Skynsamleg orð biskups

Umfjöllun biskups um þetta einkennilega frumvarp er hófstillt og vel rökstudd. Það er hárrétt hjá biskupi að andmæla þeirri fjarstæðukenndu fyrirætlan að glæpavæða gyðingdóm og íslam.

Það vekur sérstaka athygli hversu mikil vanþekking virðist liggja frumvarpinu til grundvallar, en það má sjá á því að aðstandendur þess virðast leggja að jöfnu umskurn drengja og limlestingu á kynfærum stúlkna sem er allt annar hlutur.

Löggjöf verður að grundvallast á þekkingu og skynsemi og það er ótækt að þingmenn hlaupi fram með vanhugsuð frumvörp í einhverjum hugaræsingi. Hvað þá þegar afleiðingin getur orðið sú að gera saklaust fólk að glæpamönnum, úthýsa minnihlutahópum úr samfélaginu og/eða dæma drengi sem fæðast inn í þessa hópa, sér í lagi Gyðinga, til að standa utangarðs í eigin samfélagi.


mbl.is Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Held að því máli sem þú vísar til sé mikið undanhlaup frá sjálfákvörðunum.

Þá annarsvegar til íslensks þjóðþings [verði málið ekki svæft í nefnd] að taka ákvörðun, byggt á lýðræðislegum kjörnum meirihluta og hinsvegar sjálfsákvörðun einstaklingsins að ráða sínum líkama sínum sjálfumm.

Trúmál koma þessu máli lítið vit, að mínu mati, nema ef menn og konur fara klámleiðina, þá í tilfinningaklámið og blanda íhaldssömum skoðunum inn í málið. Sem ég er augljóslega ósammála.

Það hefur komið fram í umræðunni, að kjósi fullráðaeinstaklingur að fara í umskurð, þá er það hægt. 

Því er þessi aldagamla forræðishyggja sjálfhætt.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.2.2018 kl. 12:45

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eitt er að banna - annað að refsa.  Frumvarpið er skynsamlegt þar til kemur að refsiþættinum, sem kveður á um 6 ára fangelsisvistun.  

Kolbrún Hilmars, 18.2.2018 kl. 15:47

3 identicon

Bann við umsk­urn án ör­uggra aðstæðna mætti líka ræða og hvort hægt væri að tryggja þá heil­brigðisþjón­ustu í ís­lensku heil­brigðis­kerfi sem mæt­ir þörf­um hinna ólíku trú­ar- og menn­ing­ar­heima.“

Hér er vanþekking á hæsta stígi. Það er mjög algengt í Svíþjóð, að múslímar umskera börnin á eldhúsborðinu heima í gettóinu  og er það oftast nær immam sem framkvæmir verkið og oft bara með rakvélablaði. Hundruðir sveinbarna láta lífið vegna blóðeitrunar eða eru örkumla ævilangt eftir ódæðið. Þetta heimskulega athæfi veður aldrei hægt að stöðva.
Það er allt í lagi að benda á það, að sá fyrsti sem gerir sáttmála við almættið, Abraham, blæddi út etir aðgerðina, öðrum til viðvörunar. Almættið er nefnilega ekki algott. En það er svona þegar heimskan er yfirsterkar skinseminni.
 

Hér er vanþekki


valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 18.2.2018 kl. 16:05

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Er þá ekki bara næst að fjarlægja botnlangann og gallblöðruna á sama tíma..?

Þessi líffæri eru þau sem seinna meir plaga ansi stóran hluta mannkyns á lífsleiðinni..:)

Meira í gríni án alvöru.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.2.2018 kl. 20:04

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég helda að það sé reyndar enginn settur á Hraunið í sex ár fyrir að fjarlægja botnlanga, jafnvel þótt það væri gert til að fyrirbyggja vandamál síðar á lífsleiðinni.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.2.2018 kl. 20:12

6 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ég hefi ávalt talið, að Kristur hafi aflagt þennan sið. Þar með á þetta ekki að þekkjast í hinum kristna heimi.

Og þar með er ég því sammála, að þetta verði bannað með lögum á Íslandi. 

En hvað einhverjir aðrir gera í útlöndum er svo þeirra mál, en það kemur vonandi að því að þeir vitkist og banni þetta líka.

Tryggvi Helgason, 18.2.2018 kl. 21:03

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Á Íslandi ríkir reyndar trúfrelsi, Tryggvi Helgason.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.2.2018 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband