Sósíalisminn í hnotskurn

Framganga Maduros sýnir sósíalismann í hnotskurn. Mannfjandsamlega stefnu sem gefur skít í velferð almennings ef hún ógnar völdum einræðisherrans, en kennir sig við mannúð og jafnrétti.

Það er hneykslanlegt að fólk skuli enn kenna sig við þennan hrylling eftir allar þær hörmungar sem hann hefur valdið.


mbl.is Brenndu trukk með nauðsynjavörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta er roooosaleg einföldun hjá þér og beinlínis rangt á köflum.

Venesúela er ekki kommúnistaríki á neinn hátt. Fyrirkomulagið er svipað og hér,orkulindirnar eru í eigu ríkisins en mest allur annar atvinnurekstur er rekinn af einkaaðilum.

Munurinn er kannskii helst, að arðinum af þessum orkulindum er veitt til almennings í Venesúela,en ekkii hér.

Ég hef líka heyrt raddir hér á landi um að dreyfa arðinum af fiskveiðiauðlindinni á þjóðina svo það virðist nóra á einhverjum kommúnisma hér lika..

.

Það er beinlínis rangt að Chaves og síðar Maduro hafi ekki hugsað um almenning.

Þegar Chaves tók við völdum voru 47% landsmanna undir fátækramörkum en í stjórnartíð þeirra kumpána fór þessi fátækt niður í 19%.

Heilsufar þjóðarinnar batnaði líka til mikilla muna.

Flestar kennitölur sem mæla vellíðan þjóðar bötnuðu í tíð þeirra kumpána,sumar mjög mikið.

Árið 2015 var Venesúela í 109 sæti yfir fátækt í heiminum. (1. sæti er verst.)

(World bank)

Áður en Chaves kemur til valda eru það rúm 25% landsmanna sem eiga nánast ALLA peninga í Venesúela. Þetta er ástæðan fyrir að Chaves kemst til valda á sínum tíma.

Hann virkjaði fátæklinga í stjórnmálum ,sem höfðu verið nánast útilokaðir þaðan ,og þeir kusu hann forseta.

Það sem Chaves gerir hinsvegar rangt er að hann deilir olíuauðnum beint til fátæklinga í stað þess að nota þá í uppbyggingu eða að safna sjóðum.

Hann tók Hollensku veikina með trompi.

Hinsvegar er hægt að segja Maduro til varnar ,að flestar stjórnir falla á þessu prófi.

Við þetta versnaði hagur þeirra sem höfðu velt sér í peningum til mikilla muna,en hagur fátæklinga batnaði að sama skapi.

Þeir sem eru að reyna að koma Maduro frá völdum eru þessi 25% sem vilja fá aftur fyrri auð. Nýji einræðisherrann sem nýtur sennilega enn minna fylgis en Maduro er fulltrúi þeirra.

.

Til viðbótar við þetta byrjuðu Bandaríkin strax árið 2012 að þjarma að efnahag Venesúela. "make it scream" eins og þeir kalla það. 

Það er svo ekki fyrr en Bandaríkjamenn og Bretar ákveða í sameiningu á síðast ári að stela öllum erlendum eigum Venesúela,bæði fjármunum ,gulli og eignum,sem fer að halla verulega undan fæti.

Þeir stálu 30 milljörðum dollara í gulli og peningum. Í staðinn bjóða þeir 20 milljóna aðstoð,sem sennilega eru vopn samkvæmt fyrri reynslu.

Og fagnaðarlátum einfeldninganna ætlar aldrei að linna. Menn hafa aldrei séð slíka gjafmildi fyrr.

.

Abrams sem stjórnar þessari aðgerð  er hrottalegur fjöldamorðingi,smyglaði einmitt vopnum inn í Nigaragua í skjóli matvælaaðstoðar á sínum tíma.

Hann stóð síðan að fjöldamorðum þar ,þar sem 800 manns voru myrtir og nauðgað á einum degi sem endaði með valdatöku hrottafengins einræðisherra og drápara.

Abrams var síðar dæmdur til fangelsisvistar fyrir að ljúga að þinginu um þessi atriði,en náðaður af Bush.

Það er enginn vafi í mínum huga að þessi maður er sem engill af himnum kominn til að efla lýðræði í Venesúela og seðja hungur hinna snauðu.

Það merkilega er að hann var ekki dæmdur fyrir að hafa staðið að fjöldamorðum,enda sér Bandaríska elítan ekkert rangt við að myrða fólk í öðrum löndum.

Hún er jú "exceptional",stendur hærra og sér lengra en annað fólk,eins og sagt er.

Þessi exeptionalismi er ný útgáfa af Nasisma.

.

Venesúela var aldrei nein Paradís heldur lifði helmingur þjóðarinnar við óbærilega fátækt sem var mun verri en frá aldamótum fram að 2018.

Maduro er sennilega ekki góður stjórnandi,þó að það sé reyndar erfitt að gera sér grein fyrir því ,í þeim aðstæðum sem hann er. Það er í raun engin þjóð nema Rússar sem geta staðið af sér efnahagslegaar ofsóknir Bandaríkjanna.

Aðgerðir Maduro gegn mótmælendum virðast líka vera frekar vægar,og mjög vægar ef miðað er við Frakkland til dæmis.

.

Það er því afar barnalegt að afgreiða málið með að Maduro sé kommúnisti,en það er jú línana sem okkur er gefin og ber að fara eftir.

Málið er samt miklu flóknara.

Borgþór Jónsson, 24.2.2019 kl. 20:34

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Svo þér finnst það bara sjálfsagt að þegar önnur ríki reyna að senda neyðaraðstoð til almennings í formi matvara og lyfja sé varningurinn bara brenndur?

Staðreyndin er að í Venesúela hafa sósíalistar eyðilagt efnahagslífið. Til þess hafa þeir notað þrjár aðferðir:

1. Rústa olíuiðnaðinum með því að setja gæðinga sína yfir hann og hrekja burt þá sem kunnu að reka hann.

2. Þjóðnýta fjölda fyrirtækja, einnig til að koma þeim í hendurnar á gæðingum sínum.

3. Setja verðlagshömlur á önnur fyrirtæki þannig að rekstur þeirra standi ekki undir sér.

Að ekki sé minnst á ofbeldið s.s. þegar þjóðþingið var svipt völdum vegna þess að stjórnarandstaðan vann kosningarnar, stjórnarandstæðingum bannað að bjóða sig fram í forsetakosningum og þar fram eftir götunum.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.2.2019 kl. 15:33

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þú veist vel að þetta er ekki satt og þess vegna átta ég mig ekki á hvers vegna þú ert að segja þetta. Sennilega er þetta af því að við lifum í "post truth world" 

Það eru engar hömlur á að senda hjálpargögn til Venesúela.

Margar þjóðir eru að gera það ,sumar gegnum hjálparsamtök en aðrar gegnum SÞ.

USAID er hinsvegar ekki hjálparsamtök eins og svo margir halda,heldur hluti af stjórnkerfi Bandaríkjanna.

Það er líka vel þekkt að USAID hefur verið notað í fortíðinni til að smygla vopnum inn í lönd.Mjög líklega var það meiningin líka í þetta skifti svo það er engin furða þó að þeir séu lokaðir úti.

Það er í meira lagi einkennileg staða að það sé verið að flytja hjálpargögn til ríkis sem gæti sennilega bjargað sér sjálft ef Bandarísk og Bresk stjórnvöld hefðu ekki gert tekjur og eignir ríkisins upptækt.

Uppistandið á brúnni snérist ekki um hjálpargögn,heldur var þetta aðferð til að koma áf stað óeirðum í landinu.Aðgerðin mistókst af því að það sjá allir í gegnum það sem var að gerast þarna.

Staðan í landinu virðist vera sú að valdaránið hefur mistekist. Einræðisherrann sem var verið að reyna að dikta upp hefur lítið sem ekkert fylgi meðal almennings og hers.

Nú er bara spurningin hvort það er hægt að svelta fólkið til að steypa stjórninni ,eða sem er líklegra að Bandaríkin geri einhverskonar innrás í formi borgarastríðs eða jafnvel bein innrás.

Hvor leiðin sem verður farin verður enn ein steinvalan í bautastein Bandaríska heimsveldisins.

.

Ég er ekki kunnugur efnahag eða stjórnendum Venesúelskra olíufyrirtækja og mér finnst frekar ósennilegt að þú sért það heldur.

Hitt veit ég að Bandaríjamenn hafa verið að þjarma að þessum fyrirtækjum og að Venesúelska ríkinu á alþjóða lánamörkuðum síðan 2012. Þegar Bandaríkjamenn þjarma að einhverjumm með þessum hætti eru fáir sem standast það. Hugsanlega eru stjórnendur þessara fyrirtækja ekki góðir,en það er án vafa ekki eina ástæðan.

Þetta veistu án vafa sem hagfræðingur.

Ef lokað er á lánalínur hefur það svipuð áhrif og ef þú gjaldfellir húsnæðislán á fjölskyldu.

.

Stjórnarandstæðingum var ekki bannað að bjóða sig fram í kosningunum. Þeir kusu að gera það ekki, að höfðu samráði við Bandarískk stjórnvöld.

Þetta er einn af mörgum göllum við svona gróf afskifti í innanríkismál annarra ríkja. stjórnmálaöfl sækja ekki lengur afl sitt til almennings,heldur til Bandarískra stjórnvalda. Af þessu leiðir að viðkomandi stjórnarandstaða í þessu tifelli ,sér enga ástæðu til að tka þátt í stjórnmálalífi landsins. Þess í stað bíða þeir eftir að Bandarísk stjórnvöld komi þeim að kjötkötlunum með ofbeldi af einhverju tagi.

Hið rétta er að einum frambjóðanda var bannað að fara fram ,enda hafði hann staðið fyrir óeirðum sem kostuðu 120 manns lífið.

Hann situr nú í stofufangelsi.

Ég veit ekki hvernig svona væri hanterað hér á landi.

.

Þú kynnir þig sem frjálslyndann frjálshyggjumann og það er ágætt. Einhverjir þurfa að vera í því.

Þú segist líka vera heimspekingur og hagfræðingur. Það leggur þér vissar skyldur á herðar sem fræðimaður.

Þegar þú ert að upplýsa almúgann um atburði líðandi stundar ,finnst mér að þú eigir sem fræðimaður að leggja til hliðar hugmyndafræðina og segja okkur satt.

Ef þú hefur ekki kynnt þér málið og veist ekkert um það, er hinsvegar best að þú skrifir ekki neitt.

Ef þú veist ekki, að ef að tekur og eignir einhvers ríkis eru gerðar upptækar leiðir til fátæktar og vöruskorts ,ertu ekki fræðimaður.

Ef þú veist ekki að lokun lánalína sligar fyrirtæki smá saman ,ertu heldur ekki fræðimaður

Sem fræðimaður sem berð hag Venesúelsks almennigs svo mjög fyrir brjósti ,ættirðu að fara inn á, t.d. World Bank og kynna þér þær kennitölur sem gefa til kynna hvernig vellíðan almennings hefur verið að þróast. Þetta eru til dæmis tölur um fátækt,læsi og heilbrigði. Allar þessar tölur hafa farið upp undir Chaves,sumar mikið, en hafa verið að dala á síðustu árum.

Þetta áttu að skoða og kynna okkur niðurstöðuna á heiðarlegann hátt í stað þess að tala til okkar í stuttum og einfeldningslegum áróðursfrösum.

Það eru einfaldlega margar hliðar á þessu máli en ekki einhver allherjar "sannleikur" um að einhver sé kommúnisti.

.

Það má vera að stjórn Venesúela sé ekki góð stjórn,en hún er langt frá að vera neinskonar ógnarstjórn,og Venesúela var langt frá að vera eitt af fátækustu ríkjum heims áður en var lokað á alla aðdrætti til þeirra. Það var því engin ástæða til að meðhöndla þetta ríki eins og gert var.

Allar þessar aðgerðir sem hafa staðið árum saman eru til að koma auðlindum Venesúela aftur undir stjórn Bandarískra auðhringa. Það er eina ástæðan.

Og almenningur líður nú skort af þessum sökum eins og alltaf í hvert skifti sem þetta er gert.

Það er ágætt að vera frjáshyggjumaður,en þetta er ekki frjálshyggja,þetta er fasismi.

Borgþór Jónsson, 2.3.2019 kl. 12:12

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég geri ekki athugasemdir við að menn aðhyllist sósíalisma Borgþór. En þegar vörnin er komin út í jafn fjarstæðukenndar samsæriskenningar og hjá þér, þá hlýtur eitthvað undan að láta. Þú staðhæfir, og vitanlega án neinna raka, að hér sé aðeins um það að ræða að vondir Bandaríkjamenn séu að reyna að koma góðri sósíalistastjórn á kné. Staðreyndin er að meira og minna öll lýðræðisríki reyna nú að þrýsta á um að hin ólöglegu stjórnvöld í Venesúela fari frá og boðað verði til forsetakosninga. Einfeldningslegt skítkast út í undirritaðan breytir engu um þetta.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.3.2019 kl. 12:49

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

... og bara svo því sé haldið til haga þá er það haugalygi að Bandaríkin hafi stöðvað einhverjar lánveitingar til Venesúela 2012. Hvað þá gera einhverjar eignir upptækar. Raunar haugalygi að landið hafi yfir höfuð verið beitt einhverjum efnahagsþvingunum fyrr en í janúar á þessu ári. Einu aðgerðirnar sem beitt var á undanförnum árum sneru að fáeinum meðreiðarsveinum einræðisherrans. Þessar aðgerðir ollu þó ekki meiri vandræðum en svo að dætur frelsarans Chavez eru enn ríkustu konur Venesúela - og á hverra kostnað skyldi nú sá auður vera fenginn?

Þetta er ömurleg kúgunarstjórn drifin áfram af mannhatri og græðgi - akkúrat eins og allar sósíalistastjórnir hafa ávallt verið og munu ávallt verða. Sorglegt að sjá einhverja aulabárða hér uppi í Íslandi vera að burðast við að verja þetta, vitandi ekki neitt og afneitandi öllum staðreyndum. Svei attan!

Þorsteinn Siglaugsson, 4.3.2019 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 287182

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband