.

Þetta er skammarleg framganga sem grundvallast á óheilindum og blekkingum!


mbl.is Munu bíta fast þar sem þarf að bíta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband