6.2.2018 | 16:23
Annað hvort einfalda lögin eða afnema þau
Ef það er virkilega vilji fyrir því að ríkisvaldið stjórni því hvað fólk heitir þá held ég að það sé langbest að hafa bara fyrirframgefinn lista með kannski svona hundrað nöfnum sem eru leyfð. Önnur nöfn séu þá bara einfaldlega bönnuð. Með því móti er engin þörf á að hafa neina nefnd sem vinnur við að velta vöngum yfir nafninu á hverjum einasta Íslendingi sem fæðist hér.
Hin leiðin er að afnema lögin. Og auðvitað á að gera það. Það er fáránlegt að ríkisvaldið sé að hlutast til um nöfn fólks og banna konum að heita Alex þegar þeim er hins vegar í sjálfsvald sett að láta breyta sér í karlmenn (og þurfa væntanlega að gera það til að fá að heita Alex eins og lögin eru núna).
Lögin ekki barn neins tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Höfundur gleymir einu. Íslenskt mál og mannanafnahefð eru engu síðri arfleifðir en Gullfoss. Að vernda hvort tveggja er skylda okkar gagnvart mannkyninu. Hversu margar þjóðir ætli geti (enn) lesið þúsund ára gamla texta á móðurmáli sínu? - Nei annars, mannréttindi að gets skírt dóttur sína Guðmund Gölt.
Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 6.2.2018 kl. 22:17
Já, eða son sinn Ljótan Hund, sem er alveg hægt eins og lögin eru núna.
Í alvöru talað er auðvitað minnsta mál að skíra börn fáránlegum nöfnum innan núverandi lagaramma. En íslenskan mun ekki deyja út þótt hin hjákátlegu mannanafnalög og viðeigandi verði aflögð. Ekki dó hún út í þúsund ár þótt það vantaði nefndina.
Þorsteinn Siglaugsson, 6.2.2018 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.