Vafasöm vísindi

Það að keyra skatta upp úr öllu hófi grundvallast á þeirri forsendu að ríkt fólk láti það sig tiltölulega litlu varða þótt það þurfi að greiða 70-80% skatt á jaðartekjur sínar.

Þetta eru ákaflega vafasöm vísindi. Reynslan hefur oft sýnt hvernig þeir ofurríku taka til fótanna þegar gengið er til svona verka. Nýjasta dæmið eru skattabreytingarnar í Frakklandi fyrir fáeinum árum og áhrif þeirra.

Krugman spyr í grein þeirri sem vitnað er til hvers vegna Repúblikanar séu svo andvígir ofurskattlagningu sem raun ber vitni. Eins og sönnum pólitíkus sæmir er skýring hans auðvitað ekki sú, að þeir telji hana óskynsamlega, heldur að þeir séu andvígir henni vegna þess að þeir gæti einungis hagsmuna þeirra ofurríku (já, einmitt, fátæku verkamennirnir í miðvesturríkjunum sem kusu Trump gæta bara hagsmuna þeirra ofurríku!).

Það leiðir þá af sjálfu sér að þeir ofurríku hljóta að vinna að því öllum árum að hindra ofurskattlagninguna. En um leið er forsenda þess að hún virki sú að þeim sé sama um hana.

Mikill snillingur Paul Krugman.


mbl.is Leggur til háa skatta á þá ofurríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband