21.1.2018 | 15:47
Rökleysa?
Það væri áhugavert að sjá rök Bryndísar þessarar gegn málflutningi Frosta. En þau setur hún vitanlega ekki fram, einfaldlega vegna þess að þau halda ekki vatni.
Samkvæmt mati þeirra sem standa að þessu verkefni mun það leiða til smávægilegrar aukningar á notkun almenningssamgangna, en því fer fjarri að það leiði af sér að hlutur almenningssamgangna verði neitt í líkingu við það sem sjá má í borgum erlendis þar sem þær eru marktækur þáttur í samgöngum. Kostnaðurinn er gríðarhár og tölur Frosta um hann eru ósköp einfaldlega réttar. Verkefnið mun að lokum krefjast fækkunar almennra akreina á helstu umferðargötum. Þar sem einkabíllinn verður, samkvæmt staðhæfingum aðstandendanna sjálfra, áfram meginsamgöngukosturinn merkir þetta að almenn umferð gengur hægar. Það leiðir af fækkun akreina.
Hugmyndir þessar eru því miður á sandi byggðar, grundvallast á yfirborðslegri greiningu á aðstæðum og samanburði við borgir erlendis þar sem aðstæður, þéttleiki byggðar og skipulag er með allt öðrum hætti en hér. Þegar vönduð gagnrýni er síðan sett fram eru svörin út í hött. Það kemur ekki á óvart enda virðist almennri ályktunarhæfni forvígismannanna því miður verulegar skorður settar.
Segir grein Frosta rökleysu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það stendur ekki til í þessum átælunum að fækka akreinum fyrir einkabíla. Það á að búa til sérstakar akreinar fyrir borgarlínuna. Það er rétt að þetta kostar mikið en það er ekki komist hjá því að það kosti eitthvað í samgöngumálum að íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgi um 70 þúsund. Borgarlinan er ódýrasta leiðin til að takast á við þá auknu þörf á afkastagetu samgöngukerfisins sem þarf til að koma því fólki milli staða. Það að gera að með breikkun gatna og mislægum gatnamótum og með allri þeirri fjölgun bílastæða sem af því leiðir kostar einfaldlega margfalt meira.
Sigurður M Grétarsson, 22.1.2018 kl. 08:47
Þú sérð þetta nú hér til dæmis: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/12/13/grunnur_borgarlinu_veikur/
Eða hvernig sérðu annars fyrir þér að þessu verði komið fyrir á Hringbrautinni svo dæmi sé tekið án þess að fækka akreinum? Þá þyrfti að fara í að rífa hús meðfram götunni og það myndi nú heldur betur kosta sitt.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.1.2018 kl. 10:39
Það hefur komið fram að í sumum tilfellum muni borgarlínan þurfa að vera í almennri umferð vegna þess hversu þröngt er um vegina á viðkomandi stað.
Sigurður M Grétarsson, 22.1.2018 kl. 12:17
Já, en þá er nú ávinningurinn farinn að minnka. Sko: Til að ná árangri í þessu er einfaldlega ekki nóg að notkun almenningssamgangna aukist um eitthvert smáræði. Það þarf að ná henni verulega mikið upp. Það er búið að plástra strætókerfið endalaust árum og áratugum saman, en markmið um aukna notkun hafa í rauninni aldrei náðst. Borgarlínan er í raun og veru bara svipaður plástur, nema miklu dýrari og á öðru formi. Ef það mætti vænta þess að með þessu næðist notkun almenningssamgangna upp í t.d. 40-50% væri fjárfestingin svo sannarlega réttlætanleg því að þá myndi hún leiða af sér þær breytingar í skipulagi sem þarf til að slíkar samgöngur séu raunhæfur kostur, t.d. alvöru þjónustukjarna í hverju hverfi þannig að fólk geti komið heim með strætó og komið við og verslað áður en það röltir heim frá biðstöðinni eins og við sjáum í borgum þar sem almenningssamgöngur eru marktækur hluti samgöngukerfisins. En slíkar breytingar munu ekki verða þótt þetta leiði af sér aukningu um örfá prósentustig eins og miðað er við.
Þorsteinn Siglaugsson, 22.1.2018 kl. 14:04
Sammála síðuhöfundi, ekki lagði Bryndís neitt fram til að hrekja staðhæfingar Frosta, annað en orðin tóm.
Gáfulegasta sem ég hef heyrt í þessari umræðu er sú staðhæfing að það þarf eitthvað að vera á endanum til að taka við þeim sem nýta sér fyrirhugaða borgarlínu. Það blasir við að eini endi þessarar borgarlínu per se er skólasamfélag og ráðuneyti í miðbæ Reykjavíkur. Það að ætla starfsmönnum Landsspítala að ferðast með almenningssamgöngum, vinnandi vaktavinnu og bakvaktir, ásamt þeim sem þurfa að koma börnum í leiksskóla í öndverðri átt við vinnustað, er ljósbleikt ský í draumum fárra en martröð í veruleika annara.
Við erum einfaldlega ekki kominn á þann stað í tímalínunni frá moldargólfinu að geta tekist á við þetta enda eru til aðrar lausnir mun einfaldari. Sumar snúa t.d. að staðsetningu mannmargra vinnustaða og takmarkanir á notkun einkabíla.
Sindri Karl Sigurðsson, 22.1.2018 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.