16.9.2018 | 16:06
Til hvers er skipulagsvaldið?
Eigi hömlur á athafnasemi borgaranna einhvers staðar við er það í skipulagsmálum. Það er ástæða þess að alvöru borgaryfirvöld marka sér skýra stefnu í slíkum málum þar sem leitast er við að skapa umhverfi sem eftirsóknarvert er að búa í.
En í Reykjavík virðist þetta grunnsjónarmið alveg hafa farið forgörðum. Miðborginni er umturnað, að því er virðist, fyrst og fremst í þágu fjárfesta í hótelrekstri. Í stað hins lágreista miðbæjar sem við eigum að venjast, og sem ferðamenn sækja raunar í, hefur Kvosin verið fyllt af allt of háum hótel- og skrifstofubyggingum með viðeigandi skuggasundum þar sem aldrei nýtur sólar.
Ofan í kaupið er svo almenn verslun hrakin burt af svæðinu með lokun gatna, sem leiðir til þess að almenningur hættir einfaldlega að sækja þjónustu á svæðið. Það fyllist þess í stað af lundabúðum. Þetta sést glöggt á Laugaveginum sem er farinn að minna meira á Rue de Rivoli í París, með minjagripaverslun við minjagripaverslun, en venjulega verslunargötu í evrópskri miðborg.
Það er auðvitað enginn vafi á að peningar ráða hér miklu. En það má heldur ekki gleyma þeim áhrifum sem ofstækisfullar skoðanir sumra borgarfulltrúa hafa haft, auk, vitanlega, gamalkunns sinnuleysis og venjulegrar heimsku.
![]() |
Peningar ráði of miklu í borgarskipulagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 287975
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.