"Ég fyrirlít skoðanir yðar ...

... en ég mun fórna lífinu fyrir rétt yðar til að halda þeim fram" (Voltaire).

Segja má að á þessari staðhæfingu Voltaire's grundvallist samfélag lýðræðis, tjáningarfrelsis og mannréttinda.

Hvers konar samfélagi sækist veitingamaðurinn eftir, sem hendir fólki út af veitingastað sínum vegna þess að honum líkar ekki við skoðanir þess?


mbl.is Myndi vísa henni út á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Nýlega úrskurðaði hæstiréttur brandararíkjanna að bakarí nokkurt hefði fullan rétt á að neita að selja samkynhneigðum kökur.  Eftir þann úrskurð hafa fleiri fyrirtæki hengt upp skilti sem á stendur "We don't serve gays".  Þannig vilja þeir greinilega hafa sitt samfélag og þar af leiðandi fullkomlega eðlilegt að aðrir rekstraraðilar með ólíkar samfélagslegar skoðanir neiti hverjum þeim sem þeim þóknast um þjónustu.  Gagnkvæmt hatur er greinilega bundið í stjórnarskrá þessarar ömurlegu þjóðar.

Róbert Björnsson, 24.6.2018 kl. 14:36

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held reyndar að það sé ekki rétt að neitt bakarí spyrji um kynhneigð fólks og ákveði svo hvort það fái að versla. Ég held reyndar líka að það sé rangt að önnur fyrirtæki hafi tekið upp slíkan sið. En þú getur kannski bent mér á einhver dæmi?

Svo er kynhneigð og þjóðfélagsskoðun auk þess alls ekki það sama. Stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um einstaklingsfrelsi, rétt eins og stjórnarskrár flestra vestrænna lýðræðisríkja. Það er því eflaust ekki andstætt stjórnarskrá að neita að selja einhverjum mat ef maður er á móti skoðunum hans eða hennar. En það gengur gegn anda samfélags lýðræðis og tjáningarfrelsis.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.6.2018 kl. 15:01

3 Smámynd: Róbert Björnsson

https://www.vox.com/2018/6/23/17497742/sarah-sanders-restaurant-red-hen-friday-asked-to-leave-gay-wedding-cake

https://www.bbc.com/news/world-us-canada-44361162

https://eu.usatoday.com/story/news/nation-now/2015/07/01/tennessee-hardware-store-no-gays-allowed-sign/29552615/

https://www.thestranger.com/slog/2017/12/06/25612016/white-house-wed-be-fine-with-bakers-hanging-no-gays-signs-in-their-windows

Róbert Björnsson, 24.6.2018 kl. 15:12

4 Smámynd: Mofi

Bakarinn hafði marg oft bakað fyrir þennan samkynhneigða einstakling en þegar kom að því að baka köku sem átti að vera til að fagna brúðkaupi samkynhnegðs pars þá vildi bakarinn ekki taka þátt í því vegna það fór á móti hans trúarskoðunum. Við erum í virkilega vondum málum ef að við getum ekki neitað að taka þátt í starfsemi sem fer á móti okkar samvisku og ég skil ekki hvernig nokkur gæti viljað það nema viðkomandi sé fasisti sem vill nýðast á fólki.

Mofi, 24.6.2018 kl. 15:22

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, ok. Nú man ég eftir þessu. Þetta er nú ekki að neita að afgreiða samkynhneigða heldur að neita að taka þátt í einhverju sem maður er andvígur. Það er svolítið annað mál.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.6.2018 kl. 19:26

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Í alvöru drengir?  Ég sé ekki muninn á að vísa fólki út af veitingastað vegna pólitískra skoðanna sinna (sem við getum reyndar verið sammála að sé fáránlegt) og því að neita fólki um þjónustu í bakaríi.  Hvað kom bakaranum við í hvað nota átti kökuna?  Og af hverju á að vera hægt að nota trúarskoðanir sem "blank check" afsökun til að mismuna fólki á meðan ekki má mismuna fólki vegna pólitískra skoðana eða litarhafts, uppruna o.s.f.?   Ég fæ ekki séð að það gangi upp og ekkert nema hræsni.  

Róbert Björnsson, 24.6.2018 kl. 20:36

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er alveg sammála þér um það, Róbert, eins og kom reyndar fram í fyrri færslu minni, að það er kjánalegt ef kaupmenn láta skoðanaágreining eða lífsviðhorf hafa áhrif á hverjum þeir selja vörur sínar. Það gengur líka gegn anda lýðræðis og skoðanafrelsis að gera slíkt. En það er nú samt á endanum ákvörðun hvers manns við hvern hann á viðskipti. Ég fæ ekki séð að ég hafi einhvern rétt til að banna bakara, kokki eða hverjum öðrum sem er að taka slíkar ákvarðanir, alveg sama þótt mér finnist þær kjánalegar.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.6.2018 kl. 21:08

8 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Held að D.J Trump og hans slekti sé á þeirri vegferð að brjóta upp núverandi samfélagsgerð í USA eins og við þekktum hana. 

Því kunna að fylgja kostir og margir gallar. 

Það er nefnileg ekki hægt að fá frítt í rússíbanann og kvarta svo undan hraðanum.

Ef þessi hópur í kringum D.J Trump, hans slekti og kjósendur vilja stíga þetta skref, þá verða þeir hinir sömu að búast við samskonar aðgerðum frá þeim sem eru þeim ósammála.

Því finnst mér aðgerð veitingahúsaeigandans góðra gjalda verð. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 25.6.2018 kl. 00:24

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, ég er ekkert hissa á því Sigfús. Sjálfur vil ég hins vegar frekar reyna að taka Voltarie til fyrirmyndar og taka alltaf afstöðu með tjáningarfrelsinu óháð mínum eigin skoðunum á mönnum og málefnum.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.6.2018 kl. 09:27

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sanders var alls ekki vísað út vegna skoðana sinna heldur vegna þess að eigandinn telur að hún vinni fyrir vond og ósiðleg stjórnvöld. M.ö.o. var henni vísað út EKKI fyrir skoðanir heldur fyrir gjörðir sínar.

Skeggi Skaftason, 25.6.2018 kl. 12:49

11 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Sammála, tjáningafrelsið er það mikilvægasta. Því stend ég með þeim sem hafa áhuga á að nýta sér það, líkt og téður veitingahúsaeigandi kaus að gera.

Hinsvegar hræðist þann hluta íbúa USA sem fylgja D.J Trump að málum, að þar fylgi sá hópur mögulega einfaldri útgáfu Platon um frummyndirnar.

Að raunveruleikinn sé sá eini sem Trump og hans slekti boðar, ekkert annað sér til.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 25.6.2018 kl. 14:39

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Veitingahúsaeigandinn var nú kannski ekki beint að nýta sér skoðanafrelsi sitt. Það hefði hún gert með því að taka rökræður við gestinn. En hún var að nýta sér athafnafrelsi sitt, nánar tiltekið frelsi til valdbeitingar á grundvelli eignarréttar síns. Það var henni auðvitað heimilt samkvæmt lögum og stjórnarskrá, en það breytir ekki því að ég held að rökræður séu alltaf betri en valdbeiting.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.6.2018 kl. 18:08

13 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Tja, ef það flokkast undir "valdbeitingu" að vilja ekki viðskipti, vilja ekki eiga samskipti við e-n, að nota rökræðu frekar en útilokun, þá eru þeir ansi margir hér á Moggablogginu sem eru sekir un slíka "valdbeitingu". Ansi margir hér á landi orðið sem vilja sjá breytingar en bara breytingar fyrir suma, þeir hinir sömu vilja ekki rökræðum um stórmál samfélgasins en nýta sér svo þann "eignarétt" að loka á þá sem treysta sér í rökræðuna.

Þessu til stuðnings gæti verðið langur listi af slíkum "stórmennum". 

Svona nýta menn og konur, bæði hér og erlendis sinn rétt til "valdbeitingar", ef þín skoðun á við veitingahúsaeigandann vestra gildir.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 25.6.2018 kl. 18:28

14 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hvenær ætla menn að vakna upp við þá staðreynd, að Kóranin, viðurkennir

ekki réttindi kvenna, okkar lifnaðarhætti, okkar siði og hvað þá málfrelsi.!!

Stjórnarskrá hvers lands breytir engvu þegar kemur að ISLAM. Svo lengi sem við umberum það að hleypa

þessum siðum inní okkar samfélög í nafni umburðarlyndis og frelsis til að

iðka hverja þá trú sem allir ættu að hafa rétt á, þá er bara ISLAM ekki sú trú sem

hefur allt þetta umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum. 

Það skiptir engvu hvernig menn vilja túlka Kóraninn.. Hann er og verður

alltaf hin heilaga setning þeirra sem fylgja ISLAM.

Þessi fræga setning Þorsteinn, sem Voltaire lét út úr sér, var góð og gild.

En aldrei hvarflaði að honum, að sú réttlæting gagnvart tjáníningarfrelsinu,

yrði á endanum kæfð vegna trúarskoðanna.

Það er það sem er að ske í dag.

Það gleymist alltaf, að öllu umburðarlyndi fylgir líka ábyrgð.

Sú ábyrgð virðist ekki vera til þegar kemur að þessum málum.

Því miður.

Sigurður Kristján Hjaltested, 25.6.2018 kl. 21:39

15 identicon

 http://www.friatider.se/ville-ha-blattefri-l-rdag-och-skicka-hem-rashid-musa-f-r-b-ta-5600-kronor

Lýðræðis og skoðunarfrelsi er liðin tíð í Sósialkomúnístiska Svíþjóð.
Hið opinbera fylgist með þér og sektar þig um leið og þú opnar munninn og sérstaklega grimmir ef þú talar illa um "negra! og múslima.
Ég set gæsalappir á "negri" því í Svíþjóð er há sekt við að skrifa það orð opinberlega.
Er Svíþjóð lýðræðisríki? 
Nei, það er fjölminningaríki sem níðist á almenning með valdboði.
Nálgast Tyrkland.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 26.6.2018 kl. 02:29

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það að henda gesti út af veitingastað er valdbeiting Sigfús. En það að neita að rífast við einhvern er auðvitað ekki valdbeiting og eignarréttur kemur þar hvergi við sögu.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.6.2018 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 287297

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband