Áfram með spillinguna!

Innan íslenska heilbrigðiskerfisins þrífst gríðarleg spilling. Hún felst í því að fólk fær mjög gjarna enga úrlausn sinna mála nema í gegnum kunningsskap.

Rót spillingarinnar liggur í nær algerri ríkisforsjá í þessum málaflokki, auk þess sem menningin innan ríkiskerfisins hér er þannig að spilling af þessu tagi er álitin sjálfsögð og eðlileg.

Einstaka embættismenn falla ekki inn í þessa menningu. Slíkir menn leggja á það áherslu að þjónusta almenning, ekki að verja kerfið og standa í vegi fyrir úrlausn og hygla þeim sem þeir þekkja.

Einn slíkur maður er Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Strangheiðarlegur og grandvar embættismaður með ríka réttlætiskennd sem leitast við að leiðbeina eftir fremsta megni þeim sem til hans leita.

En hann hefur ítrekað framið þann stóra glæp að taka opinberlega málstað skjólstæðinga stofnunarinnar þegar heimskulegar ákvarðanir stjórnmálamanna keyra um þverbak.

Það segir sig því auðvitað sjálft að núverandi heilbrigðisráðherra hafi nú tekið sér fyrir hendur að hrekja þennan mann úr embætti. Svo verður einhver spillingarpésinn vitanlega skipaður í það.

 


mbl.is Þurfi ekki að treysta á kunningsskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband