Nýja verkó er góð viðskiptahugmynd

Yfirtaka Eflingar er fyrst og fremst frábær viðskiptahugmynd. Markmiðið er völd og fjármunir til handa eiganda Sósíalistaflokksins og meðreiðarsveinum hans.

Veðmálið nú er að það takist að koma ríkisstjórninni frá völdum og efna til kosninga. Þá getur eigandinn komið fram sem frelsandi engill og stöðvað upplausnina sem hann sjálfur hefur valdið.

Heppnist veðmálið hins vegar ekki er samt ljóst að sjóðir Eflingar eru digrir og gott að hafa aðgang að þeim fyrir menn sem ekki hafa mjög eftirsóknarverða ferilsskrá.

Screenshot 2019-02-22 at 13.35.46

 

 

 

 

 

 

 

 

Meðal meðreiðarsveinanna eru marxistar, fólk sem dreymir um að með því að skapa upplausn í samfélaginu takist að koma á sósíalískri byltingu. En það er ekki meginmarkmið eigandans sjálfs.

Í blaðaútgáfu er markmiðið að reksturinn standi undir sér. Í kjarabaráttu er markmiðið að bæta kjör umbjóðendanna. En sumum þeim sem stunda blaðaútgáfu á kostnað annarra er sama um rekstrarárangurinn. Og sumum sem komast yfir verkalýðsfélög er líka skítsama um kjör umbjóðenda sinna. Markmið þeirra eru völd og peningar sjálfum þeim til handa. Ef þeir komast yfir þessi gæði með byltingu er það allt í lagi þeirra vegna. Ef ekki er það ekkert endilega verra.

------------

Það eina sem getur hindrað að þessar fyrirætlanir nái fram að ganga er árangursríkt samtal forystu ASÍ og ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Segir stefna í hörðustu átök í áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er margt til í þessu Þorsteinn, sér í lagi niðurlagið.  Því reynir mjög á ríkisstjórnina að hún komi miklu meira til móts við kröfur ASÍ um að auka hag þeirra lægst launuðu, ekki hvað síst í skattamálum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.2.2019 kl. 14:24

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já Símon. Ríkisstjórnin verður að vakna. Katrín og Drífa þurfa að setjast yfir þetta og taka forystu í að leysa málið. Þær eiga að ráða mjög vel við það enda báðar eldklárar og ábyrgar konur.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.2.2019 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband