Fjármálaeftirlit verður að rannsaka

Það að viðskiptasaga skuli glatast þegar reikningi er lokað er verulegt áhyggjuefni. Ef þannig er merkir það að ekki er hægt að treysta þeim kerfum sem bankinn notar til að halda utan um upplýsingar um inneignir og skuldir viðskiptavina sinna. Fjármálaeftirlitið hlýtur að grípa inn í og rannsaka þetta mál tafarlaust, sé það starfi sínu vaxið.


mbl.is Reikningur barns tæmdur vegna mistaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þess heldur, þá á þetta ekki að vera hægt. Aðgerð sem tekur út af eða lokar bundnum reikningi á einfaldlega ekki að vera leyfileg í tölvukerfi bankans, sé það rétt forritað.

Ég þekki af reynslu að þetta er ekki einsdæmi hjá Íslandsbanka. Sú villa að tölvukerfið leyfi svona lagað, hefur ekki verið löguð í a.m.k. 10 ár frá því að ég benti á hana.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2019 kl. 15:05

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nei, auðvitað á ekki að vera hægt að taka út af bundnum reikningi. En það er samt hægt, og það er ekki bara hjá Íslandsbanka sem það er hægt. Ég lenti nefnilega sjálfur í því að Arion banki lagði fyrir mistök inn á bundinn reikning upphæð sem átti að fara á tékkareikning. Þeir lagfærðu það, sem merkir auðvitað bara að þeir tóku út af bundna reikningnum.

En það sem mér finnst þó alvarlegast er ef færslusagan hefur í raun og veru glatast. Þekkir þú dæmi um að það hafi gerst?

Þorsteinn Siglaugsson, 24.1.2019 kl. 23:24

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góð spurning, hvort ég viti um dæmi þess að færslusagan hafi tapast.

Já, ég veit um slík dæmi. Reyndar er það oftast svo að sú saga er til í innri kerfum bankanna, en þegar viðskiptavinir leita eftir þeim hefur það oft reynst erfitt og fjármálafyrirtæki hafa borið við allskyns afsökunum eins og að upplýsingar hafi týnst við innleiðingu nýrra tölvukerfa o.þ.h. Eins og ég lít á það eru slíkar afsakanir lélegar, því þegar ný tölvukerfi eru innleidd í einhverjum atvinnurekstri hlýtur um leið að vera rétt að flytja þær upplýsingar inn í nýju kerfin eða a.m.k. að tryggja að þær verði áfram aðgengilegar úr gömlu kerfunum.

Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og meðferð persónuupplýsinga hvíla ríkar skyldur á slíkum fyrirtækjum um að tryggja vandaða meðferð slíkra upplýsinga. Því miður er það reynsla mín af fjölmörgum slíkum málum að oft er pottur brotinn í þeim efnum. Ég ráðlegg öllum að halda vel utan um slík gögn er varða þeirra eigin viðskipti en því miður eru einstaklingar sjálfir stundum illa í stakk búnir til þess. Í slíkum tilvikum reynir á hvort að fjármálafyritækið geti veitt nauðsynlegar upplýsingar, en þegar um er að ræða ágreiningsmál virðast þau því miður oft taka þann pól í hæðinna að "svelta" viðskiptavininn á upplýsingum til að gera honum erfiðara fyrir að sækja rétt sinn. Slíkt framferði er að mínu ekki aðeins ósiðlegt heldur beinlínis ólöglegt.

Ég ætla ekki að kafa dýpra ofan í smáatriði slíkra mála hér, en læt það vera niðurstöðu mína í þessari athugasemd að oftar en ekki mega fjármálafyrirtæki gera betur í upplýsingagjöf til viðskiptavina sinna.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2019 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband