8.5.2018 | 18:04
Snilldin ein
Það eru ekki aðeins snillingar í listheiminum sem troða upp í Hörpu því húsinu stýra snillingar í kafkaískri Mikka mús stjórnun: Laun forstjórans hækkuðu sumsé um heilan helling, en í sömu svipan og forstjórinn biður um að þau verði lækkuð aftur því starfsmennirnir, hverra laun voru lækkuð til að fjármagna forstjórakaupið, létu sig hverfa, kemur stjórnarformaðurinn fram og staðhæfir að þau hafi aldrei hækkað neitt.
Maður spyr sig hvað kemur í ljós næst?
Kannski munu nú snillingarnir staðhæfa að myljandi hagnaður sé af Hörpu þrátt fyrir allt tapið?
Hver veit?
Ekki ég, enda er ég ekki snillingur!
Laun forstjóra hækkuðu ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:05 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Meira ruglið. Nýbúnir að viðurkenna hækkun uppá 14,6%, sem er ekkert minni svívirða en 20 prósentin, þegar þeir lægst launuðu í húsinu tóku á sig bæði launalækkun og meiri vinnuskyldu.
Ég styð heils hugar VR að sniðganga húsið. Sterkur leikur í stöðunni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.5.2018 kl. 20:07
Þjónustufulltrúarnir hefðu einfaldlega átt að afþakka launalækkunina, enda er eignaupptaka ólögmæt nema fullar bætur komi fyrir.
En í staðinn sögðu þeir upp störfum svo nú er ekkert sem kemur í veg fyrir að einhverjir aðrir verði ráðnir á lægri launum, bótalaust.
Eflaust héldu þeir sig vera að skora sigurmark en virðast bara ekki hafa fattað að það var á vallarhelmingi eigin liðs.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2018 kl. 20:12
Ég skil þjónustufulltrúana mjög vel. Stundum er það einfaldlega þannig að fólk verður að segja hingað og ekki lengra. Þjónustufulltrúarnir halda sjálfsvirðingunni og geta gengið stoltir út. En það gerir forstjórinn ekki og ekki stjórnarformaðurinn heldur.
Þorsteinn Siglaugsson, 8.5.2018 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.