Til hvers er skipulagsvaldið?

Eigi hömlur á athafnasemi borgaranna einhvers staðar við er það í skipulagsmálum. Það er ástæða þess að alvöru borgaryfirvöld marka sér skýra stefnu í slíkum málum þar sem leitast er við að skapa umhverfi sem eftirsóknarvert er að búa í.

En í Reykjavík virðist þetta grunnsjónarmið alveg hafa farið forgörðum. Miðborginni er umturnað, að því er virðist, fyrst og fremst í þágu fjárfesta í hótelrekstri. Í stað hins lágreista miðbæjar sem við eigum að venjast, og sem ferðamenn sækja raunar í, hefur Kvosin verið fyllt af allt of háum hótel- og skrifstofubyggingum með viðeigandi skuggasundum þar sem aldrei nýtur sólar. 

Ofan í kaupið er svo almenn verslun hrakin burt af svæðinu með lokun gatna, sem leiðir til þess að almenningur hættir einfaldlega að sækja þjónustu á svæðið. Það fyllist þess í stað af lundabúðum. Þetta sést glöggt á Laugaveginum sem er farinn að minna meira á Rue de Rivoli í París, með minjagripaverslun við minjagripaverslun, en venjulega verslunargötu í evrópskri miðborg.

Það er auðvitað enginn vafi á að peningar ráða hér miklu. En það má heldur ekki gleyma þeim áhrifum sem ofstækisfullar skoðanir sumra borgarfulltrúa hafa haft, auk, vitanlega, gamalkunns sinnuleysis og venjulegrar heimsku.


mbl.is Peningar ráði of miklu í borgarskipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband