3.7.2018 | 22:22
Bilið hefur minnkað
Þegar horft er á þessi gröf, er þá ekki alveg ljóst að launabilið milli ljósmæðra og samanburðarstéttanna hefur minnkað? Bæði línuritin virðast sýna að launabilið, sem í nokkur ár hefur verið talsvert, er nú allt að því horfið. "Leiðréttingin" sem gerð var 2008 hefur því að miklu leyti gengið til baka samkvæmt þessum tölum.
Ég á því erfitt með að sjá hvernig þessi gögn eiga að styrkja málstað ríkisins. Mér finnst þau fremur veikja hann.
Svo hefði ég nú sleppt því alveg að fara út í vangaveltur um þróun á fjölda fæðinga og fjölda ljósmæðra. Slíkar vangaveltur koma kjaradeilunni í rauninni ekki við og eru aðeins til þess fallnar að skapa gremju.
Hitt er svo annað mál hvað gerist ef gengið verður að kröfum um að auka á ný þetta launabil. Verður það til þess að aðrir hópar æði fram og heimti líka "leiðréttingu" og allt fari þar með í bál og brand á vinnumarkaði? Þetta er án vafa það sem ríkisvaldið óttast. Eina leiðin til að hindra það samhliða hækkun hjá ljósmæðrum er að aðrir hópar samþykki launahækkunina og lofi að leyfa henni að ganga í gegn án frekari viðbragða. Boltinn liggur því í rauninni ekki hjá ríkinu heldur liggur hann hjá launþegahreyfingunni í heild.
Segja hækkanir ljósmæðra meiri en annarra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.