Að skapa ójöfnuð

Lélegt skólakerfi er vísasta leiðin til að auka ójöfnuð í samfélaginu. Börn efnaðra foreldra sem hafa menntun í hávegum fá hvatningu og þá einkakennslu sem þarf til að ná árangri í námi. En hin, sem verða að reiða sig á skólann einan fara halloka.

Krafan um ókeypis skólagöngu kom upphaflega frá sósíalistum. Og í ríkjum sósíalista var ávallt mikil áhersla lögð á góða grunnmenntun. En þótt þeir sem ábyrgð bera á menntamálum hér séu upp til hópa vinstrisinnaðir virðast þeir engan veginn gera sér grein fyrir mikilvægi almennilegrar menntunar sem tækis til að skapa börnum jafnari tækifæri. Líklega er hugsjónin um gott almennt menntakerfi dauð hjá íslenskum sósíalistum. Í staðinn hefur komið hugsjónin um að vernda eigin vangetu gagnvart utanaðkomandi mati og mælingum. Þetta er ástæðan fyrir því að þegar fram koma vísbendingar um lélegan árangur er svarað með því að árangur skipti ekki máli svo framarlega sem börnunum líði ekki illa í skólanum. Svo fylgir auðvitað hin klassíska afsökun að fjárskorti sé um að kenna, í dýrasta skólakerfi á Norðurlöndum.


mbl.is Eitthvað annað en peningar sem er að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 287739

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband