20.9.2018 | 14:58
Hvað um erlendar fjárfestingar?
Ef lífeyrissjóðir mega ekki fjárfesta í fyrirtækjum sem greiða stjórnendum hærri laun en almennum starfsmönnum merkir það ekki aðeins að þeir verði að hætta að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Þeir verða líka að hætta að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum, því varla er það neitt betra að stjórnendur þeirra fái hærri laun en almennir starfsmenn. Og þar eru nú gjarna launin langtum hærri en hérlendis.
Svo er auðvitað spurning hvort ekki verði eitt yfir alla að ganga og þurfi þá að setja bæði stjórnendur lífeyrissjóðanna og ekki síður verkalýðsleiðtogana sjálfa á lágmarkslaun svo þeir séu ekki að taka laun "sem ekki eru boðin almennum starfsmönnum" sem þeir starfa í umboði fyrir?
Í alvöru talað: Er það ekki skylda lífeyrissjóða að fjárfesta í því sem gefur sem besta ávöxtun, til hagsbóta fyrir sjóðfélagana? Ef stjórnarmenn fara að vinna eftir einhverri prívat öfundarpólitík eru þeir þá ekki einfaldlega að bregðast sjóðfélögunum?
Eru öfund, hræsni og yfirdrepsskapur mannkostir að áliti þessara verkalýðsforkólfa?
Lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í siðlausum fyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 287740
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvar dregur þú mörkin milli öfundar og réttlætiskenndar, Þorsteinn?
Þórir Kjartansson, 21.9.2018 kl. 08:59
Þetta er ágæt spurning Þórir. Almennt myndi ég segja að munurinn sé sá að hinn öfundsjúki tekur ekki siðferðilegt réttmæti með í reikninginn en sá sem tekur afstöðu á grunni réttlætiskenndar gerir það hins vegar. Það verður ekki séð af þessari frétt frá BSRB að þar sé neitt verið að spá í siðferðilegt réttmæti eða sanngirni, heldur aðeins það hvort einhver hefur meira en einhver annar almennt talað. Þess vegna tel ég þetta frekar grundvallast á öfund en réttlætiskennd.
Hvenær eru svo laun sanngjörn og hvenær ekki? Það er nú ekki alveg einfalt mál. Það mætti segja að laun séu sanngjörn ef þau eru í takt við það sem almennt er greitt fyrir sambærileg störf. Þannig mætti segja að það væri ósanngjarnt að einn læknir hefði fimm milljónir á mánuði og annar hálfa, innan sömu stofnunar og í sömu sérgrein. En svo mætti líka segja að þau séu sanngjörn ef þau eru ákvörðuð í frjálsum samningum þar sem hvorugur aðilinn er beittur þvingun. Þannig gætu laun fimm milljóna læknisins til dæmis verið sanngjörn ef hann væri svo einstaklega fær að vinnuveitandinn teldi það skynsamlegt að borga honum þau. Svipað getur líka átt við um forstjóra fyrirtækja. Sumir forstjórar eru einfaldlega færari en aðrir. Ef eigandi fyrirtækis telur það þjóna hagsmunum sínum að borgar forstjóra 100 milljónir á ári er erfitt að sjá að neitt sé ósanngjarnt við það. Þetta er einfaldlega hans ákvörðun og byggir væntanlega á því að hann telur þennan forstjóra svo miklu flinkari en aðra sem í boði eru að það réttlæti launin og vel það.
Síðan getur líka komið til álita hver það er sem tekur ákvörðunina. Við gætum t.d. mögulega gert ríkari kröfur til opinberra aðila um að greiða sömu laun fyrir sama starf en til einkaaðila. En þá er kannski spurningin reyndar fremur farin að snúast um spillingu eða vinahygli en sanngirni út af fyrir sig, og það er annað siðferðilegt álitamál.
Þorsteinn Siglaugsson, 21.9.2018 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.